Fréttablaðið - 29.12.2009, Síða 4
4 29. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
ALÞINGI Sjálfstæðismenn og fram-
sóknarmenn lögðu í gær fram
hvorir sína frávísunartillögu við
Icesave-frumvarp ríkisstjórnar-
innar. Þriðja og síðasta umræða
um ríkisábyrgð á Icesave hófst á
Alþingi í gær. Þá kom þing saman
milli jóla og nýárs í fyrsta skipti
frá árinu 1994 og í fjórða skipti á
lýðveldistímanum.
Við upphaf þingfundar var sam-
þykkt, gegn andmælum stjórnar-
andstöðunnar, að halda kvöldfund
um málið. Ríkisstjórnarmeiri-
hlutinn stefnir að því að ljúka
afgreiðslu Icesave-málsins í dag
eða í síðasta lagi á morgun. Verði
allir tímafrestir nýttir í ræðum og
andsvörum getur umræðan staðið
í allt að fjörutíu klukkustundir.
Frávísunartillaga, sem fylgir
framhaldsnefndaráliti Höskuldar
Þórhallssonar fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins, gerir ráð fyrir
því að Alþingi vísi málinu frá og
feli ríkisstjórninni „að taka upp
viðræður á nýjan leik við bresk og
hollensk stjórnvöld á grundvelli
Brussel-viðmiðanna. Leitað verði
eftir pólitískum farvegi til lausn-
ar deilumálinu eða samningsniður-
stöðu á sanngjarnari forsendum.“
Frávísunartillaga sem Kristján
Þór Júlíusson bar fram fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð
fyrir að Alþingi vísi málinu frá
og „úrslitatilraun verði gerð til að
verja hagsmuni þjóðarinnar“.
„Augljóst er að ekki er hægt
að fara í samningaumleitanir við
þessar þjóðir nema að því komi
formenn allra flokka á Alþingi,“
segir í greinargerð sjálfstæðis-
manna. Að óbreyttu beri að fella
frumvarpið. Bretar og Hollend-
ingar verði þá að láta sér lynda
„að fara með ágreining þennan í
eðlilegan lagalegan farveg fyrir
íslenskum dómstólum“.
Guðbjartur Hannesson, formað-
ur fjárlaganefndar og framsögu-
maður ríkisstjórnarmeirihlutans,
mælti fyrir samþykkt frumvarps-
ins og sagði að nú væri komið að
endalokum umræðu um Icesave.
Málið hefði fengið vandaðri og
ítarlegri meðferð en nokkurt annað
þingmál. „Við erum komin að enda-
lokum í þessu máli og verðum að
gjöra svo vel að taka afstöðu. Við
getum ekki vænst þess að aðrir
geri það fyrir okkur,“ sagði Guð-
bjartur. peturg@frettabladid.is
Icesave-umræðan
komin á lokasprett
Í fjórða skipti á lýðveldistíma kemur Alþingi saman milli jóla og nýárs. Stefnt
er að því að ljúka Icesave-umræðu í dag eða á morgun. Stjórnarandstaðan vill
frávísun. Verðum að taka afstöðu, segir formaður fjárlaganefndar.
ÞINGFUNDUR Þingmennirnir Jónína Rós Guðmundsdóttir, Helgi Hjörvar, Þráinn Bertelsson, Eygló Harðardóttir og Ragnheiður Elín
Árnadóttir hlýddu á umræður um Icesave á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
9°
1°
2°
5°
8°
6°
2°
2°
23°
10°
19°
1°
16°
-10°
13°
12°
-3°
Á MORGUN
Víða hægur vindur en
strekkingur SA-lands.
GAMLÁRSDAGUR
Víða hægur vindur en
strekkingur SA-lands.
-3 -4
-7
-6-2
-6 -6
-7
-9-8
-5
-4
-5
-9
-8
-6
-9
-4
-4
-3
-14
6
7
6
7
15
7
8
6
6
7
12
ÁRAMÓTAVEÐRIÐ
virðist ætla að
verða með besta
móti. Sunnan- og
vestanlands lítur út
fyrir hægan vind,
vægt frost og
stjörnubjart veður.
Á Norður- og
Austurlandi verður
talsvert frost en
hægur vindur.
Suðaustanlands
verður veður síst,
en þar gæti orðið
nokkuð hvasst.
Ingibjörg
Karlsdóttir
Veður-
fréttamaður
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þing-
flokksformaður VG, er komin til starfa
úr barneignarorlofi. Árni Þór Sigurðs-
son er varaformaður þingflokks VG.
ÁRÉTTINGAR
FÓLK Stefnt er að því að slá fjölda-
met í sjósundi í Nauthólsvík á
nýársdag.
Árið 2009 hófst með slíku
sjósundi í Nauthólsvíkinni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Yl ströndinni í Nauthólsvík hefur
fjöldi gesta í vetraropnun þar
stöðugt aukist á árinu. Því ætti að
vera nokkuð öruggt að fjöldamet-
ið verði slegið 1. janúar.
