Samtíðin - 01.12.1962, Page 17

Samtíðin - 01.12.1962, Page 17
SAMTlÐIN 9 Oddnij CjidnuindidóttU': • • Orlagusmiðir Smásaga „Faðir minn refsaði yður með svip- um. En ég mun refsa yður með gadda- f'vipum,“ sagði Róbóam heimski. Einhverjum varð að minnast þessara orða, þegar tvö dagblaðanna skiptu um i’itdómara, af hendingu í sömu vikunni bæði. Þeir tveir, sem viku úr sæti, voru lítt skólagengnir og sóttu gervinöfn sín í grísku og latínu. En þeir tveir, sem við tóku, voru langskólamenn. Þeir litu kæruléysislega yfir nafnaskrár Islend- ingasagnanna, og áður en stafrófið var hálfnað, fundu þeir sér nöfn, sem ekki voru á hverju strái. Þeir Kirjalax og Kerþjálfaður hófu innréið sina í ríki bókmenntanna, og lönd öll skulfu. Um þetta leyti hafði ég tvo um tvítugt. Og mér fannst það sannarlega ekki mega dragast lengur, að veröldin fengi að vita, livaða álit ég liefði á lienni. Ég var nýr maður í gömlum heimi, og mér þótti ekki vel búið i hendurnar á mér. Ég var ekki ánægður. Ég las með athygli, livað aðrir rituðu, einkum ungir menn. Og ég las með engu niinni athygli það, sem sagt var um hækur þeirra. Sjaldan var ég dónmrun- nm sammála. Ég fór að verða iiræddur uni, að ég hefÖi ekkert vit á hókum. Sagan mín óx ört. Það var eins og henni væri velt niður hrekkur og ausið npp úr lækjum. Efnið lilóðst að lienni. Ég reyndi að lcoma sem Ijósustum orðum nð því, livernig ég fann til, livað ég elsk- aði, hvað ég hataði og hvers ég krafðist mér og mannkyninu til handa. Ég hef heyrt, að sumum finnist þeir vera voldugir, þegar þeir keyra skáld- fákinn sporum. Ekki hvarflaði það að mér. Ég var aðeins sæll. Og stöku sinn- um fannst mér ég vera góður. Ég var feiminn við að leyfa öðrum að lesa söguna mína. Hún var eins og fyrsta ástin. Sögunni var lokið. Ég fór aftur að lesa annarra manna sögur og álit dómar- anna á þeim. Mig langaði til að skrifa þeim vingjarnleg bréf, þessum, sem fengu yfir sig Iiolskeflur af liáði og níði. Ég gerði það þó ekki. Þá fóru að sækja að mér áliyggjur. Ég greip söguna mína í ofboði. Ég las og las og fann betur og betur, hvað þessi vesalingur var herskjaldaður. Ég las hana aftur og hjargaði mörgum högg- stað. Ég las hana í þriðja sinn, og hélt mig hafa bjargað öllu. Ég sleppti kaflanum um það, þegar Jón og Gunna kvöddust, því að ég gat gert Kirjalaxi upp orðin, velluskap, væmni og sætabrauð. Og ég sagði aðeins stutt- lega, að Jón hefði farið alfarinn að lieim- an.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.