Samtíðin - 01.09.1960, Side 10
6
SAMTÍÐIN
KVENNAÞÆTTIR —
ir Fallegt hár vekur aðdáun
„STÚLKAN með fallega hárið kemur
öllum til að lita við!“ segja þeir í útlönd-
um. Þess vegna er sjálfsagt að sýna hár-
inu rækt og regluleg synd að gera það
ekki. Auk ])ess segir hárið oft til um líðan
okkar. Ef það er líflaust og lieldur illa
liðiin, er áreiðanlega eittlivað að. Matar-
æði okkar er þá ekki nógu hollt, fæðan
of fjörefnasnauð, svefnláusu næturnar of
margar, fötin okkar ekki nógu hentug
eða hlý. Hárið er þannig ágæt heilsusjá.
Hirðið liárið umfram allt veL Þvoið
það vikulega úr sliampoo og burstið hár-
svörðinn. En neytið umfram allt hollrar
fæðu og gætið þess að hafa nægan svefn.
-jfc- Hjónabandsskeiðin
HAMINGJUSAMUR eiginmaður skipti
nýlega hjónabandinu í 7 eftirfarandi
tímabil:
1. tilfinningaskeiðið,
2. rómantíska skeiðið,
3. hlekkingaskeiðið,
4. þolinmæðisskeiðið,
5. siðhótarskeiðið,
6. nægjusemisskeiðið,
7. rómantíska skeiðið síðara.
Hann sagði, að á 2. skeiðinu væru hjón-
in talsvert þroskaðri en á 1. skeiðinu, að
Nýjasta Parísarhárgreiðslan
3. skeiðið væri ekki nógu raunhæft og að
á 5. skeiðinu væru hugsjónir æskunnar að
viðrast af manni, en hinn sanni persónu-
leiki óðum að koma í ljós.
Á jég að giftast A eða B?
EIN 26 ára skrifar: Fyrir 7 árum var
ég hringtrúlofuð manni, en svo kom allt
i einu upp úr dúrnum, að liann átti barn,
sem hann hafði ekki sagt mér frá. For-
eldrar mínir urðu þá alveg uppnæmir og
Framleiðum kápur og dragtir úr tízkuefnum eftir sniðum frá þekktustu
tízkuhúsum heims. — Sendum gegn póstkröfu.
KÁPAN H.F. LAUGAVEGI 35. — SÍMI 14278.