Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 1. febrúar 2010 15
UMRÆÐAN
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
skrifar um efnahagsmál
Er ekki eitthvað athugavert við kennsluefnið ef duglegu nem-
endurnir fá lélegu einkunnirnar
en lélegu nemendurnir fá góðu
einkunnirnar?
Skoðum dæmi um tvö lönd, land
A og land B.
Land A er aðili að Alþjóðavið-
skiptastofnuninni. Það innleiddi
fullt viðskiptafrelsi árin 1994-
1995 með lækkun tolla og afnámi
innflutningshafta og fór þar í öllu
eftir bókinni frá Alþjóðabankan-
um í Washington. Það innleiddi
víðtækar breytingar á hagkerfinu
í átt til frjálsræðis, þ.m.t. einka-
væðingu, heimilaði erlent eign-
arhald á innlendum fyrirtækj-
um, heimilaði flutning á hagnaði
úr landi og þar fram eftir götun-
um. Það lagði sig fram um að vera
fyrirmyndarnemandi Washing-
ton-samkomulagsins (the Wash-
ington Consensus) og er staðsett
aðeins nokkur hundruð mílur frá
stærstu mörkuðum heims.
Land B er ekki aðili að Alþjóða-
viðskiptastofnuninni og það hefur
viðhaldið innflutningshömlum
og tollum allt að 30-50%. Við-
skipti eru að
mestu í hönd-
um ríkisfyrir-
tækja. Það tak-
markar erlent
eignarhald á
innlendum fyr-
irtækjum, og
er staðsett um
4000 mílur frá
stærstu mörk-
uðum heims.
Kenning-
ar frjálshyggjunnar myndu spá
landi A mjög góðum árangri.
Staðreyndin er hins vegar sú að
land A er Haítí, eitt fátækasta
land vesturheims með dapurlega
frammistöðu í efnahagslegu til-
liti svo ekki sé meira sagt. Land
B er Víetnam með um 8% hagvöxt
á ári síðan um miðjan níunda ára-
tuginn: Þar hefur stórlega dregið
úr fátækt og Víetnam hefur, þrátt
fyrir viðskiptahindranir og bann
við erlendu eignarhaldi á innlend-
um fyrirtækjum, samlagast hratt
hinu alþjóðlega hagkerfi.
Þessi samanburður er tekinn
úr bók eftir tyrkneska hagfræð-
inginn Dani Rodrik, „One Econ-
omics, Many Recipes“ (2007), og
kom upp í huga minn þegar ég
las grein Þorvaldar Gylfasonar í
Fréttablaðinu hinn 28. janúar sl.
undir yfirskriftinni, „Að keyra
land í kaf“. Þar lýsir Þorvaldur
því hvernig nýlenduherraþjóðin
Frakkland keyrði fyrrum nýlendu
sína, Haítí, á kaf í skuldaklafa
vegna skaðabóta sem þeir kröfð-
ust af Haítíbúum fyrir að hafa
rekið frönsku þrælahaldarana af
höndum sér og stofnað sjálfstætt
ríki árið 1804.
Í upphafi spurði ég hvort ekki
kynni að vera eitthvað athuga-
vert við kennsluefnið ef dug-
legu nemendurnir fengju lélegu
einkunnirnar en lélegu nemend-
urnir fengju góðu einkunnirnar.
Kennslufræðingar myndu ef til
vill spyrja hér að hve miklu leyti
kennsluefnið hefði verið lagað að
þörfum og getu nemendanna og
þar með tekið tillit til aðstæðna
í hverju tilviki. Þeir vita vel að
„One size does NOT fit all“.
Aftur á móti er nokkuð til í
því að með kenningum sem eiga
meira skylt við trúarkenningar en
fræðikenningar byggðar á viður-
kenndum rannsóknum má fífla
heila þjóð. Við Íslendingar ættum
nú að vita að það þarf ekki allt-
af nýlenduherra til þess að keyra
land í kaf.
Höfundur er
stjórnsýslufræðingur.
