Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN 21 Ingólfur Davíösson: ★ ------------------------- SÍLD VEIÐISKIPIN fylla sig fyrir norðan. Vestanátt og skýjafar syðra. Strákpattar i veiðihug' hópast niður að Reykjavíkurtjörn með tæki sin, blikk- bauka eða sultuglös úr búri mömmu sinnar. Þeir sökkya ilátunum i vatnið og eru jafn ánægðir með fáein liornsíli og síldveiðiskipstjóri eftir ágætt kast. Litlu, göddóttu hornsílin eru lika mesti merkisfiskur og mergðin geysileg bæði í ósöltu vatni og sjó suður um heim. Þegar hrygningin nálgast i mai og júni, fer liængurinn að safna slýþráðum, sem bann ber í munni sér, og limir þá sam- an með slími af kvið sér og festir við botninn. Býr hann lil hola, haglega gerða kúlu með opi á hliðinni. Þegar þetta breiður er fullgert, er samt mesla erf- iðið eftir, en það er að ná sér i konu og sigra meðhiðlana. Danski dýrafræðingurinn Lieberkincl lýsir þeirri baráttu eitthvað á þessa leið: Hinn grágræni hængur fer nú í brúð- kaupsbúning sinn, þ. e. verður fegurri og litskrúðugri með degi hverjum, rauð- gullinn með blágrænt bak. Stóru gadd- arnir verða nærri hvílir, augun græn- glitrandi. Þarna syndir hrygna álengdar. Hængurinn tekur viðhragð. Litaljóma slær út um hann eins og af innra eldi. Hann syndir til hrygnunnar, nálgast með htrandi danslireyfingum og snertir liana létt með trýninu. Hún er kannske hrif- í sínu litla hornsílishjarta, en læzt samt ekki sjá hann. Er ekki eitthvað svipað til i kveneðl- mu, hvar sem er í heiminum? Hún synd- b' virðulega burt. Hann hikar, en þýtur Ur ríhi ndttúrunnar 30. cjrein Tilhugalíf á Tjörninni svo á eftir. Hún er ekkert að flýta sér, gýtur augunum i laumi til baka til að sjá, hvorl liann komi ekki á eftir. Ef hann hefúr inisst kjarkinn, er hún vís til að gera eitthvað til að eggja hann! Hún er bara að stríða honum og vill auð- vitað láta dást að sér. Þegar liann kemur aftur, fagurglitr- andi og hofmannlegur í hreyfingum, sýn- ir hún enn lítinn áhuga. Annan liæng ber kannske að, og þá er friðurinn úti. Heima-hængurinn óttast keppinaut, reis- ir gaddana og ræðst á gestinn. Ef liann flýr ekki, hefst undir eins grimmasta einvígi. Hrygnan horfir á með velþókn- un. Þeir eru að berjast um liana. Hún sér, að báðir eru i rauninni myndar hængir, litaljómandi í ákafa bardagans. Oftast rekur heima-hængurinn hinn óhoðna á flótta. Hrygnan verður nú eft- irlátari en áður, en er samt ekki laus við óþægð og stríðni. Loks tekst hængn- um að koma henni inn í hreiðrið. Þar gýtur hún um 100 hrognum, sem liæng- urinn flýtir sér að frjóvga. Ilrygnan sinn- ir þeim ékkert, en flýtir sér burt, venju- lega út gegnum hreiðurvegginn. Hæng- urinn gerir við hreiðrið, annast hrognin og gerir að þeim vatnsstraum. Hann þarf líka að verja hreiðrið fyrir ýmsum óvinum, jafnvel lirygnunni, sem þykir hrognin góð lil matar! Er hann nú að nótt og dag og gefur sér vart tíma til að éta. Margar hættur híða seiðanna, þegar þau eru komin úr hreiðri. Þroskinn er ör; þau eru fjölgunarfær á næsta vori. Bæði kynin eru grágræn að lit mestan

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.