Fréttablaðið - 29.12.2009, Side 34

Fréttablaðið - 29.12.2009, Side 34
 29. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR Illa lukkuð veisla getur breyst í vel lukkaðan mannfögnuð með réttu leikjunum. Áramótanna er alltaf beðið með eftirvæntingu. Flestir ætla að gera sér glaðan dag og enn glað- ari nýársnótt þegar töfrar tíma- mótanna sindra enn þá í glæðum stjörnuljósanna. Miklar vænting- ar eru yfirleitt gerðar til gleðskap- ar á gamlárskvöld og vonbrigðin því oft mikil þegar veislan stend- ur ekki undir væntingum. Mæðu- legum mannfagnaði má hins vegar bjarga glettilega fyrir horn ef veisluhaldarinn er vel undirbú- inn og lumar á nokkrum leikjum til að létta lund veislugesta. Fæst- ir leikir þarfnast flókins undirbún- ings, yfirleitt er almennur húsbún- aður og veisluföng og skreytingar nóg til að byrja á skemmtilegum leik. Verðlaunin birtast vonandi í bættum gleðskaparanda en góðir gestgjafar hafa stundum líka hugs- að fyrir verðlaunapeningum, bik- urum og jafnvel kórónum handa sigurvegurum. Aðalmálið er að skemmta sér hið besta. - bb Leikur í stjörnuljósum ● STÓLALEIKURINN er sígild skemmtun kyn- slóðanna. Hann felst í því að stólum er raðað í hring og skulu þeir vera einum færri en þátttakendur. Allir raða sér kringum stólana en mega aldrei snerta þá með höndunum. Tónlist er sett í gang og allir eiga að hlaupa kringum stólana. Þegar tón- listin þagnar eiga allir að setjast og sá sem ekki fær sæti er úr. Stólum er fækkað um einn og leikurinn heldur áfram. Sá sem situr í síðasta stólnum vinnur. Hægt er að útfæra þennan leik á ýmsan hátt, til dæmis með því að hafa púða á gólfinu sem á að ganga eða hlaupa í kringum sem gerir það erfiðara að setjast. Einnig geta verið glös eða súkku- laðimolar á borði sem þarf að tæma eða snæða (alltaf einum færri en þeir sem taka þátt í leiknum) svo að sigurvegaranum gæti orðið nokkuð bumb- ult undir lokin. ● BLÖÐRULEIKIR eru til í ýmsum útgáfum. Ein útgáf- an gengur út á það að binda blöðru við annan fótinn á leik- endum og svo á að reyna að sprengja blöðruna hjá hinum. Sá vinnur sem er með sína blöðru ósprengda. Líka má keppa í því að halda blöðru á lofti með höfðinu, jafnvel bara nefinu. Svo má líka dansa saman tvö og tvö með blöðru á milli sín. Blöðruna má ekki snerta með hönd- unum og það er skylda að dansa í takt við tónlistina. Lögin verða svo taktfastari eftir því sem á leikinn líður en það par er úr leik sem missir blöðruna. Góð leið til að kynnast fólki. ● SVO MÁ AUÐVITAÐ SPILA Á SPIL alla nýársnóttina ef vill. Svarti-Pétur, lauma, veiðimað- ur og rommí eru allt saman góð og gegn spil sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir en svo má líka spila bridds eða póker til að gera leikinn meira spennandi. ● GRÍMUPARTÍ á gamlárskvöld getur ekki klikkað. Þá er líka hægt að færa út hugmyndina með því að hafa eins og eina morðgátu í gangi. Þá er gott að vera búinn að senda gestunum persónurnar áður svo þeir geti undirbúið sig og komið í búningi sem passar fyrir per- sónu sína. Gátan gerist svo á afmörkuðum stað þang- að sem ákveðið fólk er boðað í einhverjum tilgangi, til dæmis áramótapartí. Allir eiga sína forsögu og vilja ná einhverjum árangri, kannski ná að kyssa alla karlmenn í partíinu eða fá að minnsta kosti tíu sopa úr glösum annarra gesta. Einn er svo morðinginn og hann eða hún drepur með einhverri fyrirfram ákveðinni aðferð, til dæmis blikkar morðinginn gesti eða festir á þá lím- miða svo lítið beri á. Þegar einhver hefur verið drepinn er hann úr leik og þarf að setjast hjá hinum fórnarlömb- unum og halda partí. Eftirlifandi gestir geta svo reynt að bjarga lífi sínu með því að finna út hver morðinginn er þangað til hann er einn uppistandandi. Skemmtilegur leikur sem þarfnast ákveðins undirbúnings og gengur síður upp í „opnu“ partíi þar sem gestir eru alltaf að koma og fara. ● HOLLINN SKOLLINN er góður og gegn íslenskur leikur. Þá er bundið fyrir augun á einum þátttak- anda, honum snúið í hringi og farið með þuluna „Hollinn skollinn sitt á hvoru horni, aldrei skaltu finna mig fyrr en á laugardagsmorgni.“ Skoll- inn á svo að reyna að klófesta hina sem stríða honum óspart. Þegar og ef honum eða henni tekst að ná ein- hverjum verður hann eða hún skoll- inn næst. ● TORTILLU-PITSA Fljót- leg og auðveld leið til að búa til þunnbotna pitsu er að nota tortilla-kökur fyrir pitsubotn. Pitsusósa er borin á botninn, og rifnum osti stráð yfir og því næst er áleggið sett á. Pitsan er hituð í ofni í nokkrar mínút- ur við 200 gráðu hita eða þar til osturinn er bráðinn. Ágætt er að hafa undir- og yfirhita á ofn- inum. Tortillu-bökur er hægt að geyma í frysti og kippa þeim út þegar á þarf að halda. En það tekur bara nokkrar sekúndur að þýða þær á pönnu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.