Samtíðin - 01.12.1964, Síða 22

Samtíðin - 01.12.1964, Síða 22
14 SAMTÍÐIN Aðfaranótt 17. febr. 1836, kl. 1.30. Það var í dag, á þessum tíma sólar- hringsins, fyrir þrem árum, sem ég hvíldi í fyrsta sinn i örmum þínum. Aldrei hef ég lifað dásamlegri stund en þá ævin- týralegu samveru. Þá nótt úthelltum við sálum okkar. Þá nótt varð ég allur sem nýr af þér ... 18. febrúar 18^0. Nú eru liðin 7 ár, engillinn minn. Þú ert alltaf dásamlegri og dásamlegri, ég hrifnari og hrifnari. Fegurð þin er eins og ást mín, sí-ung. Árin liða, en ekkert breytist í hjörtum sem okkar. Tréð hef- ur dýpri rætur. Það er allt og sumt. Þú ert nú orðin hluti af lífi mínu. Frá þeim degi, er ég sá þig fyrst, varstu hluti af sálu minni. Þú ert mér meira en lcona — á daginn ertu ilmjurtin min, á nóttunni ertu minn skæri logi. 17. febrúar 18U. Ellefu ár í dag, vesalings engillinn minn. Ellefu ástarár, ellefu hamingjuár! Þökkum Drottni. Á þessum ellefu árum, æ, sem hafa liðið svo fljótt! liefur sál þín fórnað feiknunum öllum af viðkvæmni, af fórn- arlund, af tryggð, af dygð; og samt er þessi fagra sál ríkari en nokkru sinni áður. Augu þín hafa gefið mér mörg bros, munnur þinn marga kossa, og samt er hið blíða andlit þitt unglegra eu nokkru sinni áður. Þú hefur gefið allt, og allt hefurðu varðveitt. Ég hef fengið allt, og þú liefur allt. Það eru ekki nema stjörnur himinsins, sem geta úthellt geislum sínum þannig án afláts, án þess að Ijós þeirra dvíni ... 16. febrúar 1862. Hár okkar er hvítt. Fyrir tuttugu og níu árum var það svart. Þetta er það eina, sem hefur breytzt. Hjörtu okkar eru hin sömu. Þau eru eins og árið 1833 liefði verið í gær, og þeim eru þrjátíu árin sem þrjátíu klukkustundir — Guði sé lof og þökk! Meiri hluti lífsskeiðs okkar er nú að baki. Við höfum átt okkar jarðnesku æsku. Við nálgumst liina eilífu æsku. Sjá, þar er hin mikla sólarupprás, og í því mikla ljósi hýr hin mikla ást .. • 16. febrúar 1881■ Djúp og sæl endurminning. Heilög nótt! Fjörutíu og átta ár eru liðin, síðau þú varst gefin mér! Ég hef átt þig nieð leynd, þig, fegurðina, þig, yndisþokk- ann, þig, konu aldarinnar! Megi þessi dagur ávallt verða mikill. Hjartkæra vina. Ég elska þig, ég á þiá’ ég blessa þig, ég dái þig. Þú vekur mér gleði, er þú hrosir, og liryggð, þegar þú verður döpur á svipinn. En vertu nú ekki lirygg! Vertu mér alltaf til gleði. Vertu von mín og huggun. Ég hugsa um þig, ég lifi í þér, ég treysti þér, þú gagntekui' mig, þú átt mig, þú hrífur mig burt með þér, þú heillar mig og töfrar mig, °S verndarenglar okkar hrosa, og við verð- um smám saman að sálum, og hlátt húm- ið færist yfir hjörtu okkar, ó, hezta vina, og þar, skannnt frá okkur, lyftist tjald- skör liiminsins ofurhægt.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.