Samtíðin - 01.12.1964, Side 35

Samtíðin - 01.12.1964, Side 35
SAMTÍÐIN 27 Nýjar erl. bækur ® GYLDENDAL í Khöfn hefur sent okk- Ur þessar hækur: Charles Chaplin: Mit Liv. Það er ekki ofmælt, að allur hinn menntaði heimur hafi heðið ævisögu Chaplins með eftir- væntingu, frá því að það fréttist, að hann væri að slcrifa liana. Nú er hún komin út 1 0 löndum samtímis og verður sjálfsagt þýdd á enn fleiri mál. Þetta er 450 síðna bók í stóru hroti. Höfundur, sem er að verða 75 ára, segir frá mjög dapurlegri °g örðugri bernsku sinni í ógeðfelldu hverfi í Suður-London, en rekur síðan þi'oskaferil sinn á leiklistarbrautinni nieð London og HollyWood í baksýn og hregður uj)p glöggum myndum af leik- hstarstarfi í London og kvikmyndagerð vestan hafs. En fjöldamargt annað flétt- ast inn í þá frásögn. Þar er sagt frá fjölda leikara, sem margir hverjir eru nú gleymdir, en einnig ýmsu stórmenni, seni höf. hitti á lífsleiðinni. Bókin er skrifuð í „Dichtung und Wahrheit“ stil 1 vellíðan og góðu næði í Sviss, eflir að Chaplin hafði horfið frá Bandaríkjun- Urn, af því að hann taldi sér þar ekki lengur við værl af pólitískum ástæðum. Lærdómsríkast er ef til vill að kynnast þvi, hvernig leikstíll hinnar furðulegu °g ógleymanlegu manngerðar, sem Chaplin skóp og varð heimsfrægur fyr- lr i kvikmyndum sínum, þróaðist stig af stigi. Ebba Hentze og I. C. Lauritzen hafa snarað bók Cliaplins á ágæta dönsku. Af þýðingu þeirra verður ekki dæint um ritfærni höfundar, en engan myndi furða á því, þótt hann væri stór- um meiri leikari á yngri árum en rithöf- undur i ellinni. Og alltaf má búast við nokkurri hlutdrægni í ævisögum, livað þá í sjálfsævisögum. Verð: óh. d. kr. 52.00, ib. 68.00 R. Broby-Johansen: Historien om Ma- leriet i Europa fra Istid til Nutid. Þetta er ein af liinum handhægu og ódýru Uglubókum Gyldendals, tilvalin til að hafa í vasa og lita í, þegar stund gefst (147 bls., vei-ð: ób. d. kr. 14.75). Við höfum oft minnzt á liöfund hennar hér í blaðinu. Hann er einn merkasli list- fræðingur, sem við höfum kynni af, e. t. v. ágætastur vegna þess hve alþýðlega og skemmtilega hann skrifar um öll þau feikn, sem hann veit og vill miðla öðrum. Ilann liefur ekki tekið nein skólapróf i listfræðum og gegnir engu embætti. Þess vegna þarf hann hvorki að setja upp merkissvip, þegar hann skrifar né troða sjálfum sér upp á lesandann. En hann hefur mjög ákveðnar skoðanir að hætli sjálfmenntaðra manna, sumar e. t. v. nokkuð einstrengingslegar. Dugnaður hans er furðulegur. Það eru orðin ein- hver ósköp, sem maðurinn hefur skrifað. í þessari bók rekur hann i örstuttum þáttum sögu málaralistarinnar í Evrópu allar götur frá ísöld til okkar daga, en 40 heilsíðumyndir eru lesmálinu til skýr- ingar. Lesandinn er sannarlega ekki alls ófróður um evrópska myndlistarsögu að loknum lestri bókarinnar. ♦ NÆSTA blað SAMTlÐARINNAR kem- ur 1. febrúar 1965. Vöruhappdrætti S.Í.B.S. óskar öllum íslendingum nær og f jær

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.