Hitastig sjávar í Nauthólsvík
þessa dagana er við frostmark.
- þeb
Sjósund í Nauthólsvík:
Stefna á fjölda-
met í sjósundi
NAUTHÓLSVÍK Fólki sem stundar sjó-
sund í Nauthólsvík hefur fjölgað stöðugt
á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÍTALÍA, AP Sjö manns, þýskur
unglingur þar á meðal, létu lífið
í snjóflóðum á Norður-Ítalíu á
sunnudag.
Í einu tilvikanna létust tveir
ítalskir ferðamenn þegar þeir
urðu fyrir snjóflóði í ítölsku Ölp-
unum, að sögn Carabiniery-lög-
reglunnar ítölsku. Fjórir björg-
unarsveitarmenn sem fóru í leit
að þeim létu lífið í skriðu sem féll
síðar.
Í öðru tilviki á sama svæði lést
fjórtán ára gamall þýskur piltur
þegar snjóflóð féll á hann, bróð-
ur hans og vin þeirra. Bróðirinn
slapp, en vinurinn var lagður inn
á sjúkrahús. - óká
Alpahéruð Norður-Ítalíu:
Sjö manns lét-
ust í snjóflóði
LÁTINN BJÖRGUNARMAÐUR Alessandro
Dantone, liðsmaður „Soccorso Alpino
Val Di Fassa“ björgunarteymisins er einn
þeirra sem dóu í snjóflóðum í ítölsku
Ölpunum á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍRAN Ómögulegt er að fá staðfest hversu marg-
ir hafa látist í mótmælunum í Íran, þar sem
stjórnvöld hafa takmarkað mjög starf erlendra
fréttamanna í landinu. Samkvæmt írönskum
ríkisfjölmiðlum létust átta á sunnudaginn en
umbótasinnar segja að fimmtán hafi látist.
Hundruð manna hafa verið tekin höndum.
Öryggissveitir stjórnvalda handtóku í gær
fjölda umbótasinna þar á meðal samstarfs-
menn Mirs Hosseins Mousavi, leiðtoga stjórn-
arandstöðunnar. Þá var Seyed Ali Mousavi,
frændi stjórnarandstöðuleiðtogans, myrtur í
gær og hefur ólgan vaxið eftir að þær fréttir
bárust út. Lík Seyeds Ali Mousavi var flutt af
spítalanum og er nú í vörslu öryggissveitanna.
Fulltrúar stjórnarinnar segja nauðsynlegt að
kryfja líkið til að komast nákvæmlega að því
hvað gerðist. Umbótasinnar segja þetta skrípa-
leik. Stjórn landsins sé að hindra það að Seyed
Ali Mousavi verði jarðaður að íslömskum sið
en samkvæmt honum eru látnir jarðaðir strax.
Segja umbótasinnarnir að stjórnin sé hrædd
við að jarðarförin muni leiða til enn frekari
mótmæla en þau blossuðu einmitt fyrst upp
21. desember þegar umbótasinnaði klerkurinn
Ayatolla Hoseyn Montazeri var jarðaður.
Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland
og Kanada hafa öll fordæmt aðgerðir írönsku
öryggissveitanna. Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, sagði þær ólíðandi og hvatti
stjórnvöld í Teheran til að virða almenn mann-
réttindi. - th
Öryggisveitir írönsku stjórnarinnar ganga hart fram gegn mótmælendum:
Umbótasinnar myrtir í Teheran
HÖRÐ MÓTMÆLI Mótmæli hafa blossað upp með jöfnu
millibili eftir umdeildan sigur Mahmouds Ahmadinejad
í forsetakosningunum í júní.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VÍMUEFNI Tveir Íslendingar um
tvítugt hafa setið í varðhaldi á
Spáni síðan 17. desember. Ung-
mennin voru handtekin á Bara-
jas-flugvellinum í Madríd, grun-
uð um að reyna að smygla kókaíni
frá Perú. Óvíst er hversu mikið
magn af efninu þau höfðu í fórum
sínum. Vísir.is greindi frá þessu í
gærkvöldi.
Ræðismaður Íslands í Madríd
segir í viðtali við Vísi að hann
hafi heimsótt fólkið og að það
beri sig vel. Ræðismaðurinn,
Francisco J. Pérez-Bustamante
de Monasterio, segir sjaldgæft að
Íslendingar séu handteknir fyrir
slíkt í Madríd. - kóþ
Tveir Íslendingar í varðhaldi:
Teknir með
kókaín á Spáni
GENGIÐ 28.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
234,5037
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,76 126,36
200,87 201,85
181,00 182,02
24,315 24,457
21,679 21,807
17,384 17,486
1,3734 1,3814
197,03 198,21
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Í umfjöllun um tónleika gítarleikarans
Arnaldar Arnarsonar, sem haldnir
verða á Listasafni Íslands í dag, láðist
að geta þess að spilað er til styrktar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og að
ekki verður tekið við greiðslukortum.