Samtíðin - 01.12.1962, Page 25
SAMTÍÐIN
17
—krann leinur áer a s !> ví ao ihrifa ikálaiöcjLi á prem cbögum, enaa er kann:
Afkastamesti skáldsagnahöfundur nútímans
FLESTIR kannast við rithöfundinn
Georges Simenon, sem gert hefur skáld-
sagnaritun að stóriðju, ef svo mætti að
orði kveða. Hvað afköst snertir, hefur
hann komizt fram úr Agöthu Christie, og
er þá mikið sagt. En því er honum jafn-
að við frú Christie, að bæði hafa þau
gert afbrotasögur að sérgrein sinni.
Simenon samdi fju-stu skáldsögu sína
aðeins 17 vetra gamall. Það var 1920.
Æskuverk þetta var skrifað í liefð-
bundnum neðanmálssagnastíl, líklega
einna helzt undir áhrifum frá Eugéne
Sue, höfundi bókarinnar: Leyndardóm-
ar Parísarborgar. En Simenon reif sig
brátt undan þessum áhrifum, og ýmar
af bókum hans eru snöggtum veigameiri
en skemmti- og æsisögur hlaðanna.
Afköst hans hafa verið með ólíkind-
um. Hann skrifaði 200 skáldsögur og
3000 smásögur undir 117 mismunandi
dulnefnum, áður en hann datt ofan á
söguhetjuna, sem gert hefur hann heims-
fi’ægan: Maigret leynilögreglumann. Síð-
an samdi Simenon 18 Maigret-bækur í
striklotu. Fyrirmynd hans dylst ekki:
Sherlock Holmes hjá Sir Arthur Conan
Doyle og Hercule Poirot hjá Agöthu
Christie.
Margir halda, að Georges Simenon sé
franskur. Svo er þó ekki. Hann er Belgíu-
niaður, borinn og harnfæddur í Liége ár-
ið 1903. Nú býr hann í höll frá 16. öld,
sem hann á. Hún stendur í litlum sviss-
neskum bæ við Genéve-vatn, skammt
frá Lausanne. Þar lifir Simenon góðu
lífi á afrakstrinum af ritverkum sínum.
^agt er, að hækur hans hafi verið þýddar
á 23 tungumál og verið prentaðar í 28
löndum. 52 þeirra hafa verið kvikmynd-
aðar, og hefur leikarinn frægi, Jean
Gabin, oft farið með hlutverk Maigrets í
þessum myndum.
Nú er ekki að furða, þótt menn spyrji,
hvernig þessi stórvirki höfundur hagi
vinnubrögðum sínum, þegar liann er að
setja saman hækur.
Áður en hann semur skáldsögu, athug-
ar hann að sjálfsögðu nákvæmlega sögu-
svið sitt. Sé þar um borg að ræða, fær
liann sér a. m. k. kort yfir hana til þess
að kynna sér skipulag liennar, gatnanöfn
og þess háttar. Annað væri óhugsandi,
ekki sízl þar sem hér er um hnitmiðaðar
sakamálasögur að ræða. Simenon kveðst
alltaf gjörþekkja allar sögupersónur sín-
ar, sögusviðið og andrúmsloft sögunnar,