Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 4
4 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR EÞÍÓPÍA, AP Á árlegum leiðtoga- fundi Afríkubandalagsins var Bingu wa Mutharika, forseti Mal- aví, kosinn leið- togi bandalags- ins. Moammar Gaddafí, hinn skrautlegi leið- togi Líbíu, er því ekki lengur leiðtogi Afríku- bandalagsins, en undanfarið ár hefur hann farið með það embætti við mismikla hrifningu Afríkubúa jafnt sem annarra. Embættið skiptist á milli leið- toga aðildarríkja Afríkubanda- lagsins og er árlega kosið í emb- ættið. Kosning Gaddafís í embættið fyrir ári sætti harðri gagnrýni. - gb Afríkusambandið: Gaddafí ekki lengur í forsvari MOAMMAR GADDAFÍ JAPAN, AP Kínverjinn Feng Zhengzhu, sem hefur barist ötul- lega fyrir mannréttindum í Kína, yfirgaf alþjóðaflugvöllinn í Tókíó í gær eftir að hafa hafst þar við í nærri þrjá mánuði. Síðan snemma í nóvember hafði hann neitað að yfirgefa flugvöllinn eftir að kínversk stjórnvöld höfðu neitað honum um að snúa aftur heim frá Japan. Feng skipti um skoðun eftir að hafa rætt við fulltrúa kínverskra stjórnvalda, sem hittu hann á flugvellinum í síðustu viku. Hann ætlar að snúa til Kína um miðjan febrúar og segist sannfærður um að fá leyfi til þess þá. - gb Kínverji í Japan: Hírðist í níutíu daga á flugvelli VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 5° 0° -1° 5° 0° -4° 0° 0° 22° 5° 11° 5° 21° -13° 5° 14° -1° Á MORGUN Strekkingur með S- strönd annars hægari. 6 2 MIÐVIKUDAGUR Strekkingur með S- strönd annars hægari. -3 -41 -4-2 -3 -2 -3-2 0 2 1 1 0 -0 -1 -1 -3 -0 -2 -4 4 6 6 3 3 4 7 2 2 ÚRKOMULÍTIÐ Þótt það falli lítils háttar él sums staðar á landinu næstu daga er ekki hægt að segja ann- að en að á heildina litið verði úrkomu- lítið og jafnvel nokkuð bjart. Það bætir í vind með suðurströndinni á morgun en annars verður fremur hægur vindur víða næstu daga. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður TÓNLIST Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir blúskvöldi í kvöld á tónleikastaðnum Rosenberg. Er hugmynd tónleikahaldara að safna peningum fyrir Haítí og íslenskar björgunarsveitir. Sigurgeiri Guð- mundssyni, formanni Slysavarna- félagsins Landsbjargar og Blús- þrjóti, verða afhentir peningarnir sem safnast og verður hann lát- inn um að koma þeim þangað sem mest er þörf. Meðal þeirra sem koma fram eru Ragnheiður Gröndal og Guð- mundur Pétursson, Blúsþrjótar, Strákarnir hans Sævars, Sólveig Þórðardóttir, einnig þekkt sem Solla soulfoul, og fleiri tónlistar- menn. - hhs Styrktartónleikar á Rosenberg: Blús fyrir Haítí HAÍTÍ Yfirvöld á Haítí óskuðu á laugardag eftir aðstoð SOS-barna- þorpanna við að tryggja öryggi 34 barna sem reynt hafði verið að smygla úr landi. Þetta kemur fram á heimasíðu SOS-barnaþorpanna. Um tíu Bandaríkjamenn voru stöðvaðir með börnin, sem voru á aldrinum þriggja mánaða til tólf ára, þegar þeir reyndu að koma þeim yfir til Dóminíska lýðveldis- ins án tilskilinna leyfa. Bandaríkjamennirnir tengjast samtökunum New Life – Children Refuge. Þeir halda því fram að ætlun þeirra hafi verið að flytja börnin á munaðarleysingjahæli í Dóminíska lýðveldinu. - kg Yfirvöld á Haítí: SOS-barnaþorp hýsi börnin Mótmæli brotin á bak aftur Lögreglan í Rússlandi braut í gær á bak aftur mótmælafundi í Moskvu og Pétursborg. Tugir mótmælenda voru handteknir, þar á meðal þekktir stjórnarandstæðingar á borð við Boris Nemtsov, Eduard Limonov og Oleg Orlov. RÚSSLAND SVISS Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, skýrði frá því að sjóðurinn ætli að leggja 100 millj- ónir dala í sérstakan sjóð, sem notaður verður til þess að aðstoða fátæk ríki við að takast á við afleiðingar hlýnunar jarðar. Á loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember gagnrýndu fátæku ríkin þau ríku fyrir að veita þeim ekki næga fjárhagsaðstoð til þess að takast á við hlýnunina og afleiðingar hennar. - gb Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Leggur fé í sjóð til loftslagsmála VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for- seti Venesúela, hefur átt í vaxandi vandræðum undanfarið. Mótmæl- um hvers konar hefur fjölgað gegn þessum harða vinstrimanni sem lengst af ellefu ára valdatíð sinni átti miklum vinsældum að fagna meðal landsmanna. Óánægjuefnin eru mörg: mesta verðbólgan í Suður-Ameríku, æ tíðari rafmagnsleysistímabil, vax- andi ofbeldi í glæpaheiminum og bankahneyksli sem tengist æðstu stjórn landsins. Í síðustu viku streymdu dag eftir dag þúsundir