Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN 25 U ríli nátturunnar 29. cjrein Rósiit rjóð og rósin gul Ingólfur Daviðsson: ★ ---------------- TALIÐ ER, að gríska skáldkonan ^ajjplió (upj)i á 6. öld f. Kr.) hafi gef- ið rósinni nafnið „drottning blómanna“. iJað heiðursnafn ber hún enn í dag. Rósarækt er ævaforn. Sagl er, að skáldskaj)ur Persa hinna fornu ilmi af i'ósinn. Þeir ortu mikið um rósir og næt- Urgala og gátu ríinað þau orð saman á sínu máli (Gul og Bulbul). Soldáninn svaf á rósahlöðum og þurfti ærnar birgð- lr frá rósagarðinum mikla (Gulistan), sem ævintýralegar frásagnir gengu af. Persar fluttu rósavatn til Evrópu á miðöldum, og liafa Evrópumenn ef til vill lært rósarækt af þeim. Grikkir fluttu rósir til Italíu, og var jafnvel kornökr- Uni breytt í rósagarða. Rómverjar komu rósarunnum í blóm i desember í eins konar gróðurhúsum. Veizluborð Róm- verja voru skreytt rósablöðum, og rósa- blöð flutu í víninu. Stúlkurnar notuðu ^eikn af rósaolíu, sem varð afar dýr mun- aðarvara. Neró keisari keypti rósir fyrir þúsund krónur til einnar stórveizlu! Margir kannast við máltækið að segja eitthvað „undir rós“. Voru Rómverjar vanir að hafa mynd af rós i loftinu á ^atsölum sínum sem merki þagmælsku llI1i það, er hjalað var undir borðum. Með Germönum var rósin tákn og uuynd ástarinnar. Unga stúlkan gaf uunusta sínum rósagrein sem tryggða- Pant. Síðar tók kaþólska kirkjan rós- Uia í þjónustu trúar og listar. Flestar munu hinar fornfrægu rósir hafa verið rauðar eða hvítar. En svo komu Tyrkir lil sögunnar. Þeir ræktuðu gular rósir um aldamótin 1600, og lireidd- ust þaér út um Evrópu á 17. öld. Nú eru ræktaðar allmargar tegundir villirósa og gej'silegur fjöldi kynbættra tegunda eða bastarða. Algengasta garð- rósin á Islandi er ígulrósin (Rosa rug- osa), sem þrífst hér prýðilega, þótt kom- in sc aíla leið frá Norður-Ivína, Kóreu og Japan. Hin skemmtilega rauðblaðarós er ættuð frá fjöllum Mið- og Suður-Evr- ópu. Meyjarrósin (Rosa Moyesii) vex villt í Kína, skammt frá landamærum Tíbets, í 2—3000 metra hæð yfir sjó. Samt blómgast hún ágætlega i Reykja- vík og á Akureyri og verður 2—3 m liá alsett rauðum blómum. Margar fleiri rósategundir vaxa vel í görðum hér á landi. En eru til íslenzkar rósir? Já, meira að segja tvær tegundir: glitrós og þyrni- rós. Glitrósin vex aðeins hjá Kvískerjum í Öræfum og á þar í vök að verjast í skriðurunninni brekku. Eggert Ólafs- son nefnir hana i ferðabók sinni. Þyrni- rósin vex aftnr á móti á allmörgum stöðum (sbr. Flóru íslands). Um miðj- an ágúst sl. var t. d. allstórt svæði við Hestakleifagil (við Arnarstapahlíð) í Isa- firði vestra hvítl af rósablómum að sögn bæjarfógetans í Isafjarðarkaupstað. Þyrnirós vex á talsverðu svæði að Klung- urbrekkum í Dalasýslu. Staðarnafnið er merkilegt og eflausl fornt. Klungur er nefnilega gamalt nafn á rós (og lifir enn i Noregi). „Að hlaupa um kletta og klungur" merkir ujiju'imalega að hlaupa um grjót og rósarunna, sem jafnan eru ærið þyrnóttir og erfiðir yfirferðar. Ræklaðar eru rósir á íslandi í görðum, gróðurhúsum og stofum. Rósin er jafn vinsæl og dáð og fyrir þúsundum ára.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.