Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 40
24 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Linz eirikur@frettabladid.is Undanúrslit Ísland-Frakkland 28-36 (14-16) Mörk Íslands (skot): Aron Pálmarsson 6 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 5/2 (5/2), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (9), Arnór Atlason 5 (10), Alexander Petersson 3 (5), Ólafur Stefánsson 2 (10), Róbert Gunnarsson 1 (1), Vignir Svavarsson 1 (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/1 (51/6, 31%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 5 (Guðjón Valur 3, Snorri Steinn 1, Alexander 1). Fiskuð víti: 3 (Vignir 1, Arnór 1, Guðjón Valur 1). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Frakklands (skot): Nikola Karabatic 9 (9), Guillaume Joli 6/6 (7/7), Michael Guigou 6 (10), Guillaume Gille 4 (5), Cedric Sorhaindo 3 (3), Luc Abalo 3 (5), Franck Junillon 2 (2), Daniel Narcisse 2 (6), Jerome Fernandez 1 (2), Sebasti en Bosquet (1). Varin skot: Thierry Omeyer 16 (44/2, 36%). Hraðaupphlaup: 12 (Guigou 5, Abalo 3, Gille 2, Karabatic 2). Fiskuð víti: 5 (Karabatic 3, Fernandez 1, Sor haindo 1). Utan vallar: 8 mínútur. Króatía-Pólland 24-21 Leikir um sæti LEIKUR UM 3. SÆTI Ísland-Pólland 29-26 (18-10) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 8 (13), Róbert Gunnarsson 6 (6), Snorri Steinn Guðjónsson 4/3 (6/3), Arnór Atlason 3 (8), Ólafur Stefánsson 3 (13), Ingimundur Ingimund arson 2 (2), Aron Pálmarsson 2 (5), Alexander Petersson 1 (3). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10 (27/1, 37%), Hreiðar Guðmundsson 7 (16, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón Valur 5, Ingimundur 2, Arnór 1, Alexander 1). Fiskuð víti: 3 (Guðjón Valur 1, Alexander 1, Róbert 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Póllands(skot): Tomasz Tluczynski 4/1 (4/1), Bartosz Jurecki 4 (5), Michal Jurecki 4 (5), Krzysztof Lijewski 3 (6), Mateusz Jachlewski 3 (6), Patryk Kuchczynski 2 (2), Tomasz Rosinski 2 (4), Bartlomiej Jaszka 2 (8), Mariusz Jurasik 1 (2), Marcin Lijewski 1 (4), Karol Bielecki (1). Varin skot: Slawomir Szmal 16 (39/3, 41%), Piotr Wyszomirski 1 (7, 14%). Hraðaupphlaup: 9 (Kuchczynski 2, Jachlewski 2, K. Lijewski 1, Jurasik 1, M. Jurecki 1, Tluczynski 1, Rosinski 1). Fiskuð víti: 1 (B. Jurecki 1). Utan vallar: 16 mínútur. ÚRSLITALEIKUR Frakkland-Króatía 25-21 EM Í HANDBOLTA HANDBOLTI Ísland tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum Evr- ópumeistaramótsins í handbolta sem lauk í Austurríki í gær. Loka- tölur leiksins voru 36-28. Ísland spilaði ágætlega í fyrri hálfleik en missti Frakkana fram úr sér í upphafi þess síðari. Þeir komust í átta marka forystu eftir aðeins tíu mínútur og það bil náði íslenska liðið aldrei að brúa aftur. „Þetta var svipað og í Peking,“ sagði Ólafur Stefánsson landsliðs- fyrirliði og átti þá við úrslitaleik Íslands og Frakklands á Ólympíu- leikunum árið 2008. „Við vorum óagaðir í upphafi síðari hálfleiks. Þeir komust í mörg hraðaupphlaup og duglegir að nýta sér aðra og þriðju bylgj- una til að skora létt mörk. Það sem við þurftum að gera var að standa vel í vörninni og keyra á þá – en það öfuga gerðist,“ sagði Ólafur. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tók í svipaðan streng. „Ég held að það hafi verið hlaupin okkar til baka [í vörnina] sem drap okkur fyrst og fremst í þessum leik. Við vorum að halda ágætlega í þá í vörninni,“ sagði Guðmundur. „Við afhentum þeim líka bolt- ann allt of mikið í sókninni og ég er hvað svekktastur vegna þess. Við vorum að reyna línusendingar sem heppnuðust ekki og við gerð- um of mikið af tæknilegum mis- tökum. Það má einfaldlega ekki gegn Frökkum. Við vorum að gera þeim lífið mjög þægilegt.