Samtíðin - 01.12.1964, Qupperneq 26

Samtíðin - 01.12.1964, Qupperneq 26
18 SAMTlÐlN Ur nli náttúrunnar 50. grein Höfðu fornaldardýr tannpínu? INGÓLFUR DAVIÐSSON: ★ ---------------------------------- „TANN SKEMMDIR eru menningar- sjúkdómur. Þið étið allt of mikið af sykri og sælgæti á unga aldri, tennurnar veikl- ast, gerlar mynda holur í þær, tannpinan kemur, og hrátt verður tanngarðurinn reglulegur tindaskagi á að líta.“ Þetta er dagsatt, en jafnrétt er hitt, að skemmdir af völdum gerla eru ekki nýtt fyrirbæri. Læknar og steingervingafræð- ingar hafa oft fundið vott um gerlasjúk- dóma í leifum dýra og plantna í æva- fornum jarðlögum víðsvegar um heim. í steinrunnum heinum og tönnum forn- aldardýra hafa fundizt gerlaskemmdir, er átt hafa sér stað, meðan dýrin lifðu fyrir tugmilljónum ára, t. d. tannáta hæði hjá hestum og hellnabjörnum. Svip- aðar tannskemmdir hafa líka fundizt hjá slöngueðlum, sem lifðu á fiski í sæ á krítartimabilinu og voru ógurlega tenntar. Það eru elztu merki tannálu, og eru liklega allt að 100 milljón ár liðin, síðan þessar stóru eðlur þjáðust af tann- pínu! Flestir þekkja jötunuxa og járnsmið. f 50 milljón ára gömlum mókolalögum í Þýzkalandi fundust óvenju vel varð- veittar dýraleifar og m. a. ein lítil bjalla (frænka járnsmiðs og jötunuxa) og í loftæðakerfi hennar greinileg merki gerla. Gerlar hafa líka fundizt í um 200 milljón ára steinkolalögum í steinrunn- um trjáleifum, svipaðir gerlum, sem á okkar dögum stuðla að fúnun viðar. Vottur um ígerð af völdum gerla hefur líka fundizt í beinum ýmissa skriðdýra, sem uppi liafa verið á krítartímabilinu. T. d. hafa fundizt bein, sem augljóslega hafa brotnað, meðan dýrið lifði og gró- ið saman aftur, stundum undursamlega vel, en á sumum má sjá, að ígerð hefur komizt i brotið. Hafa sum dýrin látið lífið, áður en brotið var að fullu gróið. Menn liafa fundið rifhein hvaleðlu, sem brotnað hafa og gróið að fullu. Jafn- vel beinhrot risaeðlu liafa oft gróið vel, svo geysiþung sem liún hefur þó verið, jafnvel lærheinsbrot. Á einni slikri hafði löppin bersýnilega hæklazt og stytzt, svo að dýrið hefur gengið lialt eftir áfallið- Lýs hafa lengi ásótl bæði menn og dýr* Mörg smádýr iiafa varðveitzt undravel í rafi. 1 einu rafstykki fannst hártopp' ur af litlu nagdýri, skyldu íkorna. Á hár- um þess fundust prýðilega varðveitt lúsaegg, fesl nákvæmlega eins og gerist í dag. Þetta litla, lúsuga nagdýr lifði fyr' ir um 50 milljónum ára! Menn liafa fundið i milljón ára gönd- um beinum skemmdir, sem eru nákvæni- lega eins og missmíði í heinum af völd- um herkla og gigtar nú á tímum, og merki um nýrnasteina i hellnabirni fi’a ísöld. Örugg einkenni beinkramav spen- dýra liafa oft fundizt, og virðist hein- krömin hafa verið sérlega algeng á kulda- skeiðum, þegar erfitt liefur verið fyru’ dýrin að afla sér kalkauðugrar og fjör- efnaríkrar fæðu. Hafa t. d. mörg bogin beinkramarbein fundizt í fjallahelhnn Mið-Evrópu frá ísöld. Tennur ungra dýra bera þá einnig vott næringarskorts. Dýr- in gátu ekki betur en þau gerðu, en sama verður naumast sagt um tann- skemmdir o. fl. menningarkvilla okkar kynslóðar!

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.