Samtíðin - 01.11.1953, Síða 24
20
SAMTÍÐIN
húsinu í þvílíku ofboði, að hann
mundi aðeins óljóst eftir götudyrun-
um, malbornum akveginum heim að
húsinu og lokunni á garðshliðinu sem
áföngum á flóttanum. Hjólreiðamað-
ur, sem kom á móti honum úti á
þjóðveginum, varð að hjóla heint
inn í limgirðinguna ,til þess að forð-
ast yfirvofandi árekstur.
„Jæja, þá erum við komnir aftur,“
sagði maðurinn með hvítu regnkáp-
una, um leið og þeir gengu inn um
garðdyrnar. „Við erum sannarlega
leirugir upp fyrir haus, en að mestu
leyti orðnir þurrir. Hver var það,
sem hentist út í þessu feikna ofboðf,
Jiegar við komum ?“
„Mjög svo kyndugur náungi, ein-
liver Nuttel,“ svaraði frú Sáppleton.
„Hann gat ekki um annað talað en
veikindi sín, og svo hljóp hann á dyr,
þegar þið komuð, án þess að láta svo
lítið að kveðja eða afsaka sig einu
orði. Maður skyldi nærri því halda, að
hann hefði séð draug.“
„Ætli það hafi ekki verið liundur-
inn, sem skaut honum skelk i
bringu,“ sagði unga stúlkan með
hægð. „Hann sagði mér, að hann væri
alveg dauðhræddur við hunda. Það
eltu liann einu sinni tveir mannlausir
hundar í kirkjugarði austur í Ind-
landi, skammt frá Gangesfljótinu,
og hann varð að hírast heila nótt
niðri í nýtekinni gröf, meðan kvik-
indin urruðu beint fyrir ofan höfuðið
á honum og yggldu sig, svo að froðan
vall út úr kjöftunum á þeim. Það
þarf nú ekki meira til að gera fólk
taugaveiklað."
Hryllilegar sögur voru sérgrein
þessarar ungu stúlku.
ESSO EXTRA MOTOR OIL:
(fmuAn/jUjS<>é£uAJuaA. mlu tfejhzV
HREINSAR, þ. e. stöðvar myndun á sóti og öðrum
óhreinindum frá eldsneytisbrennslunni.
HEFUR HÁMARKS VIÐNÁM gegn sýringu og ryði.
HEFUR HÆSTU SEIGJUGRÁÐU, þ. e. tekur minni
breytingum við hita og kulda en nokkur önnur
bifreiðasmurningsolía.
ESSO EXTRA MOTOR OIL FÆST VIÐ ALLA
ESSO BENZÍNGEYMA Á LANDINU.
Látið Esso Extra vernda bifreiðina.
Olíufélagið h.f.
REYKJAVÍK. — SÍMI: 81600.