“ Aron Pálmarsson var frábær í lok fyrri hálfleiks og skoraði þá sex af síðustu átta mörkum íslenska liðsins. Engu síður ákvað Guðmundur Guðmundsson að hvíla hann í upphafi þess síðari. „Þetta er bara svona og það er auðvelt að tala um þetta eftir á,“ sagði Guðmundur. „Um daginn létum við hann byrja inn á í seinni hálfleik og þá gekk það ekki. Við erum alltaf að hugsa um að spara krafta leikmanna og það veit auð- vitað enginn hvað gerist fyrir- fram. Ég treysti þeim leikmönn- um sem eru inn á hverju sinni,“ bætti hann við. - esá Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson um tapleikinn í undanúrslitunum gegn Frakklandi: Of mörg mistök og of seinir til baka SVEKKTUR Guðmundur Guðmundsson, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Markverðirnir Björg- vin Gústavsson og Hreiðar Guð- mundsson hafa átt frábæra keppni. Sá síðarnefndi kom inn á undir lok leiksins gegn Póllandi í gær og varði sjö gríðarlega mikil- væg skot á síðustu fimmtán mín- útum leiksins. „Þetta er ótrúleg tilfinning,“ sagði hann sigurreifur eftir leik- inn í gær. „Þetta var þó orðið hrikalega hættulegt. En ég var tilbúinn enda verður að grípa hvert tækifæri sem gefst.“ Björgvin hrósaði Hreiðari eftir leik. „Hann lenti í áfalli í byrj- un móts og fékk þá gagnrýni á sig út af einu skitnu marki sem hann fékk á sig út af einfaldri óheppni. Hann kom svo inn í dag, sýndi mikinn karakter og nánast tryggði okkur bronsið.“ - esá Hreiðar Levý Guðmundsson: Tilfinningin er ótrúleg FAGNAÐ Í LOKIN Hreiðar Guðmundsson stóð sig vel í lokin. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka í bronsleik Íslands og Póllands í gær komust Pólverjar í hraðaupphlaup. Einn leikmaður pólska liðsins var sloppinn í gegn og var kominn í galopið færi. Hann átti þarna möguleika á að minnka forystu Íslands í eitt mark. En þá skyndilega dýfði Alexand- er Petersson sér fyrir hann og náði að stela boltanum áður en hann braut á manninum. Dómarar gátu ekkert annað dæmt en aukakast og tíminn vann áfram með Íslandi sem vann að lokum þriggja marka sigur. „Þessir varnartilburðir hjá Alexander voru stórkostlegir og fara í sögubækurnar. Ég hef aldrei séð annað eins á mínum ferli,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Sjálfur sagði Alexander að þetta hafi verið vel ígrundað hjá sér. „Ég hef verið að hugsa um þetta í svona fimm ár,“ sagði hann við Fréttablaðið eftir leik. „Hvern- ig er hægt að stela boltanum í svona stöðu? Maður kemur aftan að honum og maðurinn verður að drippla boltanum að minnsta kosti einu sinni. Ég sá tækifær- ið, tók áhættuna og hoppaði bara í boltann. Það virkaði.“ Þetta hefur hann þó aldrei prófað áður. „Nei, aldrei. En þarna sá ég rétta augna- blikið.“ Ólafur Stefánsson jós lofi á Alex- ander eftir leikinn. „Þessu augna- bliki má aldrei gleyma í íslenskri íþróttasögu. Þetta var það flott- asta sem ég hef séð á ævinni. Þetta segir allt um hans atorku, snilld og ákafa. Þetta hefði enginn getað gert nema hann.“ Alexander er þekktur sem vél- mennið í landsliðshópnum enda gefst hann aldrei upp – er sívinn- andi. Ólafur vill meina að hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. „Hann er okkar MVP á þessu móti þó svo að fólk sjái það ekki. Hann léttir mikið á mér með því að spila í vörninni eins og hann gerir. Ég tel að hann sé besti varnarmað- urinn á mótinu – hann tekur allar klippingar, kæfir hraða og flæði í liði andstæðingsins. Svo er hann stöðugt að í sókninni og þegar ég er ekki upp á mitt besta kemur hann og setur hann.“ Alexander gat ekki annað en brosað þegar blaðamaður sagði honum frá hrósi landsliðsfyrirlið- ans. „Nei, ég veit það nú ekki. Allir strákarnir hafa verið mjög góðir og breiddin í liðinu er frábær,“ sagði hann. En hann vildi þó frek- ar kvitta upp á að vera besti varn- armaður mótsins. „Já, ég væri frekar til í að fá þann heiður,“ sagði hann og hló. - esá Alexander Petersson sýndi ótrúlega varnartakta undir lok leiksins gegn Póllandi á EM í gær: Búinn að hugsa um þetta í fimm ár VÉLMENNIÐ Alexander Petersson var frábær á EM í vörn og sókn. