Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 18
12
SAMTÍÐIN
Uinnur ^igtnundi
’.óion ,
oý nunfat*
„Ég veit öngvan meiri harm“
KONRÁÐ GÍSLASON varð fyrir þeira
harmi árið 1846 að missa unnustu sina,
unga og efnilega stúlku, er hann hafði
verið trúlofaður um skeið. Þessi at-
burður gekk honum svo nærri, að all-
lengi á eftir var liann varla mönnum
sinnandi. Bréf það, sem hér fer á eftir,
ritaði hann um þetta leyti vini sínum og
skólabróður, síra Stefáni Þorvaldssyni,
siðar prófasti í Stafholti. Lýsir það skap-
lyndi Iíonráðs, sem var alvörumaður
mikill, þó að hann hefði oft ó reiðum
liöndum hnyttni og gamanyrði, þegar bet-
ur blés. — Bréfið hefur orðið fyrir
skemmdum, og eru settir hér ...., þar
sem orð eru ólæsileg.
Berlín, 14. sept. 1846.
Hjartkæri elskulegi vinur rninn!
Ég er nú þréyttur á að reyna til
að hafa af fyrir mér með öllu móti,
það er með öðrum orðum: á því að
reyna til að flýja fyrir sjálfum mér.
Guð gæfi ég hefði þig hjá mér, elsku-
legi Stefán minn, svo ég gæti notiö
allra þeirra huggunarorða, sem vin-
átta þin til mín léti þér verða a
rnunni. Ég hef nú reynt hvorttveggja:
hæði hvað lífið getur verið óumræði-
lega sælt og livað jtað getur verið
óumræðilega ófarsælt. Mér er ekki
tamt að gráta (nema af gléði við
hlið unnustu minnar, meðan hún
lifði), en ég get nú með engu móli
tára bundizt, þegar ég hugsa eða
skrifa um ástand rnitt — og þessi
tár hafa haldið við lifi mínu allt að
þessu; en líf mitt er nú einskis vert:
ekkert gleður mig, allt er mér tóml
og dautt. Ef það væri ekki skylda
niín að lifa, vegna hins og þessa, sem
ég hef tekizt á hendur, hefði ég
samt varla látið dauða rninn dragast
svo lengi; en það er ódrengilegt að
enda ekki loforð sín, ef maður getur
það með nokkru móti. Það aftrar mér
frá að yfirgefa lífið, og hitt annað,
að hvað óumræðilega sár sem end-
urminningin er, þá get ég þó ekki
verið án hennar; en ég er hræddur
um, að þegar dauðinn kemur, þá sé
allri endurminningu lokið. Ég hef
æfinlega verið veikur að trúa, bæði
á guð og ódauðlegleikann, nema þa
stuttu stund, sem mér gekk allt að
óskum, af því ég hafði öðlazt það,
sem er ótal þúsund sinnum dýrmæt-
ara en allt annað i heiminum; en
síðan dauðinn svipti mig því, þá er,
að kalla, hver trúar neisti útkulnaður
í Iijarta mínu. Það kann að vera synd
í þínum augum; en ef þú vissir, hvað
ég hef tekið út, og hvað tek út, sí-
felldlega, í vöku og svefni, af óum-
ræðilegum söknuði, j)á mundirðu
samt vægari i dómi; því það er ekki
náttúra mín að batna við mótlætið,
hvað feginn sem ég vildi. Ég hef
æfinlega verið fúsari að gangast fyrii
góðu en fyrir illu. — Segðu mér:
hvað á ég að gera, ekki til þess að
lífið geti orðið mér þolanlegt (þvi
lif, sem er J)olanlegt aðeins, finnst
mér verra en ekkert líf), heldur til
þess J)að geti orðið mér inndælt? Mig
langar til einskis; ég sækist eftir
öngvu; ekkert gleður mig. Þó mér