Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 37

Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 37
SAMTÍÐIN 29 Leitum leiðsögu stjarnanna á næsta æviári okkar Stjörnuspá allra daga í desember ★ ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ 1. Hcillavænlegar breytingar eru i vændum. Gott ár til ásta, hjúskapar og félagsmálastarfs. 2. TJtlit er fyrir nokkrar deilur. Forðastu málaferli. Gættu heilsunnar vel við árslok 19G5. 3. Forðastu óróleika, því að hann myndi valda þér óþægindum. Samstarf við athafna- nienn getur orðið þér ábatasamt. 4. Gættu varúðar í störfum þínum og atvinnu- rekstri og farðu vel með fjármuni þína. Var- astu að fara inn á nýjar brautir. 5. Vertu varkár og staðfastur(föst) í samskipt- um við ættingja og nágranna, ef til árekstra kemur. G. Fyrstu 8 mánuðir ársins verða mjög gæfu- rikir. Síðan skaltu varast deilur og þras. 7. Þetta verður mikið framfaraár. Þú skalt hrinda fjármála- og atvinnuáformum þínum i ffamkyæmd, og liikaðu ekki við að gera breyt- ingar. 8. Gættu þess að vera forsjál(l) í viðskipt- um og fjármálaaðgerðum. Varastu breytingar a heimilishögum þínum. 9. Vertu varkár i fjármálum og forðastu alla ahættu i þeim efnum. Við vörum þig við nýj- um vinum. 10. Haltu þinu striki, þrátt fyrir mótspyrnu, sem þú kannt að verða fyrir í daglegum störf- um. Hvikaðu ekki frá hugsjónum þínum. 11. Fyrri liluti ársins verður góður til fjár °g ásta. Siðan máttu búast við nokkurri óvild. 12. Á þessu ári mun væntanlega skiptast á meðlseti og nokkurt mótlæti. Varastu breyt- ingar án þess að gera þér vcl grein fyrir af- leiðingum þeirra. 13. Varastu að gagnrýna aðra. Gott ár til starfs. Þér mun farnast vel, ef þú ert ekki of áhrifagjarn (gjörn). 14. Þú kannt að verða fyrir nokkrum von- bnigðum fyrri hluta ársins, og þvi þarftu að semja þig að aðstæðunum. Siðan fer allt að ganga miklu betur. 15. Þér verður þörf forsjálni i fjármálunum. Lánaðu ekki peninga, og stofnaðu ekki til áliættu i þeim efnum. 16. Viðburðarikt ár, og nú er ráð að beita heilbrigðri skynsemi. Þú liefur mikla mögu- leika i hendi þér. 17. Varastu að láta stöðva framtakssemi þina. Vertu vökul(l) og áræðin(n). Seinni liluti ársins verður þér happadrýgstur. 18. Þetta kann að verða ár allmikilla breyt- inga, sumra ef til vill fremur ógeðfelldra, en þær geta liaft góðar afleiðingar með tilstyrk annarra manna. 19. Það hillir undir breytingar á heimili þínu. Vertu samvinnuþýð(ur), en ekki vand- setin(n). Samstarf við aðra er skilyrði góðs árangurs. 20. Þetta verður að mörgu leyti hagstætt ár. Vonir geta rætzt, en sniðgakktu ekki óskir ann- arra. 21. Það er mjög undir sjálfum (sjálfri) þér komið, að þér notist af samstarfi og ástúð ann- arra. Varastu of mikla eigingirni. 22. Þetta ár kann að reyna nokkuð á þolin- mæði þína. Varastu að sóa verðmætum. Börn virðast munu auka þér ánægju. 23. Útlit er fyrir veruleg fjárhagsleg höpp á fyrri liluta ársins. Siðan skaltu gæta varfærni i meðferð verðmæta. 24. Mikið athafnaár i vændum, en jafnframt breytingar á ýmsum sviðum. Þá er sjálfsagt að gæta varúðar. 25. Þú munt þurfa að sigrast á einhverjum örðugleikum. Treystu ekki um of loforðum og fagurgala annarra. 26. Útlit er fyrir góðan árangur i samstarfi og ástamálum. Vertu athafnasamur(söm), og láttu tafir ekki á þig fá. 27. Með heilbrigðri skynsemi mun þér tak- ast að sigrast á smávegis örðugleikum og mót- spyrnu. 28. Reynsla þin og þekking mun gera þér fært að leysa þann vanda, sem þér kann að bera að liöndum. 29. Miklar líkur eru til þess, að þú hagnist vel á þessu ári. Vertu fámál(I) um áform þin. 30. Nokkrir örðugleikar og tafir kunna að steðja að þér á fyrri liluta ársins. Síðan rætist vel úr öllu. Varðveittu sjálfstraust þitt og sæktu örugg(ur) fram. 31. Ágætt ár til ásta. Útlit er fyrir ferðalag. Margt gengur þér i vil, en láttu meðlætið ekki leiða þig í gönur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.