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Gleðin skein úr hverju einasta andliti þeirra meðlima íslensku sveitarinnar sem gengu inn á gólf í Stadthalle í Vínarborg til að taka við bronsverðlaunum Evrópumeistaramótsins í hand- bolta. Fagnaðarlætin voru gríðar- leg enda árangurinn stórbrotinn. Ísland hafði tryggt sér þriðja sætið á líklega sterkasta stórmóti í hand- bolta frá upphafi. Fyrir tæpu einu og hálfu ári var brotið blað í íþróttasögunni þegar handboltalandsliðið vann silfur- verðlaun á Ólympíuleikunum í Pek- ing. Nú hefur það verið staðfest að sá árangur var engin tilviljun – íslenska landsliðið er einfaldlega í hópi allra bestu handboltaliða heims í dag. Þeir Björgvin Páll Gústavsson og Logi Geirsson gáfu út hárgel eftir keppnina sem nefnist Silver. Það er til marks um gleðina sem ríkti í hópnum í gær að þeir voru allir með gelið í hárinu þegar þeir tóku við verðlaununum í gær. „Meira að segja Guðmund- ur Þórður Guðmundsson [lands- liðsþjálfari] „silfraði“ sig upp,“ sagði stoltur Aron Pálmarsson við Fréttablaðið eftir afhendinguna. „Menn hafa nú verið eitthvað að tala um að gefa líka út bronsgel en það kemur ekki til greina. Það er bara Silver.“ Þátttöku Íslands á EM lauk í gær með sigri á gríðarsterku liði Pól- lands í leik um þriðja sæti mótsins. Leikurinn sýndi allar bestu hliðar íslenska liðsins en einnig hvað það getur verið stutt í hinn endann. Fyrri hálfleikurinn var einfald- lega stórbrotinn. Pólverjar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrsta stundar- fjórðungnum og var Ísland komið þá með 8-3 forystu þó svo að stað- an hafi verið 1-0 fyrir Póllandi eftir fimm mínútur. Varnarleikur íslenska liðsins var eins og ókleifur múr. Stórskyttum Pólverja var haldið undir 50 pró- sent skotnýtingu og þeirra beitt- asta vopn, Karol Bielecki, tók eitt skot í öllum hálfleiknum. Það geig- aði. En svo kom hræðilegur kafli í upphafi síðari hálfleiks. Besti markvörður mótsins, Slawomir Szmal, fór á kostum og varði sjö af fyrstu níu skotum Íslands í hálf- leiknum. Á þessum tíma var skotn- ýting Íslands komin niður í rúm fimmtán prósent – hún var 80 pró- sent hjá Póllandi. Á aðeins rúmum sjö mínútum skoruðu Pólverjar sex mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk. Íslenska sóknin virtist ekkert ráða við varnarleik Pólverja sem var afar öflugur. Róbert Gunnarsson braut loks- ins ísinn eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik. Ísland náði að halda forystunni allt til leiksloka en það mátti nánast engu muna. Hreiðar Guðmundsson kom inn í íslenska markið á síðasta stund- arfjórðungnum og varði sjö skot, hvert öðru glæsilegra. Seiglan og baráttan í liðinu krist- allaðist svo í atviki sem átti sér stað einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Pólverjar komust í hraða- upphlaup og gátu minnkað muninn í eitt mark. Þá kom Alexander Pet- ersson og stal af honum boltanum með því að dýfa sér fyrir framan hann. Það var einstakt augnablik sem á eftir að lifa lengi, rétt eins og glæsilegur árangur íslenska landsliðsins hér í Austurríki. Til hamingju, strákar! Silfur í hárinu og brons um hálsinn Íslenska handboltalandsliðið náði sögulegum árangri í gær er það tryggði sér bronsverðlaunin á Evrópu- meistaramótinu í handbolta. Þetta er í annað skiptið í röð sem liðið vinnur til verðlauna á þeim stórmót- um sem það tekur þátt í. Ísland vann Pólland í bronsleiknum, 29-26. FRÁBÆRT LIÐ Hér sést íslenska landsliðið fagna frábærum árangri sínum á Evrópumótinu í Austurríki. Liðið tapaði bara á móti Evrópumeisturum Frakka á mótinu og vann fyrstu bronsverðlaun Íslands frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.