Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 1. febrúar 2010 13 Með líf- og sjúkdómatryggingu hjá Lífís býrðu þér og þínum nánustu öruggari og áhyggjulausari framtíð. Mikilvægt er að upphæð tryggingarinnar endurspegli ólíkar þarfir þínar á hverjum tíma hvað varðar fjölskyldustærð og fjárhagslegar skuldbindingar. Kíktu á lifis.is eða hafðu samband í síma 560 5000 og kláraðu málið núna. *Samkvæmt verðskrá Lífís miðað við tvítuga reyklausa konu og að vátryggingarfjárhæðin sé 2 milljónir kr. fyrir líftryggingu og 2 milljónir kr. fyrir sjúkdómatryggingu. Það borgar sig að byrja ungur og hraustur. Það kostar ekki nema 479 krónur á mánuði að líf- og sjúkdómatryggja sig hjá Lífís.* Það er einfalt að líf- og sjúkdómatryggja sig hjá Lífís. Þú klárar málið á lifis.is. F í t o n / S Í A DÓMSMÁL Ríflega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir rán, fjöl- mörg innbrot, þjófnaði og fleiri brot. Ríkissaksóknari ákærir manninn meðal annars fyrir tvö rán. Í sept- ember síðastliðnum öskraði hann á starfsmann verslunar á Laugavegi og neyddi hann til að opna peninga- kassa. Þar stal maðurinn rúmum 109 þúsund krónum. Síðara ránið framdi hann í verslun í Engihjalla. Þar ógnaði hann starfsmanni með hnífi og stal 56 þúsundum úr pen- ingakassanum. Lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu ákærir manninn fyrir fimmtán brot. Hann reif seðlaskipti- kassa af vegg Landspítalans í Foss- vogi og henti honum út um glugga. Þrisvar braust hann inn í Gamla bókasafnið, forvarnar- og fræðslu- setur Hafnarfjarðar og stal þar meðal annars tölvum og flatskjá. Í afgreiðslu Hótels Hafnarfjarðar lét hann greipar sópa og stal fartölvu og farsíma, ásamt fleiru. Þá er mað- urinn ákærður fyrir tvö innbrot, í íbúð og bílskúr þar sem hann stal rándýrum tölvu- og tækjabúnaði. Að auki stal hann fjórum bílum og er jafnframt ákærður fyrir fíkni- efnaakstur og fleiri brot. Loks stal hann áttatíu sígarettu- pökkum úr afgreiðslu bensínstöðv- ar. - jss Rúmlega tvítugur maður ákærður fyrir rán, fjölmörg innbrot og þjófnaði: Stórþjófur rændi verslanir GAMLA BÓKASAFNIÐ Maðurinn braust meðal annars í þrígang inn í Gamla bókasafnið. ÁLFTANES Tillögur Eftirlitsnefnd- ar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) um úrbætur í málefnum Álftaness liggja ekki fyrir. Sveitarfélagið á í miklum fjár- hagsvanda og skilaði á mið- vikudag skýrslu til EFS. Nefnd- in fundaði á fimmtudag en mun fjalla á ný um málefni Álftaness í dag eða á morgun. EFS mun síðan gera tillögur til Kristjáns L. Möller sveitarstjórn- arráðherra um aðgerðir vegna vanda Álftnesinga. Kristján hefur að auki kallað eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórn- sýslu og rekstri Álftaness undan- farin ár. - pg Eftirlitsnefnd sveitarfélaganna: Fundar áfram um Álftanes DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega þrítugan karlmann fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot. Manninum er gefið að sök að hafa í byrjun síðasta árs haft í eigu sinni táragasbrúsa og haft í vörslum sínum veiðihníf með löngu blaði. Í lögreglubifreið á leið frá Nönnugötu að lögreglustöð- inni við Hverfisgötu hótaði hann lögreglumanni ofbeldi með því að segja að hann ætlaði að láta bróð- ur sinn vita af lögreglumannin- um og það myndi kvarnast upp úr tönn á honum auk þess sem hann myndi hljóta ýmsa aðra áverka, skrámur og marbletti. - jss Rúmlega þrítugur maður: Hótaði lög- reglumanni ÞÓRÐUR SVERRISSON Forstjóri Nýherja segir endurreisn fyrirtækja sem bank- arnir hafi tekið yfir skekkja samkeppnis- aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL VIÐSKIPTI Nýherji tapaði 686 millj- ónum króna á síðasta ári sam- anborið við 771,5 milljóna tap í hittifyrra. Tapið féll að mestu til á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Það nam 506 milljónum króna á fjórð- ungnum, sem var tæplega tvöfalt meira en árið á undan. Haft er eftir Þórði Sverrissyni, forstjóra Nýherja, að árið hafi verið fyrirtækinu afar erfitt og skrifist það á mikinn samdrátt í eftirspurn á tæknibúnaði og upp- setningu á hugbúnaði. Hann segir endurreisn bankanna á fyrirtækj- um sem þeir hafi tekið yfir óeðli- lega og raskað samkeppnisað- stæðum. - jab Dregur út tapi Nýherja: Segir bankana skekkja stöðuna ALÞINGI Steinunn Valdís Óskars- dóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, og Ögmund- ur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi ráðherra, vilja að rannsóknarnefnd verði skipuð um aðdraganda þess að Ísland lýsti yfir stuðningi við innrásina í Írak árið 2003. Munu þau leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í vikunni. Ákvörðun þáverandi ríkis- stjórnar Íslands Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um stuðn- ing við stríðið hefur verið mjög umdeild síðan hún var tekin. Skoðanakannanir á sínum tíma sýndu mikla andstöðu við ákvörð- unina. Þingmenn VG og Sam- fylkingar gagnrýndu harðlega stuðning Íslands við aðgerðir Bandaríkjanna og bandaþjóða. Tveir stjórnarþingmenn: Vilja rannsókn á stuðningi við innrásina í Írak Hvarf úr eftirlitskerfi Tólf tonna línubátur, sem hvarf úr fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, fannst rétt eftir hádegi í gær. Ekkert amaði að skipverjum. Rafmagnsbilun olli því að sendingar hættu að berast Landhelgisgæslunni. Báturinn var þá staddur um átján sjómílur norðvestan af Garðskaga. LANDHELGISGÆSLAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.