Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 22
16 SAMTÍÐIN IÐNAÐARMANNAGARÐURINN í Khöfn er á fögrum og kyrrlátum stað við Rispebjerg Parkallé (nr. 22) 1 norðvesturhluta borgarinnar. For- stöðunefnd garðsins hefur verið mjög heppin i vali garðprófasts. Því starfi gegnir cand. mag. Rikard Hornby, yfirkennari við einn af iðnskólum Hafnar, einn af lærðustu nafnasér- fræðingum Dana, en auk þess þaul- vanur að umgangast ungt fólk og mannkostamaður mikill. — Ég hitti Hornhy fyrst, er ég dvaldist í Khöfn vorið 1947 til að kynna mér tungu- málakennslu í iðnskólum borgarinn- ar. Er ég var á ferð í Khöfn í fyrra, bauð hann mér að skoða Iðnaðar- mannagarðinn og vera jafnframt gestur garðbúa á miðsumarhátíð þeirra. Hátíð þessi fór hið bezta fram. Skiptust þar á stuttar ræður, kvik- myndasýningar og vísnasöngur, og lögðu grænlenzkir garðbúar til drjúg- an skerf af því síðastnefnda. Þótti mér nýstárlegt að heyra sungin græn- lenzk ljóð og lög. Bornar voru fram rausnarlegar veitingar, og að lokn- um fyrrnefndum skemmtiatriðum var stiginn dans. ÖIl var skemmtun jiessi með miklum menningarbrag og garðbúum til sóma. Það vakti athygli, að er gleðskapurinn stóð sem hæst, bjuggust nokkrir af garðbúum til brottfarar. Var þeim árnað farar- heilla alla leið suður til Italíu, en ]>angað var ferð þeirra heitið til að kynnast ýmsu því, er að gagni mætti koma síðar á lífsleiðinni. Eru þess háttar námsfarir alsiða erlendis. Aður en hátiðinni var lokið, sýndi Rikard Hornby mér Iðnaðarmanna- garðinn hátt og lágt. Húsið er 4 hæðir auk kjallara. I kjallaranum er m. a. eldhús, stór borðsalur og setustofa, en á hverri hæð búa 22 nemendur í einbýlisherbergjum og hafa til afnota tvö te-eldhús, 11 manna „fjölskylda“ hvort. I rishæð hússins er, eins og áður var getið, rúm fyrir 35 iðnaðar- menn í 6 manna herbergjum. .Eru þau ætluð þeim mönnum, er taka þátt í mánaðarnámskeiðum á Tekno- logisk Institut og viðar. Þar gela einnig húið iðnskólakennarar, er koma til Khafnar til þess t. d. að sækja teiknikennaranámskeið. Ég bað Hornhy garðprófast að lýsa í fám orðum daglegu lífi þarna á garðinum, og fórust honum þannig orð: „Hér í háborg iðnaðaræskunnar er allajafna risið snemma úr rekkju á morgnana, enda þótt oft sé seint slökkt á leslömpunum á kvöldin. — Bjölluhljómur kveður samtímis við í öllum herbergjum, þegar mál er að vakna, og síðan hraða garðbúar sér til steypubaðanna í herbergjunum yzt á göngunum. Því næst klæða menn sig í skyndi, búa um rúm sín og laga til í herbergjunum. Að því loknu safnast 11 manna „fjölskyld- urnar“ saman í te-eldhúsunum og fá sér morgunhressingu. Því næst snar- ast garðbúar niður i kjallarann, taka hjól sín og hjóla áleiðis til skólans. Skiptast menn milli ýmissa iðnskóla horgarinnar. Þegar garðbúar koma heim aftur, venjulega kl. rúmlega 4 síðdegis, er ræstingu garðsins lokið. Það fyrsta, sem menn hyggja þá að, er, hvort komin séu bréf að heiman, en síðan

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.