Samtíðin - 01.07.1958, Blaðsíða 20
16
SAMTÍÐIN
nema nýtt land á sviði kveðskapar.
1 kvæSum hans er víSa fegurð, hreyf-
ing (jafnvel listdans) og næm lita-
skynjun, — en það þarf kjarnorku-
menn til að færa út landmörk íslenzks
kveðskapar eftir meira en þúsund
ára bardús allrar þjóðarinnar á því
sviði.
Ilitt skáldið, Þorsteinn Jónsson frá
Hamri i Borgarfirði, er sagður að-
eins 19 ára, en liefur þegar náð furSu-
legu valdi á kveðskaparíþróttinni og
fer sinar eigin götur, að því er virð-
ist óháður ákveðnum fyrirmyndum.
Þorsteinn nefnir bók sina 1 svörtum
kufli. Hann á sér djúphyggju (sbr.
kvæðið Bergnumin grátsonnetta (hls.
18), er þegar orðinn margs vís af
lestri góðra hóka og er skemmtilega
ferskur og ósmeykur, eins og sjá má
af þessum línum (hls. 13):
vér menn erum maðkar einir
og morknum í deyfð og gleymsku,
ef enginn hneykslast á oss
í dögun.
Sigurður Breiðfjörð fær hér kvæði
samboðið minningu sinni og ort er
af næmleik um Gunnlaug ormstungu.
Greinar í óbundnu máli innan um
kvæðin (e. k. mottó fyrir þeim) orka
tvímælis. Hitt virðist auðsætt, að sveit
horgfirzkra skálda hafi nú bætzt efni-
legur liðsmaður.
S. Sk.
Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá
Nordisk Brandforsikring A/S.
Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7.
Reykjavjk, Sími 13569. Pósthólf 1013.
177. krossgáta
! 3 t 5
l<Ó)(g t; mé 7
Í<'5)f0) célí m 9
lo u
13 (§)(§; nn
14 m íii(@ 15 16 í<5)(0! i(é
ii
LÁRÉTT: 1 Láta vel að, 6 segja fyrir,
7 í söng, 9 lagfæring, 10 heyrðist óhljóð,
13 rykið, 14 tveir eins, 15 ílát, 17 titill.
LÓÐRÉTT: 2 háreysti, 3 rólegheit, 4
setja niður, 5 holan, 7 veiðarfæri, 8 karl-
mannsnafn, 9 þvær, 11 hnöttur, 12 op, 16
gróður.
RÁÐNING
á 176. krossgátu í seinasta hefti.
LÁRÉTT: 1 Seinn, 6 slá, 7 au, 9 urð,
10 spunnin, 13 súran, 14 il, 15 sin, 17 finna.
LÓÐRÉTT: 2 Es, 3 illur, 4 ná, 5 Guðný,
7 Ari, 8 essið, 9 unnin, 11 púl, 12 Nasi, 16
NN.
,,Eg fylgi aldrei stúlku heim, þeg-
ar ég er fullur.“
„Af hverju ekki?“
„Þá á ég svo erfitt með að rata.“
„Hjónaband verður bezt, þegar
maður giftist fattegri konu og góðri
húsmóður.“
„Það kalla ég nú ekki hjónaband,
heldur tvíkvæni.“
Radartæki, Asdictæki, Dýptarmælar, Dýpt-
armælapappir, Segulbandstæki, Segul—
bönd, Kvikmyndavélar, Útvarpsviðgerðir.
FRIÐRIK A. JÓNSSON
Simi 1-41-35. Garðastræti 11. Reykjavík.