Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.11.1962, Blaðsíða 13
SAAITÍÐIN 9 C9 f/ei/mi Niðurl. VIÐ Yvonne vorum trúlofuð tvö ár; svo ákváðum við að giftast. Ég hafði að loknu námi iiaft góð launakjör, og faðir niinn hafði lieitið mér stuðningi til að stofna smá fyrirtæki. Y'vonne ællaði að vinna áfram i skrifstofunni, þar til brúð- kaup okkar færi fram, en síðan átti hún að annast skrifstofustörfin hjá fvrirtæki niínu, auk húsmóðurstarfs síns. Framtíðin virtist brosa við okkur. Fess vegna kom reiðarslagið enn meira vfirþy rmandi og lamandi. Yvonne veikl- lst. Það var mænubólga, skildist mér á læknunum. Hún lá lengi, en loks tókst henni að sigrast á sjúkdómnum, og læknarnir lýstu yfir, að hún væri orðin nlhata. En ein liræðileg eftirköst hafði sjúkleikinn haft í för með sér. Yvonne hafði misst sjónina, og engin von var kl, að hún fengi liana aftur. Fg ætla alls ekki að reyna til að lýsa nörrnum hennar og örvinglun minni, sem var takmarkalaus. Það var eins og ég hefði ætlað að fara að lesa hið dá- samlegasta lifsblóm, en þá hefði misk- unnarlaus skóhæll komið og kramið það sundur. Vvonne kom af sjúkrahúsinu daginn, sem við höfðum ætlað að gifla okkur. Hún átti fv rir höndum langt afturbata- skeið, og auðvilað var allt i óvissu um, hvenær við mundum gela haldið hrúð- haupið. í fyrsta skiplið, sem ég fór út a hressingarhælið til að hitta Yvonne, sagði hún, að nú hefði sér veilzl tóm hl að hugsa okkar ráð. Hún afhenti ocj ianna dit þtií aldrei mér hringinn og sleit trúlofun okkar. Ég reyndi að koma vitinu fyrir hana og sór og sárt við lagði, að ég væri eins glaður yfir að kvænasl henni og ég hefði verið, meðan liún hafði sjónina. En Yvonne sat við sinn keip. Hún grét ekki, heldur þrýsti hún hönd mina báð- um höndum og ýlli mér svo frá sér. ÉG VAR alveg örvinglaður, þegar ég fór frá henni. Ég fór rakleitt upp til dr. Vaillards, sem hafði annazt Yvonne, áð- ur en hún kom i sjúkrahúsið. Vaillard hafði einnig verið lieimilislæknir fjöl- skyldu minnar, frá því ég mundi eftir mér, og álti heima skammt frá okkur. „Doktor Vaillard,“ stundi ég upp, „er alls engin von? Ég vil fórna lífi mínu. Allt vil ég gefa til þess, að Yvonne fái sjónina aftur.“ Hann hristi höfuðið hægt og seinlega. „Því miður, drengur minn,“ sagði hann alvarlegur, „eru líkurnar til, að Yvonne fái sjónina nokkurn tíma aftur svo sáralitlar, að ég hef alls ekki leyfi til að gefa þér nokkra von. En við menn- irnir megum aldrei láta hugfallast, þó að öll sund virðist lokuð. En meðal ann- arra orða,“ hætti hann við í öðrum tón, „hefurðu séð hana Nóru nýlega? Ef svo er ekki, ættirðu að fara og heimsækja hana. Hún getur kennt þér heilmikið um, hvernig á að fara að því að taka hörðum örlögum með gíáðlyndi og hug- prýði. Henni þykir mjög vænl um þig, .Tean Lou, hún elskar ])ig, en það veizlu nú sjálfsagt fullvel.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.