Samtíðin - 01.11.1953, Síða 12
8
SAMTÍÐIN
■ iffil 175. SAGA SAMTÍÐARINNAR HlISliffl
j\ st í wn alutn
EFTIR NATHAN ASCH
Niðurl.
HON VAR í náinni vináttu við
nokkrar konur hjá sendiráðunum, og
það var farið að bjóða honum í garð-
samkvæmi sendiráðanna. Hann var þá
í röndóttum buxum, og hún var öll í
knipplingum og með barðastóran
hatt. Þarna var hljóðfærasláttur og
veitt kampavín, og stundum bar það
við, að háttsettur embættismaður
vék sér brosandi að henni og sagði:
„Getið þér séð af honum eitt andar-
tak?“ Og var síðan vanúr að víkja
honum afsíðis og segja: „Ég hef
mjög mikinn áhuga fyrir því starfi,
sem skrifstofa yðar ^iefur með hönd-
um. Mér er sagt, að þér séuð aðal
driffjöðrin þar“.
Hann liitti ekki neinn af sinum
gömlu vinum nema Jerry og konu
hans. En dag nokkurn sagði Jei’ry
honum, að þegar þessu starfi væri
lokið, mundi hann að öllum líkind-
um verða sendur til að taka að sér
starf í Suður-Ameríku og að geysi-
mikil áherzla hefði verið lögð á, að
einmitt hann yrði sendur þangað.
Svo var að sjá, sem einhverjum af
hinum nýju kunningjum hans væri
mjög annt um velferð hans. Hann
fór nú að hugsa um að staðfesta ráð
sitt og tryggja sér framtíðarstöðu
hjá ríkisstjórninni. Og hvenær sem
annaðhvort þeirra fór framhjá
fasteignasöluauglýsingu, voru þau
vön að nema staðar og skoða sýning-
arhúsið.
Dag nokkurn var honum mikið
niðri fyrir, og þá sagði hann við
hana: „Ég skal segja þér, að í skrif-
stofunni hjá okkur erum við loksins
búnir að safna nægilegum upplýs-
ingum til þess að geta sagt fyrir,
hvað gerast muni. Ég býst við, að
ég muni fara að gera mína skýrslu".
Hún sagði: „Það er dásamlegt. Þá
skulum v.ið bara hittast tvisvar í
viku“. Daginn eftir sendi hún honum
vönduð skrifborðsáhöld að gjöf. Það
kvöld sagði hann: „Reyndu að
gleyma mér, þegar við erum ekki
saman, og blessuð farðu þá út og
skemmtu þér“. Hún sagði: „Hvernig
heldurðu, að ég geti það?“
Hann sat heima, allur á kafi í töl-
um, og reyndi að þugsa ekki um
hana. Þá hringdi síminn. Hún sagði;
„Mér þykir það leitt, en ég finn það
á mér, að verkinu miðar ekki vel hjá
þér. Get ég nokkuð hjálpað þér?“
Hann sagði: „Ég er ekki að vinna.
er bara að eyða tímanum. Við
skulum heldur koma út að aka“.
Þau óku sem leið liggur eftir Virg-
iníuríki. Rílljósin vörpuðu skærri
birtu á veginn, sem kom á móti
þeim, og há draugaleg tré liðu fram-
hjá til heggja lianda. Hún sagði
lionum enn einu sinni frá hinni dap-
urlegu bernsku sinni í tóntegund,
sem virtist ekki ætluð honum einum,
heldur fyllti rödd hennar allan bíl-
inn. Hún lýsti æsku sinni á vestur-
ströndinni, sagði frá veikri móður
sinni, sem reyndi að stjórna leigu-
lierbergjahúsi í Seattle og reyndi að
leyna hóstanum, meðan maðurinn