Fréttablaðið - 29.12.2009, Page 20
29. desember 2009 ÞRIÐJU-
DAGUR
2
Sálmurinn Nú árið er liðið í aldanna skaut er
gjarnan sunginn um áramót. Sálminn orti séra Valdimar
Briem árið 1886. Hann er gjarnan sunginn við lag eftir
Andreas Peter Berggreen.
Gamlársdagur er samkvæmt greg-
oríska tímatalinu síðasti dagur alm-
anaksársins. Hefðirnar á gamlárs-
kvöld eru mismunandi eftir löndum
en þær snúast í öllu falli um að
minnast gamla ársins og líta fram
til hins nýja. Víða fara flugeldar á
loft og gjarnan er kampavín á borð-
um.
Í Sydney kemur rúm ein og hálf
milljón manna saman og horfir á
flugeldasýningu yfir hafnarbrúnni
í Sydney og stendur hún í allt að 25
mínútur. Þetta er fjölmennasti sam-
fagnaður á gamlárskvöld sem um
getur. Að flugeldasýningunni lok-
inni má síðan hlýða á tónlistaratriði
víðs vegar um hafnarsvæðið.
Lundúnabúar fjölmenna margir
við Big Ben, klukkuturn Westmin-
ster-hallar, og brjótast út mikil
fagnaðarlæti þegar klukkan slær
tólf. Hópurinn syngur gjarnan Auld
Lang Syne, þjóðlag við ljóð eftir
Robert Burns, og mætti þýða heiti
þess sem löngu liðnar stundir.
Í New York mætir fjöldi fólks á
Times Square þar sem er sungið
og fagnað. Klukkan 23.59.00 byrj-
ar stærðarinnar kúla úr Waterford-
kristal, sem vegur um 485 kg, að
síga niður stöng á toppi byggingar-
innar One Times Square og stað-
næmist hún á miðnætti við mikinn
fögnuð. Atburðinum er sjónvarp-
að um allan heim og er fyrirmynd
sams konar hefða víða annars stað-
ar.
Á eyjunni Madeira sem tilheyrir
Portúgal er mikið sprengt en þar
fór fram viðamesta flugeldasýning
sem haldin hefur verið 31. desem-
ber árið 2006. Sýningin stóð í átta
mínútur og var 66.326 flugeldum
skotið á loft sem gerir um 8.000
flugelda á mínútu. vera@frettabladid.is
Talið niður í miðnætti
á gamlárskvöld er víða safnast saman á götum úti og talið niður í miðnætti. Sums staðar hafa þekkt
kennileiti orðið að samkomustað og á það við í ástralíu, new York, París og london svo dæmi séu tekin.
Viðamesta flugeldasýning sem haldin
hefur verið fór fram á eyjunni Madeira
31. desember árið 2006.
Þekkt kennileiti hafa sums staðar orðið að samkomustað. Hér er sprengt við Eiffel-
turninn í París.Lundúnabúar fjölmenna margir við Big Ben, klukkuturn Westminster-hallar.
Í New York mætir fjöldi fólks á Times
Square og telur niður í miðnætti.
Í Sydney kemur rúm ein og hálf milljón
manna saman og horfir á flugeldasýn-
ingu yfir hafnarbrúnni. NordicPHoToS/gETTY
Eingön
gu
tertur
!
Kóngurinnverður á staðnum!Opnunartímar:Mánudagur 28.des 10-22Þriðjudagur 29. des 10-22
Miðvikudagur 30. des 10-22
Gamlársdagur 31.des 10-16