Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 1. febrúar 2010 27 EINSTAKAR HERRAVÖRUR ÁN ILM– OG LITAR– EFNA  KÖRFUBOLTI Það verða Haukar og Keflavík sem munu mætast í bika- úrslitaleik Subwaybikars kvenna en það var ljóst eftir undanúrslita- leikina um helgina. Keflavík vann 49 stiga sigur á 1. deildarliði Fjöln- is á föstudagskvöldið, 97-48, og Haukarkonur unnu síðan 32 stiga sigur á Njarðvík, 73-41, á Ásvöll- um í gærkvöldi. Nýliðar Njarðvíkur byrjuðu vel í leiknum í gær og komust í 11-6 en þá vaknaði Haukaliðið, skoraði fimmtán síðustu stig 1. leikhluta og leiddi 21-11 eftir hann. Eftir það voru Íslandsmeistararnir með góð tök á leiknum undir forustu Kiki Lund og Heather Ezell og í hálf- leik munaði orðið 21 stigi á liðun- um þar sem Haukaliðið var komið í 45-24. Seinni hálfleikurinn var því nánast formsatriði en í lokin mun- aði 32 stigum á liðunum. Kiki Lund átti flottan fyrri hálf- leik þar sem hún skoraði 16 af 18 stigum sínum og Heather Ezell gældi að venju við þrennuna með 16 stigum, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum. Næst þeim kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir. var með 9 stig og 11 fráköst. Shantrell Moss skoraði 16 stig hjá Njarðvík. Þetta verður í fjórða sinn á sex árum sem Haukakonur komast í Höllina en þær voru líka í bikar- úrslitaleiknum 2005, 2007 og 2008 en þá fengu þær silfur. - óój Haukar og Keflavík munu mætast í úrslitaleik Subwaybikars kvenna eftir undanúrslitaleiki helgarinnar: Haukar í Höllina í fjórða sinn á sex árum BARÁTTA UM FRÁKÖSTIN Haukakonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir í frákastabaráttu við Njarðvíkurkonur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Subwaybikar kvenna í körfu Haukar-Njarðvík 73-41 (45-24) Stig Hauka: Kiki Lund 18, Heather Ezell 16, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9, Helena Hólm 7, María Lind Sigurðardóttir 6, Heiðrún Hauks dóttir 5, Sara Pálmardóttir 4, Kristín Fjóla Reyn isdóttir 4, Bryndís Hreinsdóttir 3, Auður Ólafs dóttir 1. Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 16, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Sigurlaug Guðmundsdóttir 6, Harpa Hallgrímsdóttir 4, Heiða Valdimarsdóttir 3, Helga Jónasdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2. Fjölnir-Keflavík 47-98 (13-59) Stigahæstar: Bergdís Ragnarsdóttir 15, Eva María Emilsdóttir 14 - Kristi Smith 20, Bryndís Guð mundsdóttir 14, Birna Valgarðsdóttir 14, Eva Rós Guðmundsdóttir 10, Hrönn Þorgrímsdóttir 10. N1 deild kvenna í handbolta KA/Þór-HK 27-23 (14-9) Mörk KA/Þór: Martha Hermansdóttir 7, Arna Val gerður Erlingsdóttir 6, Unnur Ómarsdóttir 6, Ásdís Sigurðardóttir 4, Inga Dís Sigurðardóttir 2, Katrín Vilhjálmsdóttir 1, Kolbrún Einarsdóttir 1. Mörk HK: Helena Jónsdóttir 4, Lilja Lind Pálsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Elín Baldursdóttir 3, Líney Rut Guðmundsdóttir 3, Elva B.Arnar sdóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdottir 1, Heiðrún Helgadóttir 1 Víkingur-Stjarnan 17-40 (13-21) Mörk Víkings: Guðríður Ósk Jónsdóttir 4, Helga Lára Halldórsdóttir 3,Berglind Halldórsdóttir 3, Anna María Bjarnadóttir 3, María Karlsdóttir 2, Guðny Halldorsdóttir 1, Jóhanna Guðbjörnsd. 1. Mörk Stjörnunnar: Jóna Sigríður Halldórsdótt ir 17, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 8, Alina Daniela Tamason 4, Elíasabet Gunnarsdóttir 4, Esther Victoria Ragnarsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Guðrún Hrefna Guð jónsdóttir 1, Þorgerður Anna Atladóttir 1, Unnur Ýr Viðarsdóttir 1. ÚRSLITIN FÓTBOLTI Rafael Benítez, stjóri Liverpool, sendi frá sér yfir- lýsingu í gær til að blása á þær kjaftasögur að hann sé búinn að ná samkomulagi við Juventus. Ensku slúðurblöðin voru í gær uppfull af fréttum þess efnis að Benítez myndi taka við ítalska liðinu í sumar. „Ég vil að það sé á kristaltæru að ég hef ekki gert samkomu- lag við Juventus. Ég hef ekki og mun ekki funda með fulltrú- um Juventus né annarra félaga. Ég er með langtímasamning við Liverpool og er ánægður hér. Efst í huga mér er að koma Liver- pool aftur meðal fjögurra efstu liða deildarinnar,“ sagði Benítez. Ciro Ferrara var rekinn frá Juventus á dögunum og Alberto Zaccheroni stýrir liðinu út tíma- bilið. - egm Yfirlýsing frá Rafa Benítez: Er ekki að taka við Juventus SIGUR UM HELGINA Benítez stýrði Liver- pool til sigurs gegn Bolton á laugardag. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Mikil gleði braust út í Egyptalandi í gær og dansað var úti á götum Kaíró þegar þjóð- in varð Afríkumeistari í fótbolta í þriðja skipti í röð. Egyptaland vann Gana 1-0 í jöfnum úrslita- leik en varamaðurinn Mohamed Gedo skoraði eina mark leiksins með fallegu skoti sex mínútum fyrir leikslok. Þetta sigurmark kom gegn gangi leiksins en Gana haði gert sig lík- legra áður en það kom. Egypta- land hefur hampað Afríkumeist- aratitlinum sjö sinnum, oftar en nokkur önnur þjóð. - egm Afríkumótið í fótbolta: Þriðji í röð hjá Egyptalandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.