Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 39
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR,VITRU"T
ÓÖCýOLt ---------------
GYLFI Þ. GÍSLASON: „Ég tel aukningu
og endurbætur á kennaranáminu, auk
uýrra skilyrða fyrir kennara til að afla
sér framhaldsmenntunar, eitt brýnasta
verkefni, sem nú er þörf á að leysa í ís-
lenzkum fræðslumálum.“
W. SOMERSET MAUGIIAM: „Ég hef
aldrei sagzt vera annað en sá, sem segir
frá. Ég er ekki mikið gefinn fyrir skáld-
sagnahöfunda, sem prédika eða eru með
heimspekilegar vang'aveltur. Ég álít nefni-
lega, að skynsamlegast sé að eftirláta
heimspekingunum heimspekina og félags-
luálafrömuðunum félagslegu umbæturn-
ar. Ég hef gaman af að skrifa smásögur,
leikrit og skáldsögur, og alla tíð nema í
seinni heimsstyrjöldinni, þegar ég skrifaði
áróður, hef ég eingöngu skrifað mér til
skemmtunar. Ég hef gaman af að skrifa.
í meira en hálfa öld hef ég haft það fyrir
vana að loka mig inni í herbergi á hverj-
uni morgni og skrifa fram að morgun-
verði. Þekkir þú söguna um gamlan
Frakka, sem hafði eytt hverju kvöldi um
20 ára skeið hjá ástmeyju sinni? Einn af
vinum hans spurði hann: „En hvei*s vegna
í ósköpunum kvænistu henni ekki?“ Á-
hyggjufullur svaraði hann: „Hvar ætti ég
þá að vera á kvöldin?“ Ég líkist þessum
gamla manni. Hvernig ætti ég að verja
uiorgnunum, ef ég hætti að skrifa?“
WILLIAM JAMES: „Svörnustu óvinir
hverrar bjóðar eru ekki erlendir fjendur,
heldur landráðamenn hennar sjálfrar.
Vegna þeirra þjóðníðinga þarfnast menn-
iug þjóðarinnar sífelldra björgunarað-
gerða.“
OLIVER GOLDSMITH: „Skemmtanalíf
or óskemmtilegasta tilvera, sem hugsazt
getur.“
fbjjar (uekur ^
Guðni Jónsson: Skyggnir II. hefti. Alpýðlegur
fróðleikur og skemmtan. 174 bls., ób. kr. 92.00.
Studia Centenalia. In honorem Benedikt S. Þór-
arinsson. Edidit nepós Benedikt S. Benedikz.
Minningarrit með greinum eftir 11 kunna ís-
lenzka og erlenda fræðimenn i tilefni 100 ára
árstiðar hans 6. nóv. 1961. 165 bls., ób. kr.
280.00.
Elías Halldórsson: Þjóðsögur og sagnir. 217 bls.
ób. kr. 75.00.
Jón Thorarensen: Rauðskinna. XI—XII hefti.
Æviþættir. 122 bls., ób. kr. 68.00.
Indriði G. Þorsteinsson: Sjötíu og níu af stöðinni.
Skáldsaga með myndum. 3. útgáfa. 148 bls.,
ób. kr. 190.00.
Sveinn Víkingur: Lára miðill. Bókin segir frá
dulhæfileikum og miðilsstarfi. 197 bls. íb. kr.
220.00.
Jónas Þorbergsson: Lif að loknu þessu. Aldar-
fjórðungs miðilsþjónusta Hafsteins Björns-
sonar. 270 bls., íb. kr. 240.00.
Cyril Scott: Fullnuminn. Bók um andleg mái
og dulræna speki. Steinunn S. Briem þýddi.
274 bls., íb. kr. 260.00.
Guðrún frá Lundi: Stýfðar fjaðrir II. bindi.
Skáldsaga. 226 bls., íb. kr. 175.00.
Vigfús Guðmundsson: Minningar Vigfúsar.
Þroskaárin. Með myndum. 256 bls., íb. kr.
175.00.
Salómon Heiðar: Söngvasafn. 30 sönglög. Ljós-
prentað eftir handriti. 47 bls., ób. kr. 75.00.
Martinus: Leiðsögn til lífshamingju. Fyrir-
lestrar um andleg vísindi. Þorsteinn Hall-
dórsson þýddi. 144 bls., íb. kr. 180.00.
John Osborne: Bretland. Lönd og þjóðir. 3.
bók. Lands- og þjóðlýsing í máli og mynd-
um. (Litmyndir). Jón Eyþórsson þýddi. 174
bls., íb. kr. 250.00.
Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bæk-
urnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
BÓKAVERZLIJIM
ÍSAFOLDARPREtMTSMIÐJU H.F.
Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 1-45-27.