Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 13 stæði til boða æðsti lofstír eða æðstu metorð, sem til eru í heiminum, þá vitna ég til guðs, að ég get ekki fundið með sjálfum mér, að það mundi gleðja mig. En ef mér byðist stórfé, t. a. m. 100,000 dalir, j)á þælti mér vænt um það, að því leyti sem ég gæti þá varið því til góðs, svo ég þættist því síður skuldbundinn að lifa lengi. Þetla segi ég til að gera þer skiljanlegra með því, hvernig mér sé í skapi. En ég hef samt ekki eirð á að lýsa því eins og það er. Mig langar ekki til að lifa; því hvaða gagn er að því lífi, sem engin sæla fylgir? Mig langar ekki heldur full komlega til að deyja; j)vi hvaða sæla er í að verða að öngvu? Líf mitt er fjarri því aðvera þolanlegt; en — eins og ég sagði ])ó það gæti orðið þolanlegt (sem ekki lítur lil fyrir), j)á er mér það ekki nóg. Og J)ó er ég alltaf að berjast við að gera mér það þolanlegt. Þessi ferð átti að vera til þess. Ég hef séð margt og komið lil margra merkísborga (Stettin, Berlín, Wittenberg, Magdeburg, Leipzig, Dresden, Freiberg, Chemnitz, Prag, Wicn, Linz, Salzburg, Miincben, Er- langen, Bamberg) og þar að auki til Karlsbad og Marienbad; en ég verð nú að pína mig til að gefa þvi gaum, sem ég annars kostar hefði viljað vinna mikið til að sjá. Svona getur snúizt fyrir manni. Naumast hefði ég trúað því í skóla, að ég mundi fá tækifæri til að ferðast svona mér til skemmtunar og varla hafa annað en angur af j)ví — sem ég get þó með sanni sagt, að því leyti sem allt minn- ir mig á liðna og horfna sælu. Þú getur ímyndað þér það, hvort flest muni ekki minna mig á hana, j)ar sem við vorum saman daglega yfir lieilt ár. Og að hugsa nú til jæss, að sjá hana aldrei framar! „Ég veii öngvan meiri harm,“ segir ítalskl skáld, „en að muna horfna sælu á tíma eymdarinnar,“ og ég get sam- sinnt því fullkomlega af þungri reynslu. Lífið var orðið mér svo lélt og blítt, en hvernig er ])að nú? Ég ráfa einmana um eyðimörku kalda og dimma; enginn vindblær megnar að lífga mig, engin skíma megnar að gleðja mig. Einhver gröf á leið minni er ætluð mér; mig hryllir að sönnu ekki við henni, en ég hlakka ekki heldur til hennar. Ég tek up]) lnigs- anir mínar aftur og aftur og veit varla, hvað ég segi; en j)að sýnir þér líka, hvernig ég er: mig vantar allt fjör í sálunni, j)að er dautt af löng- um trega; þess vegna geta ekki til- finningarnar snúizt í orð — nema ])egar snöggleg örvinglun kemur yfir mig og j)rengir svo að brjósti mínu, að j)að getur ekki orða bundizt, þó ég hafi öngvan að tala við. Þó ég reyni til að gera eitthvað — skrifa eitthvað — sem vit á að vera í, j)á getur ]>að ekki haldið niðri tilfinn- ingum mínum nema lilla stund, og aldrei meira en haldið þeim niðri. Þegar ])czt lætur, ])á finn ég ])ó alltat sárleika saknaðarins eins og á botni hjarta míns. — En ég þreyti þig a þessu, Stefán minn góður, fyrirgefðu mér það. Þú geldur ])ess, að þú ert vinur minn — og þú ert þá eitthvað umbreyttur frá því sem þú varst, ef þú tekur ekki þátt í raunum mínum eins og sannvinur. Þú trúir þó varla, getur varla gert þér í hugarlund,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.