Fréttablaðið - 29.12.2009, Side 50

Fréttablaðið - 29.12.2009, Side 50
30 29. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI „Ég var á fundi með for- ráðamönnum Lemgo og eftir það er endanlega ljóst að ég fer frá félaginu næsta sumar,“ sagði Logi Geirsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Samningur hans við félagið rennur þá út og hann verður ekki endurnýjaður. „Ég er búinn að vera hér í sex ár og þetta er því fínn tími til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er dottinn í meðalmennskuna hérna og orðinn mubla í bænum. Það þýðir að tími er kominn á ný ævintýri,“ segir Logi sem vildi upphaflega komast frá félaginu eftir Ólympíuleikana en varð ekki að ósk sinni þá. Lemgo er í fjárhagskröggum og reynir að létta á launaliðnum þessa dagana. Góðir og dýrir leikmenn eru á förum og í staðinn er félagið að kaupa minni spámenn. Á fundi Loga með forráðamönn- um félagsins kom fram sú krafa félagsins að hann spilaði ekki með íslenska landsliðinu á EM. Það tók landsliðsmaðurinn ekki í mál og hann ætlar að gera allt sem hann getur til þess að hjálpa landsliðinu í Austurríki. Hvað tekur svo við hjá Loga næsta sumar? „Það er allt óráðið. Ég held öllum möguleikum opnum. Það kemur allt til greina, meira að segja Ísland. Ég er alveg nógu bilaður til að taka upp á því að koma til Íslands í eitt ár og hlaða rafhlöð- urnar,“ segir Logi léttur. Lemgo verður því Íslendinga- laust á næstu leiktíð þar sem félag- ið ætlar ekki að endurnýja samn- inginn við Vigni Svavarsson. - hbg Lemgo vill ekki að Logi Geirsson spili á EM í janúar: Logi á förum frá Lemgo HVERT SKAL HALDA? Logi heldur öllum möguleikum opnum. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Enska úrvalsdeildin Blackburn - Sunderland 2-2 0-1 Darren Bent (51.), 1-1 Morten G. Pedersen (52.), 1-2 D. Bent (64.), 2-2 El Hadji Diouf (76.). Chelsea - Fulham 2-1 0-1 Zoltan Gera (3.), 1-1 Didier Drogba (72.). Everton - Burnley 2-0 1-0 James Vaughan (82.), 2-0 Steven Pienaar (91.). Stoke City - Birmingham 0-1 0-1 Cameron Jerome (49.). Tottenham - West Ham 2-0 1-0 Luka Modric (10.), 2-0 Jermain Defoe (80.), 2-0 Jermain Defoe (81.) Wolves - Manchester City 0-3 0-1 Carlos Tevez (33.), 0-2 Javier Garrido (69.), 0-3 Carlos Tevez (86.). STAÐA EFSTU LIÐA Chelsea 20 14 3 3 45-16 45 Man. United 19 13 1 5 40-18 40 Arsenal 18 12 2 4 47-20 38 Tottenham 20 11 4 5 42-22 37 Aston Villa 19 10 5 4 29-17 35 Man. City 19 9 8 2 38-27 35 Birmingham 20 9 5 6 20-18 32 Liverpool 19 9 3 7 36-25 30 Fulham 19 7 6 6 24-19 27 Sunderland 20 6 5 9 28-31 23 Everton 19 5 7 7 26-32 22 Stoke City 19 5 6 8 15-23 21 Blackburn 20 5 6 9 20-35 21 Burnley 20 5 5 10 22-40 20 Wolves 19 5 4 10 17-33 19 Wigan 18 5 4 9 21-39 19 West Ham 20 4 6 10 28-37 18 Bolton 17 4 5 8 24-34 17 Hull City 19 4 5 10 18-40 17 Portsmouth 19 4 2 13 17-28 14 NÆSTU LEIKIR Aston Villa - Liverpool Í kvöld kl. 19.45 Bolton - Hull Í kvöld kl. 20.00 Portsm. - Arsenal Annað kvöld kl. 19.45 Man. United - Wigan Annað kvöld kl. 20.00 ÚRSLIT Deildarbikarkeppni karla Haukar - Akureyri 24-25 (11-13) Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 9/1 (13/1), Elías Már Halldórsson 4 (7), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Sigurbergur Sveinsson 3 (7), Pétur Pálsson 2 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (6), Jónatan Jónsson 1 (3), Björgvin Hólmgeirs- son (4). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/1 (43/4, 44%). Hraðaupphlaup: 3 (Stefán Rafn 2, Elías Már 1). Fiskuð víti: 1 (Jónatan 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/3 (15/4), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Andri Snær Stefánsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (6), Guðmundur Helgason 2 (4), Hreinn Þór Hauksson 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Guðlaugur Arnarsson (2), Heimir Örn Árnason (2), Geir Guðmundsson (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 22 (47/1, 47%). Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 4, Hreinn Þór 2, Andri Snær 1, Jónatan Þór 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Guðlaugur 2, Hreinn Þór 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir. Enska B-deildin Barnsley - Middlesbrough 2-1 Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Barnsley. Bristol City - Watford 2-2 Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford og skoraði tvö mörk sem bæði voru dæmd af. Nottingham Forest - Coventry 2-0 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með C. Plymouth - Reading 4-1 Kári Árnason skoraði eitt marka Plymouth. Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson léku allir allan leikinn með Reading en Gylfi skoraði mark liðsins í leiknum. ÚRSLIT Tjörvi Þorgeirsson var hetja Hauka en hann tryggði sínum mönn- um sigur gegn Akureyri í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla, 25-24. Sigurmarkið skoraði hann af löngu færi á lokasekúndu leiksins en Akureyringar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum. Norðanmenn byrjuðu mjög vel í leiknum en Haukar skoruðu ekki mark fyrr en tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Hafþór Einarsson lokaði markinu og varði alls tíu skot á fyrstu tíu mínútum leiksins. Reyndar varði hann fyrstu sjö skotin sem komu á hann. Eftir það komu Haukar sér æ betur inn í leikinn og var munurinn aldrei meiri en þrjú mörk eftir þetta. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum en langbestu leikmenn liðanna í sókn voru hornamennirnir og vítaskytturnar Guðmundur Árni Ólafsson úr Haukum og Akureyringurinn Oddur Grétarsson. Haukar mættu án margra lykilmanna sem fengu frí í keppninni og er sigur þeirra enn merkilegri fyrir vikið. „Ég var mjög ánægður með leikmennina, sérstaklega þar sem Björgvin var tekinn úr leik mjög snemma. Þá kom Tjörvi sterkur inn á miðjuna og stjórnaði spilinu mjög vel. Guðmundur Árni var frábær í horninu, Elías Már [Halldórsson] var leiðtogi liðsins og Gísli Jón [Þóris- son] mjög góður í vörninni. Mér fannst við sýna mik- inn sigurvilja, sérstaklega eftir mjög slæma byrjun.“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var vitanlega heldur niðurlútur eftir leikinn. „Við þorðum bara ekki að vinna,“ sagði hann við Fréttablaðið. „Síðasta markið í leiknum full- komnaði klaufaskapinn. Við höfðum yfirhönd- ina lengst af í leiknum en þeir komust svo yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Samt náðum við að koma til baka en náðum ekki að halda þetta út.“ Hann segir að þó svo að það hafi verið margt ágætt við frammistöðu Akureyringa í keppninni telji það lítið. „Það er bara sigur sem telur í úrslitaleik – annað er bara til að plástra mann.“ DEILDARBIKARKEPPNI KARLA: HAUKAR MEISTARAR EFTIR ÆSISPENNANDI LOKAMÍNÚTUR Ótrúlegt sigurmark tryggði Haukum titilinn > Fram deildarbikarmeistari Fram varð deildarbikarmeistari kvenna eftir sigur á Hauk- um í úrslitaleik, 27-25. Framarar voru með sex marka forystu í hálfleik, 14-8, og var sigurinn öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Haukar áttu þó möguleika á að minnka muninn í eitt mark undir lok leiksins en allt kom fyrir ekki. Stella Sigurðardóttir skoraði ellefu mörk fyrir Fram og Ramune Pekarskyte ellefu fyrir Hauka. FÓTBOLTI Chelsea kom sér aftur á sigurbrautina með naumum 2-1 sigri á sterku liði Fulham á heima- velli í gær. Lengi vel leit þó út fyrir að Fulham myndi ná þar óvæntum sigri þar sem liðið komst yfir strax á fjórðu mínútu með marki Ung- verjans Zoltan Gera. Fulham gekk ágætlega að verj- ast lengi vel í leiknum en varð að játa sig sigrað þegar Didier Drogba skallaði í markið af stuttu færi seint í síðari hálfleik. Sigurmarkið kom svo stuttu síðar en um sjálfsmark Chris Smalling var að ræða. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en sá síðari var betri. Við vorum mjög ákveðnir,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, eftir leik- inn. „Þetta var ekki auðvelt en við áttum skilið að vinna. Drogba var mjög duglegur og gaf liðinu mikinn styrk fyrir utan að hann skoraði. Þetta var góður sigur fyrir hann og liðið allt,“ bætti hann við en Drog- ba fer nú eins og svo margir aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinn- ar í Afríkukeppni landsliða sem fer fram í Angóla síðar í mánuðinum. Chelsea hafði unnið aðeins einn leik af síðustu sjö fyrir leikinn í gær og sagði Ancelotti að sigur- inn hafi markað tímamót. „Þetta gæti reynst mikilvægur sigur fyrir okkur og ég er afar ánægður með hvernig liðið brást við eftir mótlæt- ið. Með þessari frammistöðu er erf- iðu skeiði lokið hjá okkur.“ Roberto Mancini tók nýverið við Manchester City og hefur nú unnið í báðum leikjum sínum með City til þessa auk þess sem liðið hefur haldið hreinu í báðum þessum leikj- um. Nú var það Wolves sem fékk að kenna á City en Carlos Tevez skor- aði tvívegis og Javier Garrido eitt í 3-0 sigri á Wolves. Birmingham heldur áfram góðu gengi sínu en liðið komst upp fyrir Liverpool í stöðutöfl- unni með 1-0 sigri á Stoke. Liðið hefur nú leikið ellefu leiki í röð án taps. Þess má geta að Alex McLeish, stjóri Birmingham, hefur nú teflt fram sama liðinu í átta leikjum í röð. Everton og Tottenham unnu einnig góða sigra í gær og þá gerðu Blackburn og Sunderland 2-2 jafntefli. eirikur@frettabladid.is Sluppu með skrekkinn Chelsea endurheimti fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í gær þökk sé 2-1 sigri á Fulham á heimavelli. Roberto Mancini vann sinn annan leik í röð sem knattspyrnustjóri Manchester City er liðið lagði Wolves á útivelli, 3-0. MARKAHETJAN Didier Drogba skoraði jöfnunarmark Chelsea í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.