Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 14
8 SAMTÍÐIN B i 177. SAGA SAMTÍÐARINNAR HiIHi HVER ERT I»IJ? EFTIR SIGURJÓN FRA ÞD RG El RS STÖÐU M ii: iiiiiij ii LAUGARDAGSKVÖLD í apríl- mánuði. Uðarigning, þétt og fíngerð. Þokan var kolniðadimm. Utan frá hafinu bárust þungar dunur; þar brotnuðu bylgjur við sker og dranga eða runnu í svartan sandinn. Verzlunarhúsið var gamalt, reist úr timbri, klætt bárujárni. Iiillur fornfálegar, bekkir slitnir og bruf- óttir. Þarna höfðu margir gengið um busakynni, í sölubúð og skrifstofu. Sumir með hendur fullar fjár, tas- vígir í tali og frjálsir í framgöngu; aðrir slyppir og snauðir, beygðir undir þunga örbirgðarinnar. Gamalt verzlunarbús á viðburðaríka sögu. Það á líka ýms leyndarmál. Viðskiptunum var lokið. Læstar dyr. Ys og þys dagsins borfinn út i drungalega kvöldkyrrðina. Regnið draup af upsum lnissins niður á varinhelluna. Dagur afgrciðslumaður beið eftir hreingemingakonunni. Hann hafði undirbúið komu hennar, borið vatn úr brunninum, kveikt á gashvernum. Nokkrar loftbólur þutu af botm fötunnar upp á yfirborðið; vatnið kraumaði, lyftist eins og brjóst, sem bærist í andvarpi. Dagur beygði sig niður og jók gosið á gashvernum. Gosdunurnar hækkuðu, — þó fjarlægðist allur bávaði. Kyrrð og ró draup eins og lágvært regn af upsum hússins. Dag- ur leit rannsakandi um bekki og af- greiðsluborð. Þögnin var óvenjulega tær og rík af bersögli. Og gömul hús eiga sér þögla leyndardóma. Nokkru seinna var drepið á dyr. Það var breingerningakonan. Dagur opnaði. Hún bóf ræstinguna, vann af kappi og vandvirkni. Dagur lagaði í hillunum, raðaði skóöskjum, braut saman sundurflak- andi léreftsstranga. Hann raulaði. Það vár aðeins lagleysa. Svo settist hann inn í skrifstofu, lilaðaði í miða- bókum, lagði saman talnadálka. Hreingerningakonunni sóttist verkið vel. Þegar Dagur kom aftur fram í búðina, bafði bún lokið gólf- þvottinum. Hann gekk til hennar. „Ég helli úr fötunum fyrir þig.“ Hann snaraðist út í rigninguna, bvarf í myrkrið og mugguna. Skólp- inu hellti hann niður í víkina vestan við verzlunina. A leiðinni til baka var kulið í fangið. Hann var fljótur í förum. Þá stóð bún úti ú varinhell- unni. Regnið af upsum lnissins draup í bár hennar. Hann slökkti ljósin og lokaði gömlu búðinni. Húsið varð að ólögu- legri þúst í þokunni, fullt af myrkri, kjmlega leyndardómsfullu. Þau héldu livort til síns heima. Þokan var þétt — ófst um þau eins og vot værðarvoð. NÆSTA laugardagskvöld mættust þau aftur í búðinni, Dagur afgreiðslu- maður og hreingerningakonan. „Jæja, ætli við séum nú hér tvö ein, eða eru bér fleiri eins og um síðustu helgi?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.