Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 16
16 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
UMRÆÐAN
Jónína Bjartmarz skrifar um
hlut kvenna í stjórnum hluta-
félaga
Með breytingu á lögum um hlutafélög vorið 2006 sam-
þykkti Alþingi nokkur sérákvæði
u m opi nber
hlutafélög, ohf.,
sem ætlað var
að skapa aukið
ga g ns æi og
aðhald um rekst-
ur og starfsemi
þeirra (lög nr.
90/2006). Meðal
annars var lög-
leidd skilgrein-
ing á opinberum
hlutafélögum, þ
e. til hverra hlutafélaga sérregl-
urnar tækju, settar voru sérregl-
ur um upplýsingagjöf stjórnar-
manna og framkvæmdastjóra um
eign í félögum, ákvæði um vissa
upplýsingaskyldu þessarar tegund-
ar hlutafélaga, sem eru undanþeg-
in bæði ákvæðum stjórnsýslu- og
upplýsingalaga, um rétt kjörinna
fulltrúa, alþingismanna eða sveit-
arstjórnarmanna eftir atvikum,
til setu á aðalfundum og rétt sömu
til að bera fram fyrirspurnir og
um aðgang fjölmiðla og skyldu
til að boða þá á aðalfundi. Þegar
frumvarpið að lögunum var lagt
fram var sérstakt ákvæði um kyn
stjórnarmanna sem hljóðaði svo:
„Við kjör í stjórn opinbers hluta-
félags skal gæta sérstaklega að
lögum um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla.”
„Einungis að teknu tilliti til odda-
tölu stjórnarmanna“
Í meðförum þingsins kom í ljós
allvíðtækur vilji til að kveða sterk-
ar að orði um jafnan hlut kynj-
anna í stjórnum þessarar tegund-
ar hlutafélaga og var meðal annars
vísað til þess að ríkinu bæri að
skapa fyrirtækjum í einkaeigu
fordæmi að þessu leyti auk þess að
vera sjálfu sér samkvæmt og þeim
stefnumiðum sem Alþingi hafði
ítrekað sett með jafnréttislögum.
Við lokaatkvæðagreiðslu reynd-
ist meirihlutavilji á Alþingi fyrir
þeirri breytingatillögu af tveimur
sem lengra gekk og kvað á um að
við kjör í stjórn opinbers hlutafé-
lags skuli tryggt „að í stjórninni
sitji sem næst jafnmargar konur
og karlar“. Í þessu felst að hlut-
ur kynjanna skal vera eins jafn
og oddatala stjórnarmanna leyfir,
þ.e. að stjórnir ohf. skuli skipa sem
næst jafnmargar konur og karlar
einungis að teknu tilliti til odda-
tölu stjórnarmanna, eins og skýrt
kom fram í umræðum á Alþingi og
í atkvæðaskýringu undirritaðrar,
flutningsmanns breytingartillög-
unnar.
Hvaða hlutafélög eru opinber?
Á þessum tíma, rétt fyrir þing-
frestun vorið 2006, reyndist undir
meðferð málsins ekki hægt að fá
upplýsingar um hvaða hlutafélög
væru opinber skv. þeirri skilgrein-
ingu sem Alþingi lögleiddi og enn
þann dag í dag er margt á huldu í
því efni, a.m.k. er hvergi að finna
yfirlit eða tæmandi talningu á
ohf. Þannig eru skv. nefndará-
liti 1. minnihluta viðskiptanefnd-
ar Alþingis, dags. 12. des. 2009,
(Þskj. 426-71. mál) - um frumvarp
til laga um breytingu á hlutafé-
lagalögum - opinber hlutafélög 5
talsins, en skv. upplýsingum sem
ég hef aflað og finnast m.a. í rík-
isreikningi eru þau 9 eftirgreind;
Flugstoðir ohf., Keflavíkurflug-
völlur ohf., Matís ohf., Neyðarlínan
ohf., Orkubú Vestfjarða ohf., Rarik
ohf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf.,
Suðurlindir ohf. og Ríkisútvarp-
ið ohf. Samsetning stjórna þess-
ara félaga sýnir að vel hefur tek-
ist til að framfylgja ákvæðunum
um jafnan hlut kynjanna, ef frá er
talið Suðurlindir ohf. með aðeins
eina konu í 5 manna stjórn.
