Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Hún sá engil dauðans ÞEGAR unnusta mín og ég vorum 18 ára, gættum við oft lítilla barna í hús- um. Kvöltl eitt var liringt til mín frá einni af þessum barnafjölskyldum. Ég var vant við látinn, svo að Doreen, unn- usta mín, ákvað að fara. Þetta var á heitu og mollulegu sumarkvöldi. I fjöl- skyldunni var aðeins eitt barn, lítil slúlka, fjögra mánaðá gömul. Þegar Doreen kom þangað, sagði móðir barns- ins, frú Welles, henni, að barnið hefði verið óvært allan daginn vegna hitans. Hún sagði, að ef Doreen gæti svæft telp- una, mætti hún gjarna fara út með hana. Eins og búizt var við, var engin leið að svæfa barnið. Doreen vafði þá léttri á- breiðu utan um telpuna og labbaði út með liana í fanginu. Skammt þaðan var lítill skemmligarður, og af þvi að enn var bjart, fór hún að ganga um garðinn. Hún var rétt komin alla leið gegnum garðinn, þegar engill birtist henni allt i einu. Engillinn var á hæð við Doreen. Hárið féll lausl í gullnum lokkum, og hann var sveipaður yndislegum, hvitum kyrtli. Hann gekk til Doreen og ung- barnsins, lyfti varlega liorninu á ábreið- unni, sem huldi enni þarnsins, og kyssti það. Síðan hvarf hann jafn óvænt og skyndilega og hann hafði birzt. Dorecn varð óttaslegin og liljóp heim til hússins. Þaðan hringdi hún til móður sinnar og sagði henni, hvað fyrir hefði komið. Móðir hennar, frú J. Ellis, fór þá til hennar og var lijá henni, þangað til Welles-hjónin komu heim aflur. Móðir Doreen var skyggn og hafði oft séð yfirnáttúrlegar verur. Hún sagði Doreen, að barnið myndi bráðlega deyja, en tók lienni vara fyrir að liafa orð á því við Welles-hjónin. Þegar foreldrar barnsins komu heim, sagði móðir Doreen þeim, að sér hefði dottið í hug að skreppa þangað til að fá sér frískt loft, áður en liún færi að hátta og hefði svo ákveðið að bíða eftir Doreen. Kvöldið eftir hringdi frú Welles aft- ur lil Doreen. Maður liennar hafði farið út, og henni leiddist. Aftur liafði barnið verið óvært allan daginn. Doreen varð ótlaslegin. Hún afsakaði sig með því, að hún hefði svo mikið að gera heima. Er hún lmfði lagt símtólið frá sér, ávítaði móðir hennar hana og sagði, að hún væri ekki góða stúlkan núna. Doreen fann, að mamma hennar hafði á réttu að standa og ákvað því að fara til frú Welles. Frú Welles varð fegin komu hennar, og þær setlust niður og röbbuðu saman. Alllaf öðru hverju var frú Welles að snúa barninu til að reyna að fá það til að sofna. Allt í einu var drepið á dyr. Doreen opnaði dyrnar, en þar var enginn. Skömmu seinna var aftur barið. I það skipti kvaðst frú Welles sjálf ætla M dyra. En aftur var þar enginn og eng- inn sýnilegur í grenndinni. Þeim fannst j)etta kynlegt, en létu þó kyrrt liggja og fóru að spila á spil. Þær gleymdu sér alveg við spila- mennskuna. Þegar frú Welles varð litið

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.