Samtíðin - 01.07.1958, Blaðsíða 7
6. hefti 25. árg,
IMr. 244
Júií 1958
SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð-
ur Skúlason, Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið, 55
kr. (erl. 65 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöld-
um veitt móttaka í Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf.
Wr. Schtveiízer varar við hgaraarhuspreasggani
MANNVINURINN, ilr. Albert Schweitz-
er, skoraði fyrir rúmu ári á stórveldin að
stöðva kjarnorkusprengingar 5 tilrauna-
skyni. Nú hefur þessi heimskunni friðar-
sinni enn sent hervæðingarríkjunum ekki
færri en þrjár orðsendingar undir sam-
úeitinu: FRIÐUR EÐA KJARNORKU-
STYRJÖUD. Hin fyrsta varar einkum við
hættulegum geislaverkunum. Inntak
hennar er m. a. á þessa ieið:
í apríl sl. ár vakti ég ásamt fleirum
Uiáls á því, hve mikil hætta stafaði af
hjarnorku- og vetnissprengjutilraunimi,
vegna þess hve andrúmsloftið og jörðin
eitraðist af þeim. Við kröfðumst þess, að
t>au ríki, sem ættu kjarnorkusprengjur,
byndust samtökum imi að hætta þegar í
stað öllum tilraunum með þær. Þá var
enn von til, að svo yrði, en illu heilli liafa
herveidaráðstefnur, sem siðan hafa fjall-
að um þessi mál, farið út um þúfur.
Schweitzer vísar eindregið á bug blekk-
mgum um svonefndan hreinleik vetnis-
sprengjanna, þ. e. að þær valdi ekki skað-
legum geislaverkummi. Hann bendir á,
að kveikja þeirra sé þó úr úran 235, er
jafnaði Hiroshima við jörðu. Enn er ó-
sannað mál, hve mikið geislavirkt magn
•'iaðurinn þolir. Árið 1930 héldu menn, að
hann þyldi 100 einingar á ári. Nú er sú
tala komin niður í 5! Hættan stafar ekki
einungis af geislum þeim, er falla á hör-
Und mannsins, þvi að það verndar hann
furðu vel gegn þeim. Miklu geigvænlegri
er geislavirk fæða. Úr henni safnast eit-
urefni í innyflin. Fyrir þeim er fólk varn-
arlaust. Strontium 90 er hættulegasta
geislavirka eitrið. Það safnast í beinvef-
ina, sendir skaðvænleg áhrif frá mæn-
unni og veldur banvænum blóðsjúkdóm-
um. Verst leikur það frumur kynfær-
anna. Áhrif þess munu koma í ljós, eftir
'að 2—3 næstu kynslóðir eru látnar. Mun
þá fjöldi vanskapaðra barna fæðast.
Schweitzer bendir á, að áróðurinn fyrir
kjarnorkusprengjunum liafi vérið brotinn
á bak aftur með yfirlýsinu dr. U. Paulings
til Sameinuðu þjóðanna 13. jan. sl., und-
irritaðri af 9235 vísindamönnum frá fjöl-
mörgum löndimi. Þar var varað við fæð-
ingum vanskapaðra barna í framtíðinni
vegna erfðasjúkdóma af völdum geisla-
verl^ana. Sclwveitzer segir: Við getum
ekki liaft á samvizkunni, að börn, haldin
alvarlegustu andlegum og likamlegum
sjúkdómxun, fæðist, svo að þúsundum
skiptir í þennan heim, einungis vegna
þess að við höfum ekki verið á verði gegn
liættunni. Þeir einir, sem ekki hafa verið
sjónarvottar að fæðingu vanskapaðs
barns, ekki hafa heyrt harmakvein móð-
ur þess né séð skelfingu liennar, geta vog-
að sér að mæla með þeirri áhættu, sem
frekari kjarnorkusprengingar hljóta að
hafa í för með sér. Hættan af þei.m niun
aukast sjálfkrafa, því að allt að 15 ár líða,