Fréttablaðið - 29.12.2009, Side 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Hinn 28. desember 1986 var Aðal-
björg Guðgeirsdóttir farþegi í bíl á
leið út á Keflavíkurflugvöll. Mikil
hálka var á leiðinni og ekki vildi
betur til en svo að bíllinn skrik-
aði til og lenti í árekstri með þeim
afleiðingum að Aðalbjörg, sem ekki
var með bílbeltið spennt, kastað-
ist út úr bílnum. „Ég flaug út um
framrúðuna og hafnaði úti í hrauni;
lá þar í einar 45 mínútur áður en
sjúkrabíll kom og flutti mig á bráða-
móttökuna,“ minnist Aðalbjörg sem
hlaut mænuskaða í bílslysinu.
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um það að líf Aðalbjargar gjör-
breyttist eftir þetta. Hún hefur
meðal annars verið í stífri sjúkra-
þjálfun síðan þá og þrátt fyrir að
hafa endurheimt að einhverju leyti
kraftana í fótunum er hún að mestu
bundin hjólastól.
Fyrir tveimur árum sótti Aðal-
björg svo um hjá Hjálpartækja-
miðstöð Tryggingastofnunar að fá
greitt af viðbótartæki við hjólastól
sinn, svokallað Speedy-Duo2 tæki,
sem auðveldar notendum alla úti-
vist og hreyfingu. Aðalbjörgu var
hins vegar synjað á þeim forsend-
um að fötlun hennar væri ekki „af
réttum toga“ eins og hún kemst að
orði. „Nei, ég hefði meðal annars
þurft að vera offitusjúklingur, eða
með blóðþynningu eða blóðrásar-
vanda,“ segir hún og getur ekki
stillt sig um að hlæja að úrskurð-
inum.
Hagur Aðalbjargar vænkaðist
hins vegar þegar Lionsklúbburinn
Freyr kom henni nýlega til aðstoð-
ar og fjármagnaði að mestu kaup
á fyrrnefndu viðbótartæki. „Þeir
gerðu þetta fyrir mig ásamt nokkr-
um afar góðhjörtuðum einstakling-
um,“ útskýrir Aðalbjörg og bætir
við að Soroptimistaklúbbur Graf-
arvogs hafi að auki styrkt hana um
kaup á nýjum og betri sveifum á
hjólið hennar. Hún segir að algjör
bylting hafi orðið á lífi sínu eftir
það.
„Maður kemst hraðar um; nú get
ég til að mynda fylgt dóttur minni
lengra en áður. Síðan fæ ég miklu
meiri hreyfingu og þarf því minna
á lyfjum að halda við spasma í
vöðvum. Þetta veldur því að maður
er heilbrigðari í alla staði. Áður
fyrr þurfti ég til dæmis alltaf að
byrja á léttum lóðum þegar ég fór
í sjúkraþjálfun á veturna en vegna
aukinnar hreyfingar er ég orðin
sterkari í alla staði. Svona tæki
getur því skipt sköpum fyrir fólk
í minni aðstöðu.“ roald@frettabladid.is
Kemst hraðar yfir og nýt-
ur betur útiveru og lífsins
Aðalbjörg Guðgeirsdóttir lenti í slæmu bílslysi fyrir 20 árum og hefur síðan þá verið bundin við hjólastól.
Nýlega fékk hún gefins viðbótartæki við hjólastól sinn sem auðveldar henni alla útivist og hreyfingu.
Með viðbótartækinu á hjólastólnum kemst Aðalbjörg nánast allra sinna ferða og nýtur betur útiveru en áður.
MYND/JÓNA SIGÞÓRSDÓTTIR
ENDURVINNSLUSTÖÐVAR SORPU eru opnar á
gamlársdag frá 10 til 12 en lokað er á nýársdag. Venju-
legur opnunartími verður laugardaginn 2. janúar en þá er
opið frá 10 til 18.30. www.sorpa.is
www.elin.is
Bæjarhrauni 2 Hfj.
Sími: 696 4419
Rope Yoga
Námskeið hefjast 4. janúar
Auglýsingasími
– Mest lesið