Skv. 2. málsgrein 1. gr. laga um
hlutafélög merkir opinbert hluta-
félag „ … félag sem hið opinbera,
einn eða fleiri hluthafar, á að öllu
leyti, beint eða óbeint. Slíkum
félögum einum er rétt og skylt að
hafa orðin opinbert hlutafélag í
heiti sínu eða skammstöfunina ohf.
og má tengja orðin eða skammstöf-
unina heiti eða skammstöfun á
hlutafélagi.“ Af þessari skilgrein-
ingu er ljóst að hvorki ríki né sveit-
arfélög eiga val um hvort félög í
þeirra eigu beri ohf. í nafni sínu,
svo framarlega sem eignarhald
þeirra er eins og ákvæðið lýsir.
Hvað með öll hin félögin í „opin-
berri eigu“?
Hvað með önnur félög, sem líka
er að finna í ríkisreikningi og
hvað með öll nýju félögin sem
hið opinbera, ríki og/eða sveitar-
félög, eiga að öllu leyti, beint eða
óbeint? Hvað t.d. með nýju bank-
ana og dótturfélög þeirra á meðan
íslenska ríkið var eini hluthafinn?
Nú á þetta kannski aðeins við um
nýja Landsbankann, sem heitir að
ég held NBI hf. Er það með vilja
eða fyrir vankunnáttu og hyskni
að skyldubundna ákvæðinu skv.
skilgreiningunni í hlutafélagalög-
unum er ekki fylgt um þau félög.
– Eins og ég gat um í upphafi þá
ná sérákvæði laganna til annars
og fleira en kynjahlutfalls í stjórn-
um og því tel ég það forgangsmál
á þessum síðustu og verstu tímum
fyrir ríkisstjórn sem kvaðst vilja
kenna sig við gagnsæa stjórnar-
hætti og opna og lýðræðislega
stjórnsýslu að tryggja að þessum
lögum sé fylgt.
Sá réttur sem lögin veita kjörn-
um fulltrúum felur jafnframt í sér
a.m.k. siðferðilega skyldu til eft-
irlits og aðhalds með opinberum
hlutafélögum. Því er það eðlileg og
sjálfsögð krafa til alþingismanna
og sveitarstjórnarmanna, þeir
gangi á eftir réttri framkvæmd
laganna og byrji á því að tryggja
að öll félög sem skilgreining þeirra
tekur til beri ohf. í heiti sínu.
Hver ber ábyrgðina á framkvæmd-
inni?
Engan veginn liggur í augum uppi
hvar ábyrgðin á þessari lagafram-
kvæmd liggur. Er framkvæmdin
alfarið á ábyrgð viðskiptaráðherra
eða fjármálaráðherra, sem að því
ég best veit fer með hlutabréf rík-
isins í þeim félögum sem ríkið á,
eða jafnvel félagsmálaráðherra,
a.m.k. hvað varðar ákvæðið sem
lýtur að jöfnum hlut kynjanna?
Ber sá síðastnefndi, sem ráð-
herra sveitarstjórnamála ábyrgð
á lagaframkvæmd sveitarfélaga að
þessu leyti, hvað varðar hlutafélög
í þeirra eigu?
Það voru upp til hópa karlar sem
komu okkur á þann efnahagslega
kalda klaka sem þjóðin nú finn-
ur sig á. Sú staðreynd ein og sér,
að viðbættum ýmsum rannsókn-
um, sem meðal annars sýna meiri
arðsemi fyrirtækja með stjórnum
skipuðum jafnt konum og körlum,
ætti að duga stjórnvöldum til að
grípa í taumana, jafnvel þó laga-
skyldan um jafnan hlut kynjanna
væri ekki fyrir hendi.
