Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 v ÁSTAGRÍN ¥ „Heldurðu, að stelpan hún systir mín hcifi ekki orðið að ræna ensk-íslenzku orðabókinni minni, þvi þessi bannsettur gœi, sem hún var með, var allur tattó- eraður á ensku!“ Sú ófríska ( við vinkonu sína): „Eg vciraði mig bara ekkert á frekjnnni í honum Guðmundi, því þú sagðir mér, að hann væri alltaf að leka niður af bann- sellri feimni.“ Gbmul fegurðardrottning tók sér íbúð á leigu á 5. liæð í fornfálegu húsi. Vinir hennar stóðu á öndinni af mæði, er þeir höfðu klúngrazt upp alla stigana til hennar og kvörtuðu undan þessari erf- iðu fjallgöngu! „Þeita er nú eina ráðið, sem ég hef til oð koma hjörtum karlmannanna til að slá pínulitið hraðar!“ sagði gamla kon- an. Og svo var það stúlkan, sem var svo málstirð, að áður en hún var búin að útskýra fyrir aðdáendum sínum, að hún i>æri alls ekki þess háttar slúlka, var hún bara orðin það. Oóri bauð stúlku í bil til Þingvalla. Þetta var í ágústlok. Þegar þau komu inn ? Bolabás, var farið að skyggja. Þá stöðv- aðist bíllinn skyndilega. Dóri fór að al- huga, hvað að væri og sagði eftir nokkra sÞind, að það mundi vera citthvað smá- uegis að blöndungnum. „Eg er nú orðin alvön svona bilunum," sagði stúlkan. „Við skulum bara koma lna í aftursætið, og þái er ég viss um, að eflir svo sem hálftíma verður bíllinn hominn i lag, alveg af sjálfu sér!“ Nýgift hjón voru á brúðkaupsferð. Þáu voru dauðfeimin við að koma á gistihúsið, þar sem þau ætluðu að eyða hveitibrauðsdögunum, af því að þau héldu, að allir mundu óðara sjá á þeim, að þau væru nýgift. Þá datl ungu frúnni snjallræði í hug. „Láttu mig bara bera farangurinn okkar inn í hótelið,“ sagði hún, „þá halda allir, að við höfnm verið gift í að minnsta kosti tíu ár.“ Þetta reyndist rétt til getið. ÞREPAGÁTA 1 2 3 4 5 6 7 Lárétt: 1 Land í Evrópu, 2 ej;ja í Asíu, 3 rammgert hús, 4 býli í Þingvallasveit, 5 ríki í Suður-Ameríku, ö land í Evrópu, 7 vík á Austurlandi. Niður þrepin: Kaupstaðarheiti. Lausnin er á bls. 32. GÓÐUR MÁNUÐUR byrjar með því að ger- ast áskrifandi að SAMTÍÐINNI. Við erum með á nótunum Hljómplötur og músikvörur Afgreiðum pantanir um land allt. Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri, Reykjavík. — Sími 11315.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.