Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 20
 29. desember 2009 ÞRIÐJU- DAGUR 2 Sálmurinn Nú árið er liðið í aldanna skaut er gjarnan sunginn um áramót. Sálminn orti séra Valdimar Briem árið 1886. Hann er gjarnan sunginn við lag eftir Andreas Peter Berggreen. Gamlársdagur er samkvæmt greg- oríska tímatalinu síðasti dagur alm- anaksársins. Hefðirnar á gamlárs- kvöld eru mismunandi eftir löndum en þær snúast í öllu falli um að minnast gamla ársins og líta fram til hins nýja. Víða fara flugeldar á loft og gjarnan er kampavín á borð- um. Í Sydney kemur rúm ein og hálf milljón manna saman og horfir á flugeldasýningu yfir hafnarbrúnni í Sydney og stendur hún í allt að 25 mínútur. Þetta er fjölmennasti sam- fagnaður á gamlárskvöld sem um getur. Að flugeldasýningunni lok- inni má síðan hlýða á tónlistaratriði víðs vegar um hafnarsvæðið. Lundúnabúar fjölmenna margir við Big Ben, klukkuturn Westmin- ster-hallar, og brjótast út mikil fagnaðarlæti þegar klukkan slær tólf. Hópurinn syngur gjarnan Auld Lang Syne, þjóðlag við ljóð eftir Robert Burns, og mætti þýða heiti þess sem löngu liðnar stundir. Í New York mætir fjöldi fólks á Times Square þar sem er sungið og fagnað. Klukkan 23.59.00 byrj- ar stærðarinnar kúla úr Waterford- kristal, sem vegur um 485 kg, að síga niður stöng á toppi byggingar- innar One Times Square og stað- næmist hún á miðnætti við mikinn fögnuð. Atburðinum er sjónvarp- að um allan heim og er fyrirmynd sams konar hefða víða annars stað- ar. Á eyjunni Madeira sem tilheyrir Portúgal er mikið sprengt en þar fór fram viðamesta flugeldasýning sem haldin hefur verið 31. desem- ber árið 2006. Sýningin stóð í átta mínútur og var 66.326 flugeldum skotið á loft sem gerir um 8.000 flugelda á mínútu. vera@frettabladid.is Talið niður í miðnætti á gamlárskvöld er víða safnast saman á götum úti og talið niður í miðnætti. Sums staðar hafa þekkt  kennileiti orðið að samkomustað og á það við í ástralíu, new York, París og london svo dæmi séu tekin. Viðamesta flugeldasýning sem haldin hefur verið fór fram á eyjunni Madeira 31. desember árið 2006. Þekkt kennileiti hafa sums staðar orðið að samkomustað. Hér er sprengt við Eiffel- turninn í París.Lundúnabúar fjölmenna margir við Big Ben, klukkuturn Westminster-hallar. Í New York mætir fjöldi fólks á Times Square og telur niður í miðnætti. Í Sydney kemur rúm ein og hálf milljón manna saman og horfir á flugeldasýn- ingu yfir hafnarbrúnni. NordicPHoToS/gETTY Eingön gu tertur ! Kóngurinnverður á staðnum!Opnunartímar:Mánudagur 28.des 10-22Þriðjudagur 29. des 10-22 Miðvikudagur 30. des 10-22 Gamlársdagur 31.des 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.