Samtíðin - 01.11.1953, Page 25
SAMTÍÐIN
21
Miitsafn
Gests JPátssonar
SlÐASTLIÐIÐ ár voru 100 ár liðin,
frá því er Gestur Pálsson fæddist.
Menningar- og fræðslusamband al-
þýðu minntist þessa aldarafmælis
með því að gefa út rit hans í tveim
bindum, og sá Tómas Guðmundsson
um útgáfuna. 1 fyrra bindinu eru
prentaðar sögur skáldsins, tíu talsins,
og framan við hin alkunna ritgerð
Einars H. Kvarans um Gest. I seinna
bindinu er kvæðaúrval (20 kvæði),
þrír fyrirlestrar, úrval úr blaðagrein-
um (15 greinar) viðbætir (smávegis
um G. P.) og eftirmáli Tómasar Guð-
mundssonar.
Um Gest Pálsson eiga furðu vel
við þessar ljóðlínur úr kvæðinu Þér
skáld eftir Stefán frá Hvitadal:
Með andlátsfregninni orðstírinn hófst,
með útfararsálminum jarðneskt lif.
Tveim árum eftir lát Gests (1888)
komu' út í bók þrjár af sögum hans.
Árið 1902 komu „Skáldrit, sem til
eru“ eftir bann, og sá Jón Ólafsson
um útgáfuna. Sama ár hófu þeir
Arnór Árnason og Sig. Júl. Jóhannes-
son útgáfu á verkum Gests í AVinni-
peg: „Rit hans í bundnu og óbundnu
máli“, en af þeim kom ekki nema eitt
hefti. Arið 1927 gaf Þorsteinn Gísla-
son svo út: „Ritsafn, sögur-kvæði-
fyrirlestrar-blaðagreinar“ ásamt inn-
gangsritgerð Einars H. Kvarans.
Árið 1949 gaf Leiftur hf. út „Sögur
og kvæði“. Eru þá taldar útgáfur af
verkum G. P. fram að aldarafmælis-
útgáfu MFA.
Af þessari upptalningu má ráða,
að verk þessa gáfaða og tilfinninga-
PR ENTIX:
Bækur
Tímarit
Eyðublöð
Smáprentun
JPren tstniöjan
ODÐI H.F.
GRETTISGDTU 16. - SÍMI 26G2
SÍMI S255G [5 LÍNUR]
FRAMKVÆMUM:
Bílaviðgerðir,
Bílasmurningu,
Bílasprautun.
♦
SELJUM:
Bílavarahluti,
Bílaolíur,
Loftþrýstiáhöld,
Hjóldráttarvélar
(amerískar og þýzkar)
og Beltisdráttarvélar.