Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 aði tryggingarfélagið sem svarar um 13 niillj. ísl. kr. Og það eru ekki leikararnir einir, seni kvikmyndafélögin láta tryggja, lieldur einnig alls konar dýr, sem „leika“ í mynd- unum. Ég gæti nefnt dæmi, en það yrði °f langt mál.“ „Segðu okkur þá heldur eittlwað frá starfsemi Samvinnutrygginga.“ „Með ánægju. Mér er þá efst í huga, að þaer urðu 15 ára sl. haust, og á þeim »ferniingaraldri“ hefur furðu margt gerzl. Samvinnutryggingar eru „gagn- kvæm tryggingarstofnun“, þ. e. eign þeirra, sem tryggja hjá þeim. Markmiðið er að veita sem víðtækasta tryggingar- vernd gegn eins lágum iðgjöldum og Unnt er, eða a. m. k. fyrir sannvirði hverju sinni.“ „Hafið þið þá stuðlað að því að halda iðgjöldum niðri í dýrtíðinni?" „í ríkum mæli, m. a. í sambandi við bilatryggingarnar á sinum tíma. Við höf- 11 ni beitt okkur fyrir stighækkandi af- slætti (bónus) til farsælla ökumanna. I^eir fá 30% afslátt eftir fyrsta tjóna- nótalausa árið auk viðurkenninga á ýnisan hátt. Þannig fengu bílaeigendur 10% afsl. 1960 og ’61, svo þeir þurftu ekki að greiða nema 60% áætlaðs ið- gjalds. Síðan 1949 höfum við endurgreitt samt. rúml. 37 millj. kr., þar af lang- niest tvö síðustu árin eða 15.3 millj. Þá hafa Samvinnutryggingar stuðlað nijög að lækkun iðgjalda vegna bruna- ti’vgginga fasteigna. Árið 1954 bauð fé- lagið mjög stórfelldar lækkanir á þess- u,n iðgjöldum, og hefur það haft jákvæð ahrif fyrir landsmenn, enda þótt félagið hafi ekki notið þess sem skyldi, en það er nú önnur saga.“ „Við byrjuðum þetta rabb á f jölbreytni tr!)f/ginga erlendis. Hvað er að segja um fjölbreytnina hér?" „Hún hefur aukizt óðfluga á síðuslu árum. Hér mun nú völ á um 30 tegundum frjálsra trygginga, og mér er ánægja að geta þess, að Samvinnutryggingar hafa átt mikinn þátt í að auka þá fjölbreytni.“ „Telur þú tryggingar eins bráðnauð- synlegar og tryggingarfélögin vilja vera láta?“ „Reynslan úm heim allan hefur sýnt, að því hetnr sem fólk kynnist hvers kon- ar tryggingnm og nýtur öryggis þeirra, því meir metur það þær. Það er eftir- tektarvert, að því fleiri skyldutrygginga sem löggjafarvaldið krefst af mönnum, þvi meir óska menn eftir hvers konar frjálsum tryggingum. Og þar, sem þekk- ing fólks á gildi trygginga er mest, kapp- kosta menn að trvggja sem flest. Að fenginni reynslu í þessum efnum telja þeir jafn sjálfsagt að tryggja sig og sína og að klæðast og matast.“ „En eru víðtækar tryggingar ekki fremur dýrar fyrir fólkið?" „Að vísu, en langdýrast er þó að tryggja ekki, ef tjón ber að höndum, og það eiga allir á hættu ævinlega, eins og reynslan hefur margsýnt. Því fé er tvímælalaust skynsamlega varið, sem greitt er fyrir þá vernd og það öryggi, sem hagkvæmar tryggingar veita. Um leið og menn tryggja sjálfa sig og sína nánustu, eru þeir að rétta öðrum bróð- urhönd til einnar skvnsamlegnstu sam- hjálpar, sem unnt er að veita,“ segir Bald- vin að lokum. Hún: „Hann Þörleifur er svo ómerki- legur, að þegar hann er að Ijúga að manni, er bara helmingurinn sannleik- VEL KLÆDD kona kaupir tízkufatnaðinn. Iljá Báru Austurstræti 14. — Sími 15222.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.