Samtíðin - 01.11.1953, Side 15

Samtíðin - 01.11.1953, Side 15
SAMTÍÐIN 11 mjög veik“. Hann fór með stóra öskju, fulla af blómum. Honum létti, þegar hjúkrunarkonan vildi ekki hleypa honum inn. Hann fór þá til blómasalans og sagði honum að senda henni blóm á hverjum degi. Á leiðinni kom hann við í veitinga- húsi og fékk sér í staupinu. Fólkið i sendisveitunum gleymdi honum, og hann tók aftur upp sínar gömlu lífsvenjur. Hann lenti í nokkrum samkvæmum, tók stúlku heim með sér. Hann var samferða frú Jerry í lyftunni upp í skrifstof- una sina, og hún virti hann ekki einu sinni viðlits. Jen-y talaði aðeins við hann i brýnustu erindum og leit þá aldrei framan í hann. Honum fór að leiðast í Washing- ton, og hann fór að íhuga, hvort hann ætti ekki að fara þaðan og fá sér aftur vinnu í New York. Hann frétti, að hún væri á förum til Florida, sér til hressingar eftir veik- indin, og hann hringdi til hennar til að kveðja hana. Það varð heldur lítið úr samræðum þeirra i milli. Hún minntist einkum á ferðalagið, sem hún átti fyrir höndum. Hún sagði: „Þakka þér fyrir, að þú gafst þér tíma til að hringja til mín“. Eftir það sá hann hana aðeins einu sinni.' Nokkru áður en hann fluttist aftur til New York, var það siðdegis á laugardegi, að hann stöðvaði bíi sinn við rautt ljós á Connecticut Avenue. Þá sá hann, hvar hún stóð á götuhorninu og heið eftir, að Ijósið breyttist. Hún var gráklædd, og hún virtist vera orðin miðaldra. Augu þeirra mættust. Hann veif-aði henni með nokkrum semingi, og hún veif- aði á móti. I sömu andránni kom grænt Ijós, og hann ók burt. Hann var kominn framhjá einni eða tveim húsasamstæðum, þegar honum hugs- aðist, að ef til vill hefði hann átt að taka hana upp í. Árin líða Árin líða, enginn skilur æsku og þroska tímamót. Gimstein margan djúpið dylur dulið er gull við bjargsins fót. Eins er það, að holdið hylur hugans perlur, lífsins rót. Jón halti 3. STAFAGÁTA X X X XXX X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxx Setjið bókstafi í stað X-anna, þannig að út komi: 1. lína bókstafs- heiti, 2 1. eftir sár, 3. 1. blóm, 4. 1. reka upp hljóð, 5. 1. sveitamaður, 6. 1. þjóðland, 7. 1. listamaður, 8. 1. ferðalag. — Sé lesið niður eftir, mynda fremstu stafir hverrar línu flutningatæki. Ráðningin er á bls. 24. Ef það er ljósmynd, þá talið fyrst við okkur. Barnaljósmyndir okkar eru löngu viðurkennar. Ljósmyndastoían Loftur, Bárugötu 5. Pantið tíma í síma 4772.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.