Samtíðin - 01.06.1956, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.06.1956, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Um 1750 var fólksfjölcli jarðar- innar talinn um 700 milljónir. Arið 1850 var hann orðinn um 1200 millj. Nú eru um 2500 millj. manna á hnettinum. Ef fjölgunin verður jafn ör og hún hefur verið að undanförnu, eru horfur á, að tala mannkynsins verði orðin 3000—3600 milljónir eftir nokkur ár. ÞAÐ ER SAGT, að ein orsökin til hinna tíðu hjónaskilnaða sé sú, að á kvöldin vilji annað hjónanna lesa, en hitt endilega slökkva ljósið og fara að sofa. Þess vegna hefur franskt bókaforlag byrjað að gefa út bækur með sjálflýsandi stöfum á svörtum pappír. Þannig hyggst það leysa þennan hjónabandsvanda. Lítill drengur heyrSist biðjast bannig fyrir: „GóSi GuS verndaSu hana mömmu mina og hann pabba niinn og hana litlu systur mina og hann afa minn og ömmu og hann Jón frænda. Og fyrir alla muni, GuS, niundu eftir a£j vernda sjálfan þig Uka, því annars br úti um okkur öll.“ Telpa kom heim úr skólanum meS bær fréttir, aS kennarinn væri mikiS veikur og ætti hún því fri. „Þú hefur auSvitaS orSiS sorg- niædd, þegar þú heyrSir, aS kennar- inn væri veikur,“ sagSi móSir hennar. „Já, mamma, en ekki gat ég þó aS bvi gert aS klappa svona í huganum.“ 0RL0F VlSAR VEGINN pERÐASKRIFSTOFAN O R L O F H.F. ^afnarstræti 21. Reykjavík. Sími 82265. (ju&mundur ICfSiO 5. fiáttur SKÁK 1 APRlLÞÆTTINUM minntist ég örlítið á orð og orðtök úr skákmáli. Þróun skákarinnar krefst stöðugt nýrra heita og orðtaka. Oft er örðugt að finna heppileg orð, en stundum koma þau í leitirnar eftir dúk og disk. Þannig var það um orðið kom- bination. Skákmenn voru í vandræð- um með það árum saman, rituðu það innan gæsalappa eða stafsettu það þannig, að það yrði íslenzkulegra á svipinn. Ymsar tillögur komu um ný- yrði, en engin þeirra náði festu, unz einhver snjall maður kom með orðið leikflétta. Þetta orð fellur vel að hugs- uninni og sómir sér vel í íslenzku. Sögnin kemur sjálfkrafa: að flétta leiki, og ekki er ósennilegt, að orðið eigi eftir að styttast og verða flétta. Orðið.er venjulega notað um leikja- röð, sem er tengd saman eða fléttuð af sömu hugsun. En önnur orð bíða síns fæðingartíma ennþá, meðal annars nöfn á tveimur höfuðþáttum skáklistarinnar: strate- gía og taktík. Strategían fjallar um hin víðtæku sjónarmið: hvað gera skuli, að hverju beri að stefna; takt- íkin veit hins vegar að einstökum at- riðum og framkvæmd þeirra. Á henn- ar sviði eru leikflétturnar. Um þessa tvo höfuðþætti: markmið og leiðir, eða hvað og hvernig eigum við enn engin orð í íslenzku, svo að hér er viðfangsefni fyrir orðhaga menn. Annað þýðingarmikið orð í skák- máli er blokade: sú aðferð að loka

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.