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf
skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna
má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta
eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
UMRÆÐAN
Eyþór Harðarson skrifar um
fyrningarleiðina
Um það leyti sem kvótakerfinu var komið á var sjávarútvegur
á Íslandi í sjálfheldu. Flotinn var
allt of stór fyrir þær veiðiheim-
ildir sem voru í boði og rekstur
flestra fyrirtækja í atvinnugrein-
inni var á brauðfótum. Margir leit-
uðu eftir því að selja fyrirtækin
eða hætta rekstri en fundu enga
útgönguleið. Áhugi á að kaupa sjáv-
arútvegsfyrirtæki var í lágmarki.
Slíkt var ástandið að ríkissjóður
þurfti ítrekað að grípa til viðeig-
andi björgunaraðgerða.
Straumhvörf urðu hins vegar í
sjávarútvegi þegar opnað var fyrir
framsal aflaheimilda um 1990. Þar
skapaðist loksins hvati til hag-
ræðingar með arðsemi í rekstri
að leiðarljósi. Hagræðingin hefur
hins vegar ekki verið án fórna og
hún hefur kostað sitt. Árangurinn
er aftur á móti sá að á 20 árum
hafa yfir 90% aflaheimilda skipt
um hendur. Sjávarútvegsfyrir-
tækjum hefur fækkað en rekstr-
argrundvöllur þeirra styrkst um
leið. Atvinnuöryggi hefur aukist og
afkoma starfsfólks batnað. Þrátt
fyrir skuldsetningu samfara hag-
ræðingunni er arðsemi í sjávarút-
vegi líkast til hvergi meiri en ein-
mitt á Íslandi og leitun er að betri
kjörum sjómanna.
Það mikilvægasta er að sjávar-
útvegsfyrirtækin eru í dag grunn-
stoðir í atvinnulífi landsmanna
sem skila miklum tekjum í þjóðar-
búið. Því er ekkert annað en stór-
undarlegt að standa frammi fyrir
þeim áformum stjórnvalda að hefja
innköllun aflaheimilda í haust.
Eftir allt sem á undan er gengið
síðustu 25 árin á nú samkvæmt
tillögum stjórnvalda að taka 5%
aflaheimildanna
af handhöfum
þeirra á hverju
fiskveiðiári og
bjóða upp.
Margt hefur
áunnist í sjáv-
a r ú t v e g i á
undanförnum
árum. Sú stað-
reynd stendur
eftir sem áður
óhögguð að fisk-
urinn í sjónum er takmörkuð auð-
lind. Þetta vill gleymast í umræð-
unni um sjávarútveg, sem oftar en
ekki er á villigötum. Aflamarks-
kerfið er ekki gallalaust fremur
en önnur mannanna verk og við
getum örugglega verið sammála
um að mörg víxlspor hafa verið
stigin á vegferð kerfisins. Fyrn-
ing aflaheimilda er ekki leiðin til
að lagfæra það sem aflaga hefur
farið. Síðustu misserin hefur keyrt
um þverbak í umræðunni, þar sem
markvisst hefur verið haldið á lofti
innantómum staðhæfingum og
rangfærslum. Erfitt er að sjá hvað
því fólki gengur til sem heldur því
blygðunarlaust fram að byggðir
landsins líði fyrir fiskveiðistjórn-
unina. Varla er það af sannsleiks-
ást. Staðreyndin er sú að í mörg-
um þeirra byggðarlaga, sem hefur
hvað best tekist að mæta því efna-
hagsástandi sem nú ríkir, standa
sjávarútvegsfyrirtæki traustum
fótum.
Enn er hægt að afstýra því stór-
slysi sem fyrningarhugmyndir
stjórnvalda hefðu í för með sér
fyrir sjávarútveginn og efnahag
þjóðarinnar. Vilji til að kynna sér
raunverulegar afleiðingar þessara
hugmynda og horfast í augu við
staðreyndir er allt sem þarf.
Höfundur er útgerðarstjóri hjá
Ísfélagi Vestmannaeyja hf.
Ávísun á stórslys Að fífla heila þjóð
EYÞÓR
HARÐARSON
SIGURBJÖRG SIG-
URGEIRSDÓTTIR