Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 16
8 SAMTlÐIN ur þeirrar tölu 85 + 6 = 91 cm, sem er hæfilegt mjaðmamál þitt. — Eða 160 cm liæð: 80 + 6 = 86 cm o. s. frv. Jólabaksturinn PÚÐURSYKURTERTA. Þetta er 'ein- liver Ijúffengasta kaka, sem ég þekki. Hana má hafa í áhæti, ef vill. Hér kemur uppskriftin: 4 eggjahvítur, 2 bollar púð- ursykur þeytist saman og bakist í 5 lög- um í 20 mínútur hvert lag. Vel smurður smjörpappír er notaður sem form. Gæta skal þess að smyrja þá stærð, sem mátu- leg er, því að deigið vill renna nokkuð mikið til. Til að þekja kökuna og á milli laganna þarf upp undir 1 lítra af þeytt- um rjóma, sem er bættur með 2—3 msk. af sultu. Strá skal möluðum hnetum eða möndlum milli laganna, 1 kúfuð tsk. nægir milli hvers lags. Rakist við form- kökuhita. Má elcki bakast í formi. DÖÐLUSTENGUR. 60 g brætt smjör, 130 g púðursykur, 85 g hveiti, 230 g saxaðar döðlur, 115 g saxaðar hnetur eða möndlur, 3 egg, 1 sléttfull tsk. af geri, salt á hnífsoddi. Smjörið og sykurinn hrærist saman, eggin eru látin út í eitt í einu. Síðan er hveitinu, gerinu, döðlunum og hnetun- um jafnað saman við. Rakist í vel smurðri skúffu. Þegar kakan er orðin köld, er hún smurð með bráðnu súkku- laði og skorin í stengur eða tígla. KANELKÖKUR. % kg hveiti, i/2 kg sykur, 6 egg, 2 tsk. kanell, 1 tsk. ger. Eggin og sykurinn hrærist vel. Hveitið, gerið og kanellinn hrærist saman við. Deigið er látið með teskeið á vel smurða plötu og kökurnar bakaðar, þar til þær eru orðnar gulbrúnar. SVO þakka ég ykkur öll bréfin og hlýju kveðjurnar á árinu og hlakka til að svara hréfum ykkar í næsta blaði, sem kemur 1. febrúar 1963. Það er ósk okk- ar, sem skrifum í SAMTÍÐINA, að hlað- ið megi verða sem flestum til fróðleiks og skemmtunar. Við vonum, að það megi á komandi árum verða blað allra ís- lenzkra heimila. Kynnið blaðið sem víð- ast og sendið því marga kaupendur. Svo óska ég ykkur öllum GLEÐILEGRA JÓLA. — Freyja. Nýjasta Parísargreiðslan. INIýstárlegt slökkvistarf „Elskan mín,“ sagði sú nýgifta við mann sinn, „ég á ekkert nema ostbita í matinn f * „Ha!?“ „Kótiletturnar brunnu nefnilega svo hroðalega við, að ég varð að slökkva í þeim með súpunni.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.