Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN
25
Kvonbænir í Mexikó
ÞAÐ er ekkert áhlauþaverk aS kvæn-
ast í Mexikó. Kunnugir segja, að það
gerist í 8 áföngum, sem hér segir:
1. Eftir að faðir stúlkunnar hefur veitt
leyfi, má tilvonandi maður liennar
standa fyrir utan gluggann hjá henni og
tala við hana.
2. Nokkrum mánuðum seinna biður
hann náðarsamlegast um að mega tala
við liana í dyrum foreldrahúsanna.
3. Missiri seinna leyfist honum að
hjóða henni á dánsleik, en ekki einni,
heldur verða systkin hennar, föðursyst-
ur og föðurbræður að vera með i för-
inni!
4. Nokkrum mánuðum seinna er svo
talið tímabært að fitja upp á trúlofun.
5. Eftir hæfilegan tíma er svo minnzt á
brúðkaup, en við það er oft ekki kom-
andi, og er lagt blátl við því til að byrja
með.
6. Loks er brúðkaupsklukkunum þó
hringt.
7. Að brúðkaupi loknu afsalar faðir
brúðarinnar sér allri ábyrgð á henni.
Komi sú nýgifta í ofboði heim til for-
eldranna og kvarti sáran undan fram-
komu manns síns, sem bæði sé drykk-
felldur og lauslátur, fær hún venjulega
þetta svar: Góða mín. Það kemur mér
alls ekkert við. Því verður þú sjálf að
ráða bót á, væna mín. Móðir nýgiftu kon-
unnar má þó segja tengdasyninum til
svndanna.
8. Mexíkóbúar þjást flestir af biturri
afbrýðisemi. Þess vegna er eilíft uppi-
stand á heimilunum. En hjónabörídin
reynast engu að síður Iialdgóð. Eigin-
maðurinn er einráður á heimilinu, og
kona hans má ekki fara í heimsókn nema
með levfi lians. Er hann þá vanur að
fylgja henni og sækja hana. Ilið eina,
sem hún má fara án leyfis er út á torg
að kaupa í matinn!
Það er ekki ofsögum sagt af kúwerskri
menningu. Tveir Kínverjar lentu í hörku
rifrildi á götu í Peking, og safnaðist
brált að þeim múgur og margmenni. Evr-
ópumaður, sem var þarna staddur, sagð-
ist vera hissa á því, að mennirnir skyldu
ekki hreintega stást.
„Það gera þeir aldrei,“ sggði einn
hinna gulu, „því að sá, sem greiðir fyrsta
höggið, hefur þar með kannazt við, að
hann hafi á röngu að standa.“
Dómarinn: „Og af hverju eruð þér
kominn hér aftur?“
Sökudólgurinn: „Vegna trúar minn-
ar.“
„Trúar?"
„Já, ég trúði því statt og stöðugt, að
ég gæti brotizt lít úr fangelsinu, og mér
varð að trii minni."
Faðirinn: „Hvernig eru framtiðarhorf-
ur yðar, ungi maður?“
Tilvonandi tengdasonurinn: „Góðar,
nema dóttir yðar hafi skrökvað því, að
þér væruð stórríku r.“
Frúin: „Má ég kynna yður fyrir syni
mínum, prófessor, dr. phil. Jóni Jónssyni,
riddara af fálkaorðunni?"
„Með ánægju. Það er aldrei, að piltur-
inn er orðinn forgylltur að aftan’ og
framan!“
Kennarinn: „Hvað er samnefni?"
Nemandinn: „Orð, sem maður nolar,
ef maður getur ekki stautað sig fram úr
rétta nafninu á einhverju."