Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 það séu yngri. Mönnum hefir verið ljóst, hver var eiginleg merking orð- anna í slíkum samböndum. Síðan gat einhver Islendingur gert orðtakið koma eftir dúk og’ disk og notað það í þeirri merkingu, sem það hefir enn. Orðtakið kann þannig að vera gert á Islandi, þótt efniviður sé erlendur. ♦ Það er sagt: ♦ að engir tveir menn séu eins og að báðir séu fegnir því. ♦ að menn séu orðnir miðaldra, þegar þeir fara að missa hárið, tennurn- ar og tálvonirnar. ♦ að nú verði menn 30 árum eldri en áður, til þess að þeim endist aldur til að borga skattana sína. ♦ að erfiðast af öllu sé að vera eðli- legur í framkomu. ♦ að ástin geti ekki neitað ástinni um neitt. ♦ að því betur sem bækur seljast, því verri séu þær. Þeir örfáu áskrifendur, sem enn eiga ógreitt árgjald „Samtíðarinnar“ eða óinn- leysta póstkröfu, eru vinsaml. beðnir að gera það nú þegar. KJÖT & GRÆNMETI er sú matvöruverzlun höfuðstaðarins, sem fullnægir bezt kröfum nútímans um hreinlæti, hollan mat og góðan. Snorrabraut 56 (Símar 2853 og 80253) — Nesveg 33 (Sími 3506). Frá Þjóðlelkhúsinu FYRSTA NÝJA viðfangsefni Þjóðleik- hússins á þessu leikári var „Einkalif“ (Private Lives) eftir Noel Coward, sem er heimskunnur fyrir leikrit, kvikmyndir og leikstarfsemi, enda þótt hann sé fyrst og fremst eftirlætisgoð Lundúnaborgar. Coward er bráðsniðugur fjölhæfnismaður í listrænum skilningi, en leikrit hans eru hvorki það stórbrotinn skáldskapur né algild mannleg tjáning, að þau öðlist livar- vetna föðurland, þar sem þau eru flutt i þýðingu. Og þar sem Reykjavík er ekki London, leikarar okkar ekki Englending- ar og Hverfisgatan ekki Haymarket, skort- ir nokkuð á, að andi Covvards hafi svifið yfir sýningunum á „Einkalifi". Sigurður Grímsson hefur þýtt leikritið á íslenzku, Gunnar R. Hansen annazt leikstjórn, sem sýnist vera ákaflega hnitmiðuð. Leikend- ur eru 5, allir góðkunnir, og vekur einn þeirra, Hildur Kalman, undrun, því að bæði gervi hennar og fas virðist fremur í ætt við Grænland en Frakkland. Hins vegar vekur Róbert Arnfinnsson athygli. Hann er nú mjög vaxandi leikari. Myndin er af honum i lilutverki Victors Prynne og frú Ingu Þórðardóttur i hlutverki Amöndu, konu hans.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.