Ímynd Íslands
Ástæða þess að ég fór að skoða
þessi mál, eftir nokkurt hlé, var
fyrirspurn sem mér var send, af
alþjóðlegum samtökum fyrir aukn-
um efnahagslegum áhrifum og
völdum kvenna, um hlut kvenna
í stjórnum íslenskra fyrirtækja,
með sérstaka áherslu á opinberu
hlutafélögin og reynsluna af sérá-
kvæði þeirra, sem ekki hafði tek-
ist að afla trúverðugra upplýs-
inga um úr stjórnsýslunni. Þar til
fyrir liggur hver þau eru í raun,
opinberu hlutafélögin skv. skil-
geiningu hlutafélagalaga, er engu
hægt að svara sannleikanum sam-
kvæmt um hlut kvenna í stjórnum
íslenskra ohf. – sem auk annars er
afleitt fyrir ímynd Íslands á marg-
víslegum vettvangi erlendis.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Opinber hlutafélög og hlutur kvenna í stjórnum
JÓNÍNA BJARTMARZ
UMRÆÐAN
Gísli Hjálmtýsson skrifar um orkumál
Mikið er rætt um nauðsyn þess að fara í stóriðjuframkvæmdir sem undir-
stöðu til endurreisnar íslensks efnahags-
lífs. Þrýst er á að hnekkja lýðræðislegri
ákvörðun Hafnfirðinga um að hefta frekari
útbreiðslu álversins í Straumsvík. Á sama
tíma er talað um að fjárfesta stórfé í Helgu-
vík, virkjunum, háspennulínum og öðrum
nauðsynjum fyrir orkufrekan iðnað.
Erfitt er að sjá hvernig á að fjármagna allar þess-
ar framkvæmdir. Með skuldabréf ríkisins metin
sem rusl verður nær ógerlegt fyrir sveitarfélög og
fyrirtæki – og þar með talin orkufyrirtækin – að
fjármagna sig á erlendum mörkuðum á viðskipta-
forsendum. Eftir að hafa pissað yfir helstu vina-
þjóðir okkar verður fjármögnun á pólitískum for-
sendum torsótt.
Jafnvel ef lánsfé væri að fá, er staða þjóðarbús-
ins þannig að mjög vafasamt er að stofna til nýrra
stórskulda. Hugmyndir þess efnis benda til að for-
ystumenn þjóðarinnar átti sig ekki á þeim skulda-
vanda (eða endurfjármögnunarvanda) sem er fram
undan og einkennist umræðan af sama óraunsæi og
einkenndi orðafar og athafnir útrásarvíkinga jafnt
sem stjórnmálamanna síðustu ár.
En hvað annað kemur til greina?
Virkjanir fyrir álver í Helguvík kosta í kringum
300 milljarða króna. Þetta fjármagn yrði að taka að
láni erlendis með ábyrgð þjóðarinnar. Allt umstang-
ið veldur þensluáhrifum á framkvæmdatímanum,
þ.e. í 3-5 ár, þar með talið verða til allmörg ný störf
á framkvæmdatímanum og síðan um 400 störf til
framtíðar. Vaxtakostnaður af þessum framkvæmd-
um er varlega áætlaður um 16,5 milljarðar á ári í
25-40 ár.
Í stað þess að reisa nýtt álver ættum við að loka
álverinu í Straumsvík og breyta því í miðstöð
nýsköpunar fyrir orkutengda starfsemi. Til að nýta
hafnaraðstöðuna mætti nýta einn kerskálann fyrir
sérhæfðan þunga- eða efnaiðnað. Í annan kerskál-
ann mætti setja netþjónabú. Hvort tveggja er starf-
semi sem getur greitt 6-7 sent á kwh í stað þeirra
tveggja senta sem Alcan greiðir. Í þriðja skálann
mætti síðan setja upp nýsköpunarmiðstöð fyrir
grænan orkutengdan iðnað.
