Samtíðin - 01.09.1960, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.09.1960, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 nieð hnút á og skyldi svo kaffærður í tjörn einni að píslargöngunni lokinni. Wingate þoldi eldraunina með svo kuldalegum virðuleik, að böðlar hans urðu miður sín af undrun. En þessi eftir- niinnilega lítilsvirðing setti ævilangt niark á sálarlíf piltsins og vakti hjá hon- uni sjúklegan viðhjóð á hvers konar kreddum og mannasetningum. Þaðan i fi'á fannst honum veröldin vera sér and- stæð. Hann öðlaðist djúpa fyrirlitningu á allri múgmennsku og til að koma i veg tyi'ir, að lýðurinn fengi aftur tækifæri til að lílillækka liann, ákvað hann að verða voldugur. En völd yfir mönnum fengi maður ekki með því einu að kunna starf sitt betur en aðrir, heldur væri einnig nauðsynlegt að kynna sér rit vitrustu manna. Hann steinhætti þvi að lesa dæg- urrit og annað léttmeti, en sökkti sér nið- ur í rit Platons, Tolstojs og Marx. 20 ár- um seinna gat hann haldið hrókaræður yfir Japönum um skoðanir Platons, Shaws °g Wells, framtíð kvikmyndanna, enska og franska málaralist á 18. öld, yfirburði sinfóníunnar yfir konsertinn, sálfræði teiknimynda dagblaðanna, stöðu leyni- lögreglusagna í bókmenntunum, hrun Þjóðahandalagsins, hvernig heimsveldi gæti nytfært sér liervald og list og sálar- tíf og skapferli Leonardo da Vincis! ★ Zíon kallar ÁRIÐ 1925 verður Wingate lautinant °g lærir arabisku á foringjanámskeiði i London. Síðan fær hann stöðu i varnar- liði Súdans og tileinkar sér brátt ekki uðeins arahisku, heldur og hugsunarhátt Áraba. 1933 stjórnar hann úlfaldaleið- uugri inn í líbisku eyðimörkina í leit að hinum forna gróðurreit Zezura, sem ekki fannst. Þá herðir Wingate sig með hví að bragða ekki annað en döðlur og iýsi í 8 vikur. Og hann ofbýður mönn- um sínurn með þeirri lireinlifisblöndnu sjálfstjdtun að ferðast i hrennandi sólar- hita eyðimerkurinnar á daginn, en hvila sig á nóttunni, sem enginn annar foringi lét sér til lmgar koma. Mönnum hans svellur móður yfir þessari harkalegu meðferð, en aðdáun þeirra á hæfileikum foringjans verður heiftinni yfirsterkari. Eftir 5 ára dvöl i Súdan siglir Wingate heim til Englands til að kvænast þar mömmulegri konu, sem hann hafði verið heitbundinn 6- ár. En á skipinu verður hann ástfanginn i 16 ára stúlku og kvæn- ist henni 1935. I Englandi er hann settur yfir fótgönguliðssveit. Árið 1936 er liann sendur til Gyðinga- lands. Þá verða tímamót i lífi hans. Eft- ir mánaðardvöl í Landinu helga er hann orðinn eldheitari Zionisti en Júðarnir sjálfir. Hér finnur hann heila þjóð, sem þolað hefur fyrirlitningu eins og hann sjálfur i skóla. En þessa lítilsvirðingu hefur Gyðingaþjóðin afborið um alda- raðir og er ósigruð enn. Hjá þessu fóllci finnst honum hann eiga heima. Wingate lærði þegar hebresku og setti sér það fui'ðulega markmið að verða for- ingi Gyðingahers i styrjöld. Þjóðernis- hreyfingin (Haganeh) i Palestinu hélt lengi vel, að þessi hrezki foringi væri ekki annað en skæður njósnari. Loks var hann þó tekinn í flokkinn sem vinur (hayedid). Gerðist Wingate nú góðvinur dr. Weizmanns, siðar forseta, enda þótt honum fyndist Weizmann allt of hægfara stjórnmálamaður. Wingate stakk upp á því að skipta Palestínu í þrjú yfirráða- svæði: arabiskt, júðskt og brezkt, og bauðst sjálfur til að gerast foringi varn- arliðs Gyðinga. Slikt áform brezks liðs- foringja var með ódæmurn, en Wavel, yfirmaður Wingates, þekkti hugsunar- hátt hans, lét sér nægja að gefa honum áminningu og sendi hann siðan til að skipuleggja næturvarnarsveitir gegn

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.