Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 38
22 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Linz eirikur@frettabladid.is HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari var afar stoltur af árangri landsliðs- ins í handbolta sem í gær vann til bronsverðlauna á Evrópumeist- aramótinu í handbolta sem lauk í Austurríki í gær. Ísland vann sigur á Póllandi, 29- 26, í leik um bronsverðlaunin eftir stórbrotna frammistöðu í fyrri hálfleik. Guðmundur hafði mörgum að þakka eftir leik og sagði stuðning íslensku þjóðarinnar hafa verið liðinu ómetanlegur. „Við erum búnir að finna fyrir stuðningi íslensku þjóðarinnar sem er stórkostlegur. Það hefur verið einstakt að finna fyrir því og hvet- ur okkur áfram til að hjálpa þjóð- inni á erfiðum tímum. Það dreif okkur áfram því við vildum gera allt sem við gátum til að koma með eitthvað jákvætt í lífið á Íslandi,“ sagði Guðmundur við Fréttablað- ið eftir leik. „Svo vil ég taka það sérstak- lega vel fram að þessi hópur sem hefur starfað í kringum liðið og á bak við tjöldin er einstakur hópur manna sem á ríkan þátt í þessum árangri,“ sagði hann. „Þau hafa unnið dag og nótt og það hefur verið einstök reynsla að vinna með þessu góða fólki.“ Einn úr þjálfarahópnum, Gunn- ar Magnússon, þurfti að fara aftur til Íslands á miðju móti vegna svip- legs fráfalls nákomins ættingja. „Við ákváðum að tileinka Gunn- ari og hans fjölskyldu þennan árangur. Eitt af hans hlutverk- um var að útbúa sérstök hvatn- ingarmyndbönd fyrir liðið og hefur hann haldið áfram að gera það þrátt fyrir áfallið. Þetta hefur hann sent okkur með hjálp nets- ins og það sýnir hversu stórkost- legan mann hann hefur að geyma að hann skuli hafa hjálpað okkur á þennan hátt,“ sagði Guðmundur. Hann sagði liðið hafa sett sér tvö markmið fyrir mótið. „Annað var að endurskrifa íslenska handbolta- sögu og ná góðum árangri annað stórmótið í röð. Það tókst og erum við afskaplega stolt af því.“ En stefndi liðið jafnvel enn hærra en í þriðja sætið? „Já, jafnvel. Við stefndum mjög hátt. Það verður ekki meira sagt,“ sagði hann og brosti. Hann játar því að þó svo að liðið hafi staðið sig vel á mótinu sé allt- af hægt að bæta sig. „Ég vona það að minnsta kosti,“ sagði hann. „Ég vona líka að þessir leikmenn muni áfram gefa kost á sér í landsliðið því þeir hafa stað- ist þessa miklu þrekraun gríðar- lega vel. Það er erfiðara að spila á þessu móti en á Ólympíuleikum og þar að auki voru gæði handboltans hér í Austurríki mjög mikil. Hand- boltinn hér hefur verið stórkostleg- ur,“ sagði Guðmundur. „Við megum því vera mjög stolt af þessum árangri. Ég er sjálfur mjög stoltur og hrærður enda get ég ekki verið annað. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna með þessum leik- mönnum.“ Guðmundur er samningsbund- inn HSÍ til ársins 2012 og heldur því áfram að þjálfa landsliðið. „Ég á ekki von á því að hætta enda með samning.“ Stórkostlegt að finna stuðninginn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var stoltur og hrærður eftir að íslenska landsliðið vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í handbolta. „Við megum vera mjög stolt.“ BIKAR FYRIR ÞRIÐJA SÆTIÐ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari með Ingimundi Ingimundarsyni og Sturlu Ásgeirssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER > Róbert bætti markamet Geirs Róbert Gunnarsson bætti fimmtán ára markamet Geirs Sveinssonar þegar hann skoraði 6 mörk úr 6 skotum á móti Póllandi í leiknum um þriðja sætið á Evrópumót- inu í Austurríki. Róbert skoraði þar með 33 mörk í 8 leikjum á mótinu og varð fyrsti íslenski línumaðurinn sem hefur skorað meira en fjögur mörk að meðaltali í leik á stórmóti. Róbert bætti með því met Geirs Sveinssonar frá HM á Íslandi 1995 en Geir komst þá í úrvalslið mótsins eftir að hann skoraði 28 mörk í 7 leikjum, eða 4 mörk að meðaltali í leik. Ólafur Stefánsson sagði það æðislega tilfinningu að hafa unnið til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Hann, eins og allir aðrir leikmenn íslenska landsliðsins, tileinkaði Gunnari Magn- ússyni og hans fjölskyldu þennan árangur. „Það er sérstakt að helga þessu einum manni og fjölskyldu hans. Það gefur þessu enn meiri dýpt að hafa unnið þetta. Ég vona að hann sé glaður með það og geti notað þessa minningu til að halda áfram,“ sagði Ólafur. „En það er auðvitað skrýtið að enda mótið svona glaður með bronsið. Við erum í það minnsta ánægðari í dag en þegar við unnum silfrið í Peking þó svo að silfur sé alltaf betra til lengri tíma litið. En það er gaman að enda vel.“ Hann sagði frammistöðu íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik hafa verið sögulega. „Ég held að þetta sé besti varnarleikur sem við höfum sýnt. Sóknar- leikurinn var líka mjög góður.