Samtíðin - 01.09.1960, Blaðsíða 20
lt>
SAMTÍÐIN
vopnaflutningi Araba í NorSur-Palestínu.
Draumur Wingates um yfirstjórn sam-
einaðs Gyðingahers rættist aldrei, en
þarna norður frá kom hann með fádæma
dugnaði upp herdeild brezkra fótgöngu-
liðsmanna og ólöglegra Haganeh-her-
manna, og varð hún seinna kjarninn í
lær Gyðinga.
Wingate varð frægur fyrir stóran sól-
hjálm, sem hann var alllaf með (eins og
Montgomery af húfu sinni). Lifnaðar-
hættir hans urðu nú í meira lagi ein-
strengingslegir. Hann fór aldrei í bað, en
burstaði hörund sitt í þess stað með hörð-
um bursta. Hann nærðist ekki á öðru en
vínberjum, sat nakinn á rúmstokknum,
er liann hélt herráðsfundi, og gekk með
vekjaraklukku á úlnliðnum, sem hringdi,
ef hann talaði of lengi. Einu sinni æll-
aði hann að vinna Arabaþorp með því
að blása í lúðra, að dæmi Gídeons, er
múrar Jeríkóborgar hrundu fyrir lúður-
hljómi hans. En áformið strandaði á
þvi, að Wingate fékk ekki léð hin heilögu
hafurshorn úr guðshúsum Gyðinganna.
í hvert sinn, sem móti blés, samdi Win-
gate löng kæruskjöl lil yfirboðara sinna
allt upp til Bretakonungs. Áróður bans
fyrir Zíonismanum var stundum svo
skefjalaus, að jafnvel Gyðingum ofbauð.
Ást hans á Landinu helga var svo lieit,
að lionum fannst hann vera orðinn út-
lagi á borð við Makarios erkibiskup, er
brezki landstjórinn bannaði honum að
koma þangað, þegar heimsstyrjöldin
brauzt út.
+ Tvenns konar sjálfsmorð
NÆST FER Wingate til Englands, er
látinn æfa þar skæruliðssveitir gegn
hugsanlgri innrás Þjóðverja í landið, en
er síðan sendur lil Eþíópíu. I Súdan safn-
ar hann að sér eþíópskum flóttamönnum
og dreifum brezks herliðs, myndar úr
þessu fólki skemmdarverkasveit og gerir
ítölum síðan allt til meins, en ryður árás-
arher Cunninghams hershöfðingja með
því braut inn í Eþíópíu.
Wingate majór gengur að þessu verki
með eldlegum trúarbita og lítur á starf
silt sem frelsun Eþíópíumanna undan
kúgunaroki ílala. Takist sú frelsun, eru
horfur á, að seinna verði unnt að frelsa
Gyðinga. Hann lofar Haile Selassie keis-
ara fullkomnum sigri, fyrst er þeir hitt-
ast, en með því skilyrði, að keisarinn
treysti honum skilyrðislaust, þar til mark-
inu sé náð.
Wingate missir 15000 úlfalda, en hon-
um tekst að brjótast langt inn í landið og
leika ofljoðslega á ítali, meðan liðssveit-
ir Cunninghams hershöfðingja eru að
frelsa mikinn hluta landsins.
Þegar Wingate keniur til Kairó, að
])essu frelsisstríði loknu, býst hann við,
að sér verði fagnað með mikilli viðhöfn
sem sigurvegara. En lierforingjaráð Breta
hefur í allt öðru að snúast á hinni miklu
hættutíð 1941. Örmagna af mýraköldu og
þunglyndi, sem aldrei skildi við hann,
gerir hann tilraun lil sjálfsmorðs með
því að opna sér liálsæð. En rétt áður lief-
ur hann í raun réttri framið annað sjálfs-
morð með því að senda Churchill skýrslu,
þar sem komizt var svo að orði: „Cunn-
ingham hershöfðingi og menn bans baga
sér eins og bernaðarlegir apakettir.“
+ Ferðin gegnum frumskóginn
IIANN KEMST til lieilsu heima í Lond-
on og sannfærir herstjórnina um, að nú
sé liann orðinn alheill á sál og líkama.
Við yfirheyrslu segir hann, að öll mikil-
menni bafi bafl tilhneigingu til að stytta
sér aldur og nefnir sem dæmi Friðrik
mikla, Clive af Indlandi (sem reyndi það
þrisvar) og Napóleon mikla. Með áhyrgð