Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 11
10. blað 29. árg.
IMr. 288
Desember 1962
SAMTfÐIN
HEIIVIILISBLAÐ TIL SKEMMTUIMAR OG FRÓDLEIKS
SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurðui
Skúlason, Reykjavik, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 75 kr. (erlendis 85
kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftúm og áskriftargjöldum veitt mót-
taka i Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — Félagspren,tsmiðjan lif.
Skrifstoi'ulYftlk og atviiiniisíúkclómar
í NÚTÍMAÞJÓÐFÉLAGI vinnur fjöldi fólks í
skrifstofum. Skrifstofustörf hafa löngum ver-
ið eftirsótt, enda þrifaleg vinna og virðast í
fljótu bragði ekki reyna ýkja mikið á líkams-
kraftana. En margir skrifstofumenn kvarta
samt urn þreytu og bakverk og vita, að kyrr-
setur í mollulofti skrifstofunnar eru alls ekki
hollar.
Erlendis eru svo mikil brögð að þessu, að
málið hefur verið tekið til vísindalegrar athug-
unar. Þannig fór nýlega fram rannsókn á 288
manns í skrifstofum ríkisstofnunar einnar í
Kaupmannahöfn, og kom þá í ljós, að 147
þjáðust af þreytu, verkjum eða vanlíðan, en
sumir af öllu þessu. Athyglisverðast var, að alla
þessa atvinnusjúkdóma mátti rekja til ágalla,
sem auðvelt reyndist að bæta úr. Ýmist unnu
ntenn í óheppilegum stellingum eða skrifstofu-
húsgögnunum var að einhverju leyti ábóta
vant. Þetta voru aðalástæðurnar fyrir vanlíðan
°g þjáningum fólksins. Skrifstofur þessarar
ríkisstofnunar voru valdar til rannsóknarinnar,
af því að þar ægði öllu saman, gömlum og nýj-
um tækjum og húsgögnum. Auðvelt reyndist því
að gera samanburð á góðri og lélegri aðstöðu.
Rannsóknin tók 18 mánuði. Hún leiddi m. a.
þetta í ljós:
Rúmlega helmingur þess fólks (samtals 223),
sem vann að staðaldri við skrifstofuvélar, eða
verulegan hluta ársins, sat á algerlega óvið-
unandi stólum. Hæð skrifstofuborðanna var
einnig óheppileg bæði frá hagkvæmu og heilsu-
fræðilegu sjónarmiði. Af þeim skrifborðsstól-
um, sem heppilegir máttu teljast, var um það
bil fjórði hver stóll óheppilega staðsettur. Það
er því ekki einhlítt að fá fólki fullkomin skrif-
stofuhúsgögn og tæki, ef ekki er jafnframt
séð um, að þau séu notuð á réttan hátt.
Tæplega helmingur fólksins í hinni dönsku
ríkisstofnun vann við skrifstofuvélar, sem ým-
ist voru óheppilega staðsettar eða ekki rétt not-
aðar. Rúmlega % hlutar starfsfólksins sátu
ýmist við borð, sem voru í óheppilegri hæð eða
á of lágum eða háum stólum, sem ollu þreytu
í baki og fótum. 90% þeirra 147, sem reyndust
illa haldnir, bjuggu við 5 sameiginlega ágalla,
hvað þetta snerti.
Vísindamaður leiðbeindi starfsfólki stofn-
unarinnar, og eftir 18 mánuði mátti heita, að
öll þreyta þess og vanlíðan væri horfin. Flest-
ir höfðu þjáðst af verkjum í hnakka og herð-
um. Þar við bættust óþægindi í handleggjum,
baki, mjöðmum og lærum. Stöku maður kvart-
aði um verki í fótleggjum. Samtals fundust, er
rannsóknin hófst, 229 þreytu- og sársaukaein-
kenni hjá 147 starfsmönnum, aðallega kven-
fólkinu. Eftir 18 mánuði fundust aðeins 30 ein-
kenni hjá 24 starfsmönnum. Öllu því starfs-
fólki, sem vann einhæfustu störfin, var leið-
beint, og má segja, að þreyta þess og vanlíðan
hafi horfið.
Rannsókn þessi er talin hafa sannað, að
hægt sé að koma í veg fyrir flesta starfssjúk-
dóma skrifstofufólks, er lýsa sér með verkjum
í baki, handleggjum og herðum, með því að
fá því viðunandi húsgögn og tæki og kenna
því að nota þau á réttan hátt.
Margt fólk í ísl. skrifstofum vinnur mikið
og einhæft starf, ekki síður en fólk í öðrum
löndum. Væri ekki tímabært að bæta aðstæð-
ur þessa fólks og votta því þannig viðurkenn-
ingu fyrir mikilvæga þjónustu?