Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 22
18 SAMTÍtílN skörðum. Annars staðar er af nærfærni lýst litlum körlum, sem stefna nokkru hærra en efni standa til, og verður úr kostulegur tvískinnungur. Þetta listbragð er leikið i sögunum Fæddur úrsmiður og Spilað d orgel, og er seinni sagan all- miklu veigameiri. Það er ástæða til að óska Hannesi Pél- urssyni til hamingju með ])etta nýja landnám. Smásagnagerð er mjög vanda- söm listargrein, sem gerir strangar kröf- ur til höfunda, ef vel á að vera. Hannes virðist ])egar fullfær á þessu sviði, engu síður en i fyrstu kvæðum sínum, og að bókarlokum er ástæða til að spyrja: Hvort megum við innan líðar vænta langrar skáldsögu úr smiðju hans? Hvað er í pokanum? LÖGREGLUÞJÓNN hafði lengi gegnl starfi í smáhæ, án þess að hann liefði tekið þar nokkurn mann fastan. Þetta þótti hlutaðeigandi lögreglustjóra ekki einleikið, og gaf hann lögregluþjóninum liarða áminningu fyrir vanrækslu í starfi. „En það hefur engan þurft að taka fastan,“ sagði lögregluþjónninn. „Ekki það!“ hvæsti lögreglustjórinn. „Við fengum nú samt tilkynningu um það áðan, að í nótt hefði verið stolið rófum úr kálgarði kaupfélagsstjórans. Handsamið ])jófinn, eða þér v.erðið taf- arlaust sviptur embætti.“ Nóttina eftir lá lögregluþjónninn í leyni i kálgarði kaupfélagsstjórans. Und- ir miðnætti kom maður með poka á öxlinni. Lögreglan greip liann og sagði: „Hvað ertu með i pokanum?“ „Bara dálílið af silfurborðbúnaði,“ anzaði maðurinn. „Jæja, farðu þá, en þú varst heppinn, að þú skyldir ekki vera með rófur, því þá hefðirðu nú ekki sloppið, lagsmaður!“ Kosningaloforð ÞINGMÁLAFUNDUR var haldinn á eyju nokkurri í Miðjarðarliafinu, en eyj- arskeggjar höfðu orð á sér fyrir leti og ómennsku. Frambjóðandinn þrumaði í ræðustóln- um: „Styðjið flokk minn, því við munum hyggja nýtízku hús yfir ykkur!“ „Heyr! Heyr!“ var hrópað um allan salinn. „Og við munum lækka skaltana!“ „Heyr!“ „Og við munum veita ykkur öllum nóga vinnu!“ Þá varð dauðaþögn í salnum. Óskrifað blað KONA nokkur lenti við véizluborð milli biskups og Gyðingaprests. IJún var ófeimin og sagði: „Nú finnst mér eins og ég sé blað milli gamla og nýja testamentisins!“ „Það blað er nú venjulega autt,“ svar- aði presturinn. IUá ég svo hafa frið? EIGINMAÐURINN var niðursokk- inn í að lesa blöðin, eins og vant var. Konu hans fannst hann vera alveg hætt- ur að skipla sér af henni og sagði byrst: „Þú ert bara alveg steinhættur að segja nokkurt ástarorð við mig, Guðmundur. Ertu hættur að elska mig?“ Eiginmaðurinn lél blaðið siga, leit undrandi á konuna og anzaði allt annað en blíðlega: „Hættur að elska þig! Hlustaðu nú hara einu sinni á mig. Ég elska þig, dá- ist að þér og tilbið þig meira en allt ann- að í heiminum. Má ég svo hafa frið til að lesa hlaðið?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.