Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
27
Við lifum öll undir örlagastjörnum
Sijörnuspur ullru tltttjtt í desemher
1. Nokkrir örðugleikar verða fyrri hluta
ársins. Vertu árvakur (árvökur) í starfi þínu.
Siðan fer allt að ganga betur.
2. Gættu heilsunnar vel. Varastu áhyggjur.
Vorið og síðsumarið 1963 verða bezt til fjár og
ásta.
3. Vertu varkár, reyndu að meta allar að-
stæður rétt og liugsa fram í tímann.
4. Ár talsverðra breytinga, flestra ábatavæn-
legra. Gættu þess að glata ekki stuðningi
'’aldamanna.
5. Á þessu ári verður viturlegt «ð fara að
öllu með gát.
6. Fyrri helming'ur ársins og árslokin verða
íibatavænlegust, en á öðrum tímum ársins
skaltu varast óhöpp.
7. Brcytingar geta orðið á fyrri hluta árs-
ins og ekki allar kærkomnar. Síðan gengur
Þér vel.
8. Afbragðs ár á flestum sviðum.
9. Varastu hrekki á fjármálasviðinu. Gættu
þess -að eiga sem minnst á hættu i þeim efnum.
10. Vænta má nokkurra örðugleika. Vertu
varkár, livað málaferli snertir. Síðsumarið
verður bezti hluti ársins.
11. Varastu breytingar vegna eirðarleysis.
Ágúst—október verða beztu mánuðirnir til
starfs.
12. Dregið getur til nokkurs ósamlyndis á
lyrri helmingi ársins. Seinni hluti þess verð-
Ur gæfusamlegri.
13. Ef þú ætlar að breyta um bústað, skaltu
Sera það á fyrri hluta ársins. Seinni hluti þess
ev óráðnari.
14. Fyrstu 8 mánuði ársins verður þér
Sott til ásta. Síðan skaltu gæta varúðar og vera
við ýmsu búin(n).
15. Þér eykst ábyrgð, en varastu svokallaða
vini þinn.
•6. Ágætt ár, ef þú ert þolinmóð(ur). Dugn-
aður er æskilegur, en stefnubreyting er var-
öugaverð. Ástin er nærstödd.
17. Viðburðarikt og jafnvel ævintýraríkt ár.
^ elferð þín byggist mjög á ráðdeild þinni.
18. Vertu hóflega íhaldssamur(-söm) og
gerðu ekki ónauðsynlegar breytingar, hvað
viðskipti og fjármál snertir.
19. Fyrri helmingur ársins er óráðinn, hvað
ástamál snertir, en síðan eykst þér öryggi og
farsæld.
20. Frá því i •april og fram i september er
útlitið mjög gott, livað störf, fjármál og heim-
ilishagi þína snertir.
21. Ársbyrjunin kann að valda þér vonbrigð-
um, en vegna dugnaðar þíns snýst allt til betri
vegar.
22. TJtlit er fyrir fjárliagslcgan ábata. Árs-
lokin verða bezt.
23. Gott ár á ýmsan hátt, en vertu varkár
næsta haust.
24. Vertu gætin(n) á þessu ári, enda þótt
þér líki ástandið ekki sem bezt. Breytingar eru
varliugaverðar.
25. Úr því að kemur fram á næsta vor, fer
þér að ganga vel. Fjármálin ættu að verða í
góðu lagi.
26. Athafnasamt og hagstætt ár. Útlit er
fyrir aukið athafnafrelsi.
27. Fyrri hluta ársins mun velta á ýmsu.
Hafðu gát á tilfinningum þínum og rasaðu ekki
um ráð fram. Seinni hluti ársins verður af-
farasæll.
28. Veturinn 1963 verður viðsjárverður.
Tímabilið frá apríl og fram i október verður
hagstætt. Árslokin eru óráðin.
29. Gættu heilsunnar vel á miðju árinu. Til
þín verða gerðar auknar kröfur. Veikindi ann-
arra geta valdið þér óþægindum.
30. Við nokkra örðugleika verður að etja, og
árið er ekki sem friðsamlegast. En árslokin
verða betri en á horfðist.
31. Ýmsar breytingar eru i vændum. Tíma-
bilið júlí—september verður bezt til starfs og
fjár. Semdu þig sem bezt að nauðsynlegum
breytingum í árslokin.