manna út á götur í borgum landsins til að mót- mæla lokun sjónvarpsstöðvarinn- ar RCTV, sem hafði ekki farið dult með andstöðu sína við forsetann. Þá sagði Ramon Carrizalez, aðstoðarforseti og varnarmála- ráðherra landsins, af sér í vikunni, en sagði ástæður afsagnarinnar reyndar vera persónulegar. Verðbólgan í landinu er komin upp í 25 prósent þrátt fyrir ströng efnahagshöft og bitnar það illa á almenningi. Gengisfelling í jan- úar, sem ætlað var að auðvelda ríkinu að standa straum af nýjum útgjöldum, verður líklega til þess að hækka verðlagið enn frekar. Ofan á allt saman hefur fram- leiðsla olíuiðnaðarins, sem er und- irstaða ríkisútgjaldastefnu forset- ans, dregist saman, að hluta til vegna þess að skort hefur á nýjar fjárfestingar í greininni. - gb Ólga meðal almennings í Venesúela eftir ellefu ára valdatíð vinstristjórnar: Vaxandi andstaða við Chavez BÚSÁHALDABYLTING AÐ HEFJAST? Kona ber á pott í fararbroddi mótmæla í Caracas. Líklega þarf ekki að velkjast í vafa um hvaðan fyrirmyndin að þessu formi mótmæla er fengin. FRÉTTABLAÐIÐ/AÆ LÖGREGLUMÁL Starfsmenn Straums buðu íslenskum útflutningsfyrir- tækjum upp á gjaldeyrisviðskipti á aflandsmörkuðum eftir að Alþingi samþykkti gjaldeyrishöft Seðla- bankans í nóvember 2008 og þar til skömmu áður en hann fór í þrot í mars í fyrra. Tilboð bankans hljóð- aði upp á tíu prósenta hærra gengi en skráð var hjá Seðlabankanum, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Þráfaldur orðrómur var um ólög- mæt gjaldeyrisviðskipti Straums í gegnum útibú hans erlendis eftir að gjaldeyrishöftin voru sett. For- svarsmenn bankans vísuðu honum á bug og fór William Fall, þá for- stjóri bankans, þess á leit við Seðla- bankann og Fjármálaeftirlitið að þau tækju gjaldeyrisviðskiptin til sérstakrar skoðunar fyrir ári. Líkt og fram hefur komið eru fjórmenningarnir, sem grunað- ir eru um ólögmæt gjaldeyrisvið- skipti fyrir um níutíu fyrirtæki og einstaklinga, fyrrum starfsmenn Straums. Efnahagsbrotadeild Rík- islögreglustjóra gerði húsleit á fjór- um heimilum og einni starfsstöð í tengslum við málið á föstudag og yfirheyrði fjórmenningana fram yfir miðnætti sama dag. Mennirnir eru allir búsettir í Bretlandi en störfuðu hjá miðl- unarfyrirtækinu Aserta AB, sem skráð er í Svíþjóð. Grunur leikur á að þeir hafi tekið við erlendum tekjum íslenskra fyrirtækja þar og keypt fyrir hann krónur í staðinn. Gengi krónunnar var allt að fjöru- tíu prósentum lægra þar en hjá Seðlabankanum á þeim tíma sem grunur leikur á að gjaldeyrisvið- skiptin hafi átt sér stað. Gjaldeyrisviðskiptin fóru meðal annars fram í gegnum Bretland, Kanada og Lúxemborg en krón- urnar komu inn í landið í gegn- um reikning hjá Arion banka. Upp komst um málið eftir að Seðla- bankinn setti regluvörð í bankann í nóvember í fyrra til að fylgjast með innflæði á krónum af erlend- um reikningum. Seðlabankinn sendi málið til Fjármálaeftirlitsins (FME), sem kærði málið til ríkis- lögreglustjóra. Veltan á reikningum Aserta nam 48 milljörðum króna á tímabilinu sem er til rannsóknar. Þar af komu þrettán milljarðar inn í landið. „Við vitum ekki hversu margir milljarðar eru enn erlendis,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins. Hann bendir á að búið sé að kyrrsetja tvö hundruð milljónir króna af áætluðum hagn- aði viðskiptanna. Ekki sé útilokað að upphæðin hækki enda áætlaður hagnaður allt frá einum til fimm milljarða króna, að sögn Gunnars. Enn eigi eftir að ræða við við- skiptavini Aserta, að sögn Gunn- ars. jonab@frettabladid.is Buðu aflandsvið- skipti fram að þroti Straumur stundaði gjaldeyrisviðskipti með krónur á aflandsmarkaði eftir að höft voru sett hér fyrir rúmu ári. Áætlaður hagnaður fyrrum starfsmanna bankans hleypur á milljörðum. Enn á eftir að ræða við fyrirtækin, segir forstjóri FME. RANNSÓKNIN KYNNT Á FÖSTUDAG Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabankanum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, og Gunnar Andersen, forstjóri FME, fræddu blaðamenn um Aserta-málið fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GENGIÐ 29.01.2010 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,2631 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,37 127,97 205,49 206,49 177,74 178,74 23,873 24,013 21,602 21,73 17,340 17,442 1,4110 1,4192 197,81 198,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VERÐ KR. 9.900 VERÐ KR. 13.900 Handklæða-ofnar Hitastýrð sturtusett með öllu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.