Samtíðin - 01.06.1956, Blaðsíða 7
5. heíti 23. árg,
Nr. 223
Júní 1956
TlMARIT TIL SKEMMTUNAR OG FRÓÐLEIKS
SAMTIÐIN keniur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð-
ur Skúlason, Reykjavik, sími 2526, pósthólf 75. Árgjaldið, 45 kr. (erl. 55 kr.), greiðist
fyrirfram. Áskriftir miðast við siðustu áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka í Bæk-
ur og ritföng hf., Austurstræti 1. — Félagsprentsmiðjan hf.
yyjaynúi \Jíý(undiion rœ&iima&ur :
Áburðarverksmiðjan og landbúnaðurinu
VIÐ HÖFUM beðið einn af mikilvirk-
ur hi Iðnrekendum þjóðar vorrar, Magnús
ræðlsir.ani'.s Víglundsson, sem jafnframt
er stórbóndi á föðurleifð sinni, Höfða í
Biskupstungum, er hann hefur ásamt
systkinum sinum breytt í nýtízku höfuð-
ból, að rita forustugrein þessa heftis.
Hann kaus ræktunarmálin og fórust þann-
ig orð:
íslendingum hefir löngiim verið ljóst,
að mikill og góður heyafli væri helzta
undirstaðan undir velgengni islenzks land-
búnaðar. Og þegar langir og harðir vetur
urðu þess valdandi, að búfénaður gekk
•lla undan vetri eða jafnvel féll af fóður-
skorti, var afkomu bænda og raunar þjóð-
arinnar allrar jafnliliða stefnt i fulla tví-
sýnu.
Vonin uni að geta fært út túnin, svo að
stunda mætti heyskapinn að verulegu
leyti á ræktuðu landi hafði löngum vakað
* huga islenzkra bænda. Til þess að sú von
Uiætti rætast var þó margra hluta vant,
en þó fyrst og fremst bættra skilyrða til
öflunar áburðar.
Er aðrar þjóðir hófu fyrir nokkrum ára-
tugum að framleiða tilbúinn áburð úr
•oftinu við raforku frá fallvötnum, vakn-
aði sú von í huga framsýnna manna, að á
íslandi væru einnig möguleikar til að hag-
nýta orku íslenzkra fossa og fallvatna til
R’amleiðslu á tilbúnum áburði. Með þeim
framkvæmdum skyldi íslenzkur Iandbún-
aður leystur úr viðjum kyrrstöðu og úr-
ræðaleysis, og var mönnum framtak og
reynsla frænda okkar, Norðmanna, ofar-
lega í huga til fyrirmyndar.
Sá úr hópi fslendinga, er flesta mögu-
leika eygði og mestan metnað hafði fyrir
fslands hönd í þessum efnum, var þjóð-
skáldið Einar Benediktsson. Hann var ekki
í minnsta vafa um, að
„frjómögn lofts má draga að blómi og
björk, — já, búning
hitans sníða úr jökulsklæðum“. —
Og nú er spádómurinn, sem felst í þess-
um ljóðlinum, orðinn að veruleika í lífi is-
lenzku þjóðarinnar. Þúsandir heimila í
sveit og við sjó njóta nú birtu og yls frá
virkjaðri orku islenzkra fallvatna, en auk
þess hefir raforkan verið íslenzkum iðn-
aði Iyftistöng til margháttaðra framfara
og aukinnar starfsemi.
Og stærsta iðnfyrirtækið, sem rekið er
með orku frá íslenzku raforkustöðvunuin,
er einmitt Áburðarverksmiðjan, sem nú
liefir verið rekin um nokkurt skeið. Hefir
sú reynsla, sem þegar er fengin af starf-
semi verksmiðjunnar, sannað, að Einar
Benediktsson og aðrir góðir fslendingar,
er í öndverðu börðust fyrir að stofna til
áburðarframleiðslu hér, höfðu lög að
mæla.
ýlargir aðilar sameinuðu krafta sína til