Sérhæfður þunga- eða efnaiðnaður sem myndi
nýta um 120 MW og greiða 6-7 sent á kwh myndi
tryggja óbreyttar tekjur af orkusölu miðað við tekj-
urnar af núverandi starfsemi. Höfnin, ferskvatn
og stoðmannvirki myndu nýtast án mikils kostn-
aðar. Verkefnistengdur kostnaður yrði greiddur og
fjármagnaður af erlendum eigendum verkefnisins.
Gámavætt netþjónabú þarf stöðugar undirstöður,
kælivatn og spennistöð fyrir lágspennu. Allt þetta
er til staðar í Straumsvík. Umbreyting eins kerskál-
ans fyrir slíkt netþjónabú krefst umtals-
verðrar vinnu iðnaðarmanna sem myndi að
mestu vera fjármögnuð af leigjendum, sem
jafnframt ættu og fjármögnuðu gámana og
tækjabúnað þeirra. Slíkt netþjónabú gæti
keypt allt að 120 MW á verði sem gæti verið
stighækkandi t.d. frá fjórum sentum í sjö
sent á þremur árum. Nýsköpunarmiðstöð
fyrir grænan orkutengdan iðnað er löngu
tímabær á Íslandi, og jákvæð endurnýting á
aðstöðunni í Straumsvík.
Gera má ráð fyrir að hin nýja Straumsvík
myndi ráða sem flesta núverandi starfsmanna til
hinnar nýju starfsemi. Jafnvel þótt ríkið ábyrgðist
óbreytt laun fyrir alla þá sem misstu vinnuna væri
sá kostnaður væntanlega vel innan við tveir millj-
arðar á ári. Önnur störf og afleidd störf yrðu fleiri
en vegna álversins.
Kostir þessa umfram nýtt álver í Helguvík með
öllu tilheyrandi eru umtalsverðir og jákvæð áhrif á
hagvöxt veruleg og varanlegri. Svæðið er tilbúið og
því engin þörf fyrir skuldsetningu landsins vegna
stoðvirkja; engin fjárfesting í virkjun, engin fjár-
festing í háspennulínum, engin fjárfesting í höfn
eða öðrum stoðvirkjum. Fjármögnun umbreytingar
svæðisins kæmi frá erlendum leigjendum/eigend-
um tveggja verkefnanna og myndi fela í sér umtals-
verðar framkvæmdir og vinnu, sem að langmestum
hluta yrði unnin af Íslendingum. Breytingu þriðja
kerskálans í nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orku-
tengdan iðnað mætti auðveldlega fjármagna með
innlendu fjármagni.
Orkusölutekjur af hinni nýju Straumsvík yrðu
tvöfalt meiri heldur en af núverandi starfsemi.
Tekjuaukningin kæmi án viðbótarskuldsetningar
þjóðarinnar og vaxtagreiðslna. Ofan á það bættist
svo ávinningur af Nýsköpunarmiðstöð fyrir græn-
an orkutengdan iðnað. Að auki yrði nýja starfsemin
umtalsvert umhverfisvænni en starfsemi álversins.
Ef gert er ráð fyrir tveimur milljörðum ár ári sem
framlagi til reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar,
yrði heildarkostnaður þjóðarinnar vegna sólarlags
álversins og reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar
innan við fjórðungur vaxtakostnaður virkjana fyrir
álver í Helguvík.
Við Íslendingar erum yfirskuldsett þjóð og horf-
um fram á gríðarlegan fjármögnunarvanda næstu
árin. Við megum ekki skuldsetja okkur enn frekar.
Ég skora á Hafnfirðinga, stjórnvöld og nýjan for-
stjóra Landsvirkjunar að hafna frekari virkjunum
í bráð, hafna frekari lántökum þjóðarinnar í þágu
stóriðju og hafna stækkun álversins í Straumsvík.
Þess í stað skora ég á hlutaðeigandi að loka álver-
inu í Straumsvík, og endurnýta svæðið fyrir orku-
tengda nýsköpun, og selja orkuna á þreföldu því
verði sem nú er gert.
Höfundur er stjórnarformaður
Thule Investments.
Virkjum ódýrt – lokum Straumsvík
GÍSLI
HJÁLMTÝSSON