“ Ólafur átti í vandræðum með Slawomir Szmal, markvörð Póllands, allan leikinn. „Hann varði nánast allt sem er gott hjá honum. Við vorum ekki lélegri fyrir vikið en það sýndi bara hvað við áttum inni. Hefði allt dottið inn í dag hefðum við líklega unnið með tólf til fjórtán mörkum.“ Hann hrósaði líka Hreiðari Guðmundssyni markverði fyrir að koma inn á í lokin og verja nokkur afar mikilvæg skot. „Það verður að hrósa honum fyrir að hafa setið á bekknum og komið svo inn og staðið sig svona vel. Það sýnir hvað breiddin í hópnum er góð og hún hefur verið okkar styrkur. Það voru allir að taka þátt.“ Ólafur var valinn í lið móts- ins og var eini leikmaður Íslands í því liði. „Ég hef oft verið betri þegar á heildina er litið. Ég átti sex góða leiki en það voru þó tveir leikir þar sem var lítið um skotfæri og ég átti ekki að fá að skjóta. En ég er óánægður með þessa síðustu tvo leiki þar sem ég hef nú oftast haldið mér góðum út svona mót. En þeir sem velja í þetta lið hafa sínar ástæður og í raun ekkert að segja við því.“ Ólafur ætlar að halda áfram að spila með landsliðinu. „Á meðan ég er í atvinnumennsku og get hjálpað til þá verð ég áfram.“ ÓLAFUR STEFÁNSSON: VALINN Í LIÐ MÓTSINS OG ÆTLAR AÐ HALDA ÁFRAM MEÐ LANDSLIÐINU Örugglega besti varnarleikur sem við höfum sýnt HANDBOLTI Róbert Gunnarsson átti frábæran leik með Íslandi gegn Póllandi í gær og skoraði sex mörk úr sex skotum auk þess sem hann fiskaði eitt víti. „Við náðum bronsi og náðum að vinna þennan leik. Það skiptir engu hvort það var með einu eða tíu mörkum,“ sagði hann skæl- brosandi eftir leikinn. „Við vorum auðvitað hundfúlir eftir að hafa tapað fyrir Frökk- um. Ég var mjög lélegur og það voru fleiri sem voru ekki að spila vel. Ég vildi ekki enda mótið þannig.“ Hann sagði að menn hefðu fengið að blása aðeins eftir leikinn á laugardaginn en svo var hafist handa. „Það var tekinn mjög ítarlegur myndbandsfundur enda sýndum við það í leiknum að við vorum með þá. Við vildum líka sanna bæði fyrir sjálfum okkur og öðrum að við getum fylgt á eftir góðu móti. Við náðum ekki gull- inu en þó verðlaunapening sem er stórkostlegur árangur.“ - esá Róbert Gunnarsson: Vildi ekki enda mótið illa Í LEIKSLOK Róbert Gunnarsson faðmar Alexander Petersson. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Það var þreyttur en afar ánægður Guðjón Valur Sig- urðsson sem kom í viðtal til blaðamanns Fréttablaðsins eftir leikinn gegn Póllandi í gær. „Það var ekki auðvelt að rífa sig upp fyrir leikinn í dag, hvorki andlega né líkamlega. Ég var algerlega búinn á því í síðari hálfleik og gat varla skotið leng- ur,“ sagði hann. „En ég er glaður og ánægður með að vera hluti af þessu liði. Það er synd að þurfa að skilja við strákana. Ég væri til í að vera í þessu liði allt árið. Þetta er ein- stakur hópur og það er gaman að tilheyra honum.“ - esá Guðjón Valur Sigurðsson: Er algerlega búinn á því BRONS Í HÖFN Guðjón Valur fagnar á móti Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Frakkland varð í gær Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á Króatíu í úrslitaleik EM í handbolta sem lauk í Austurríki í gær. Þar með er liðið núverndi heims-, Evrópu- og Ólympíumeist- ari og því hefur engu liði tekist áður í sögunni. „Þessi þrenna verður skráð á spjöld sögunnar,“ sagði hinn magnaði markvörður Frakka, Thi- erry Omeyer, sem varði alls tólf skot í leiknum í gær. „Við erum með alla þrjá titlana samtímis. Það er ótrúlegt!“ Leikurinn var jafn í fyrri hálf- leik en Króatar voru þó með und- irtökin og komust í þriggja marka forystu, 12-9. Frakkar skoruðu hins vegar þrjú síðustu mörkin í fyrri hálf- leik og eftir að Domagoj Ducnjak skoraði fyrsta mark síðari hálf- leiks komu fimm frönsk mörk í röð. Króatar náðu að minnka mun- inn aftur í eitt mark eftir þetta en Frakkar náðu aftur að sigla fram úr og tryggja sér sigurinn. „Ég er mjög ánægður með árangur liðsins,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka. „Þetta hefur verið mjög erfitt mót og gríðarlega sterkt.“ Frakkar byrjuðu illa á mót- inu en náðu að toppa á réttum tíma. „Sjálfstraustið hefur aukist eftir því sem liðið hefur á keppn- ina. Liðið hefur því spilað betur og spilað mjög kröftugan hand- bolta.“ Hann óskaði einnig Króötum til hamingju með árangurinn. „Króatar eru með ungt lið og leik- ir okkar hafa verið mjög erfiðir. Þannig verður það væntanlega áfram.“ Frakkar unnu einnig Króata í úrslitaleik HM á síðasta ári en lögðu Íslendinga í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking. Nikola Karabatic fór mikinn í gær og skoraði sex mörk, þar af nokkur afar mikilvæg bæði í lok fyrri hálfleiks og þess síðari. Vedran Zrnic skoraði sjö mörk fyrir Króata. - esá Frakkar unnu Króata 25-21 í úrslitaleik Evrópumótsins í Austurríki í Vín í gær og eru handhafar allra titla: Söguleg þrenna Frakka í handboltanum GULLÞRENNA Frakkar eru heims- meistarar, Ólympíumeistarar og Evrópumeistarar. MYND/DIENER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.