Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 7 inn, og sagði: „Ég er nú hræddur um, að það verði bið á því.“ Síðan finnst mér nú hafa verið heldur dimmí yfir. Hvað á ég að gera? Svar: Ætli vinur þinn gangi ekki með þær grillur, að hjónabandið geti stundum haft ýmislegt misjafnt í för með sér. Blessuð láttu hann eíga sig í bili og reyndu umfram allt að vera róleg og vísa skuggununr á bug. Ef þetta er góður og eftirsóknarverður maður, sem ávinningur er að giftast og honum þykir á annað borð nokk- uð vænt um þig, líður varla á mjög löngu, þar til Múhameð kcmur til fjallsins, þ. e.: hann til þin. Sann- aðu til. Húsráð ÉG ÆTLA að ljúka þáttunum að þessu sinni með því að minna ykkur á, að ostahefill er til fleiri liluta nyt samlegur en að sneiða ost með. Það er t.d. alveg tilvalið að sneiða niður gúrkur með honum. Við það er hann mjög fljótvirkur, en auðvitað verður ])á að skera gúrkurnar á ská. Reynið þetta sjálfar, þegar gúrkurnar koma að vori. 1 gistihúsi eiiui í Sviss gat að lesa þessa auglýsingu: Gestir, sem þrá kyrrð og næði, flyklcjast þingað hvaðanæva úr veröldinni. Þvottahús nokkurt auglýsti þann- ig: Við rífum ekki þvottinn yðar í vélum, heldur notum við hendurnar og vöndum okkur. ÓSKAR SÓLBERGS feldskurðarmeistari. Laugavegi 118. — Sími 7413. Alls konar loðskinnavinna. ♦ Það er sagt: ♦ að þeir, sem ekki vilja læra neill, séu ofurseldir gleymskunni. ♦ að engin háreysti sé unaðslegri en sú, sem heyrist úr eldhúsinu, þegar ástfangin kona er að matbúa handa eiginmanni sínum. ♦ að ást við fyrstu sýn sé náskyld við- horfi hnnds til girnilegs kjöthita. ♦ að ástleysi auki mest á ófríðleik konunnar. ♦ að allt viturleg-t sé þrautreynt, en allt heimskulegt l)íði okkar við næsla fótmál. 4. STAFAGÁTA X X X XXX X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxx Setjið bókstafi í stað X-anna, þannig að út komi: 1. lína bókstafs- heiti, 2. 1. í bókfærslu, 3. 1. karl- mannsnafn, 4. 1. mannspil, 5. 1. árs- tíð, 6.1. vinna í höndunum, 7.1. karl- mannsnafn, 8. 1. þyngdareining. — Sé lesið niður eftir, mynda fremstu stafir hverrar línu heiti á hljóðfæri. Ráðning er á hls. 24. „Samtíðin“ óskar öllum lesendum sín- um gleðilegra jóla.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.