Samtíðin - 01.09.1960, Side 22

Samtíðin - 01.09.1960, Side 22
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíösson: lý/r ríLi náttúrunnar — 7. grein ★--------------------„Frændur" vorir aparnir ÞAÐ VAR í fjölleikahúsi. Tjaldið er dregið frá, og á sviðinu stendur náungi i rauðum buxum, bláum jakka og með hatt á liöfði. Hann heilsar áhorfendum með hneigingu, sezt á stól, dregur af sér hanzk- ana og kveikir í vindli. Þjónn ber á borð. Náunginn borðar með hnífapörum og þurrkar sér um munninn á eftir. Svo rís hann á fætur og fer að leika ýmsar listir, m. a. að hjóla um pállinn. En skyndilega leiðist honum þetta, og hann leggst endi- langur upp í rúm, dregur upp vekjara- klukkuna, slekkur Ijósið og dregur sæng- ina upp fyrir höfuð. En alit í einu þýtur hann á fætur, grípur hrauðhita, stekkur upp í kaðlana og tekur að naga brauðið. Þetta var taminn api! Mikið hafði hann lært. En hefur apinn reglulega hagnýta greind til að hera? Hugsar hann og álykt- ar? Tilraunir hafa sýnt, að mannapar t. d. eiga auðvelt með að herma eftir og liagnýta ýmislegt, sem þeir skilja eitthvað i, en eiga hins vegar mjög örðugt með að framkvæma það, sem þeir skilja ekki. Þeir voru t. d. látnir sjá girnilegan bita, en girðing var á milli, svo að þeir urðu að fara stóran lcrók til að ná í liann. Á því áttuðu þeir sig fljótlega. Bananar voru hengdir liáll upp. Sumir apanna sóttu þá kassa, stigu upp á hann og teygðu sig sið- an upp í bananana. Aðrir náðu sér í trjá- grein og slógu þá niður með henni. En sumir stóðu algerlega ráðþrota. Þannig reyndust aparnir misvel gefnir ekki síð- ur en fólk. Einstaka hafði vit á að stinga mjóu hambuspriki inn í annað gildara og lengja þannig staf sinn. En ekki kom- ust aparnir upp á lagið með að gera hrú, þ. e. leggja hjálka yfir torfærur. Meinhrekkjóttir eru sumir Shimpansar og sýna mikla leikni í brellunum. Þeir réttu t. d. brauð út milli rimlanna á búri sínu.En þegar hænsn komu og ætluðu að narta í það, kipptu þeir því inn fyrir. Aðr- ir hiðu með brauðið í annarri hendi, en prik í hinni og lömdu svo liænsnin, um leið og þau nörtuðu í brauðið. En einstaka api hafði gaman af að fóðra liænsnin. Apar hafa yndi af að skreyta sig með ýmsum hlutum, sem þeir hengja á sig. Þeir setja líka á sig ldessur af hvítum leir. Bleyta þeir jafnvel leirinn og ata ýmsa hluti með honum. Það er þeirra málaralist, afstraktlist auðvitað! En þrátt fyrir þessi o. fl. greindarmerki standa ap- arnir óendanlega langt að haki frumstæð- uslu villimönnum. Sumir ætla, að til se apamál, þ. e. um 30 mismunandi hljóð mannapa, sem þeir geta gefið frá sér í vissum tilgangi og gert sig þannig skiljan- lega sín á milli. En ekki virðist fært að kenna þeim nein mannleg orð. Talið er, að Panama-öskuraparnir geti gefið fra sér 15—20 mismunandi hljóð í ákveðnum tilgangi, t. d. sterkt, geltandi aðvörunar- öskur, ef óvinir eru í nánd; djúpt „smala- hljóð“ foringjans, þegar dýrin eru á ferð; sogandi eða korrandi skipunarhljóð for- ingjans til hinna karldýranna og aðeins þeirra. Kvendýrin gefa frá sér klögunar- hljóð, ef eitthvað kemur fyrir ungana o. s. frv. Ungarnir reka upp þrjú lág óp i

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.