Samtíðin - 01.06.1956, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
13
ar með baðmull, vættri í eter. Hún
fann hvassa nálstunguna, og í sömu
andránni var liann setztur andspænis
henni. Það var nú fyrst sem hann
starði í augu henni, og um leið varð
hún gripin unaðslegri magnleysis-
værð. Rödd lians var mjúk og lág.
„Ég vil, að þér verðið máttlaus,
sofnið og látið yður dreyma. Þér eig-
ið að lýsa því, sem yður dreymir.
Látið ekkert framhjá yður fara. Lýs-
ið þér öllu. Þér eigið að verða mátt-
laus, láta yður dreyma, vera máttlaus
... sofna ... dreyma.“
Hún var sofnuð, en augu hennar
voru galopin. Þau störðu í augu lians.
Eftir fáein andartök fór hún að tala.
Hann hlustaði með athygli.
„Ég stend fyrir utan garðshlið með
rimlagrind. Bak við mig er mj ór veg-
ur uppi í sveit og handan lians slcóg-
ur ok akrar. Ég er að horfa á hús,
sem stendur á lítilli hæð og er um-
kringt illa hirtum garði. Það er ekk-
ert að húsinu. Það er einmitt svona
hús, sem mig hefur ávallt vanliagað
Um. Við dyrnar standa rósatré, og
það eru tveir kvistgluggar á húsinu.
Veggirnir eru úr steini og eru sums
staðar þaktir grænum skriðjurtum.
Reykjarstrók leggur upp úr stromp-
inum, sem er úr rauðum tígulsteini.
„Ég opna hliðið og geng upp stíg-
inn áleiðis til hússins. Ég er að velta
þvi fy rir mér, hvort það muni vera
til sölu, því ef svo væri, er ég alveg
staðráðin í að kaupa það, hvað sem
það kostar. Ég sé í anda, hve vistlegt
<ig gæti gert það, ef ég ætti það.
Nú stend ég við dyrnar, sem eru
nieð fornlegum dyrahamri úr málmi.
drep á dyr og doka við. Enginn
svarar, svo ég ber aftur. Nú heyri
ég fótatak.
Dyrnar opnast liljóðlega, fyrir
framan mig stendur gamall maður.
Hann er lotinn í herðum, fölur og
magur. Bersköllóttur er hann, og
klunnaleg eyrun standa út úr höfð-
inu. Hann glápir á mig stórum, ótta-
slegnum augum. Máttlaus munnur-
inn opnast, og þá tek ég eftir því, að
liann titrar eins og lauf í vindi. Ég
sé, að hann er náfölur. Það er eins
og ég horfi framan í lík með upp-
glennt augun. Stundarkorn steinþegj-
um við bæði.
Það fer kynlegur hrollur um mig
alla, og ég er pínulítið smeyk við
karlinn, en samt spyr ég liann, hvort
ég megi líta á húsið. Hann anzar þvi
engu, en hörfar aftur á bak og opn-
ar hurðina betur. Ég tek þetta svo,
að hann sé að bj óða mér inn og vind
mér inn í húsið. Ég skunda framhjá
öldungnum, sem stendur kyrr við
opnar dyrnar og gerir sig ekki lík-
legan til að veita mér eftirför.
Ég geng inn i herbergin á fyrstu
hæð og athuga þau hvert af öðru. Þau
eru alveg eins og ég mundi helzt á
kjósa. Svo fer ég upp á loft og lít á
svefnherbergin. Ég kem að stórri
stofu, þar sem ekkert er inni, vegg-
irnir eru berir og ekkert teppi á gólf-
inu. Gluggar eru þar á tveimur veggj-
um, og mundi þetta vera prýðileg
vinnustofa. Ég geng inn í stofuna, og
þegar ég var koniin inn í hana miðja,
missi ég hanzkann minn á gólfið. Það
er brúnn skinnhanzki, og stafirnir
mínir eru saumaðir innan í liann.
Þótt undarlegt megi virðast, liirði ég
ekki um að taka upp hanzkann, enda